Wednesday, March 24, 2010

Plokkfiskur

Í dag hef ég setið heima og gert mjög lítið af viti. Davíð er í skólanum og kemur líklega ekki heim fyrr en ég er farin í háttinn :S. Í gær kvöldi fékk ég þá allra verstu túrverki lífs míns sem voru stanslausir í að nálgast 4 klukkutíma. Ég var með upp og niður gang og kastaði upp öllu því sem var í maganum og hafði mikla verki. Eftir að hafa veltst um með óstjórnandi skjálfta og ekki getað setið, staðið eða legið í 4 tíma fór mig að svima mikið og á endanum sofnaði ég eingöngu vegna þess að ég bara var gjörsamlega uppgefin og gat ekki meir.
Ég hef aldrei verið svona rosalega slæm og ég veit ekki afhverju þetta var svona rosalega slæmt í gær. Ég er enþá svona soldið slöpp er svona með hálfgerðan svima en verkirnir eru farnir þrátt fyrir að ég hafði vaknað í morgun með smá verki.
En það er fátt annað að frétta af mér. Ég fór út með Mola í smá labb áðan og er svona að velta fyrir mér að fara með hann aftur á eftir áður en ég bý til kvöldmat handa mér en þar sem ég er ein heima og er þá bara að elda ofaní sjálfa mig, ætla ég að gera plokkfisk, eitt af uppáhaldinu mínu, en það er aldrei gert á þessu heimili vegna þess að Davíð fílar ekki plokkfisk.
En hér er veðrið gott, smá gjóla áðan og hitinn er 20°C+. Tengdó, Benjamín og Guðlaug María koma svo til okkar á mánudaginn (Benjamín kemur nokkrum dögum seinna) og hlökkum við mikið til þess.
En meira seinna ;D.

knúsar Fjóla og Moli

3 comments:

Dagný said...

Ohh plokkfiskur er æði!

Annars mæli ég nú bara með ibúfeni í massavís þegar maður fær heiftarlega túrverki.... :p

Helga said...

Kannast við svona túrverki, alger viðbjóður að fá svona. Knús á þig.
Vonandi færðu þetta ekki aftur.
Endilega vertu svo í bandi, vil svo gjarnan heyra í þér (er með bænahópinn í kvöld en kannski eftir klukkan 10 að norskum tíma, er það ekki eftir fjögur hjá þér???)
Knúsar héðan, vildi ég gæti komið og borðað plokkfisk með þér, elska plokkfisk!

Anonymous said...

Ég er nú búin að fá plokkfisk 2 í þessari viku :)
Úff hrikalegir túrverkir hef nú ekki fengið þá svona slæma :/

Knús og við VERÐUM að fara að heyrast á skype
Kristín