Tuesday, March 09, 2010

Þriðjudagur 9. mars

Þá erum við alveg vel komin á gott skrið inn í mars. Það eru 20 dagar í að Linda, Sveinbjörn, Guðlaug og Benjamín koma til okkar sem þýðir að ég þarf að standa mig extra vel þessa 20 daga og koma mér í pikiní form en ég veit nefnilega að ég á von á páskaeggi og ekki grennist ég mikið á þeim tíma sem ég er að háma það í mig og kemst öruglega ekki eins oft í leikfimi og ég myndi vilja.
En í gær fór ég á svona konu hitting þar sem konurnar í kirkjunni hittust heima hjá Veroniku og boðuðu saman og það er alltaf ein sem er með vitnisburð og var það bara gaman.
Í kvöld erum við Davíð svo að fara á íslensku læru hópinn en pabbi minn og mamma eru búin að vera svo yndsleg að versla fyrir mig fyrir Matthew fult af dvd myndum sem Linda og Sveinbjörn geta vonandi tekið með út til okkar.
Annars er voðalega lítið að frétta af mér en er það ekki bara gott?

Ég segi bara over and out

Fjóla

4 comments:

Anonymous said...

Þú ert svvvooo dugleg að blogga ættir að fá verðlaun fyrir það :)
Verðum svo að hafa skype fund allar 3 sem fyrst allt of langt síðan síðast :)

Knús Kristín

Fjóla Dögg Halldórsdóttir said...

já mér finnst stundum að ég ætti að fá verðlaun fyrir ofur bloggara aldarinnar ;D.
Ensilega að skypasr sem fyrst

Fjóla

Anonymous said...

Ég styð það :)
A7

Mamma og Pabbi! said...

Við erum sammála hér í Bröndukvíslinni, þú ert svakalega dugleg að blogga og leyfa okkur að taka þátt í því sem þið eruð að bralla! Takk takk!
B21