Sunday, March 28, 2010

Operan í gær

Elsku bestasti Davíð minn kom mér heldur betur á óvart í gær og bauð mér á Operuna Porkey and Bess en það er fyrsta ópera sem ég hef séð það sem eru bara svertingjar að syngja :D. Operan er eftir George Gershwin og er samin í kringum 1935 að ég held. Það tók okkur bæði soldið langan tíma að komast inn í hana enda er hún sungin á ensku og er svona í nýrri kantinum. En operan var sýnd í The Washington National Opera en operustjórinn þar er engin annar en Placido Domingo og verður hann sjálfur að syngja í Madama Butterfly á næsta ári það væri nú ekki leiðinlegt að fara og sjá þá sýningu :D.
Annars hefur dagurinn verið rólegur en ég hef verið að taka til og undirbúa komu gestana okkar sem koma á morgun þannig að það var sett í nokkrar vélar, tekið til og þryfið. Davíð fór út með Mola að skokka áðan og ég fór og gerði upper body í leikfiminni minni. Ég spjallaði við hana Helgu mína og þarf nauðsynlega að komast í sambandi við Kristínu mína sem fyrst en ég veit ekki hvernig tíminn minn verður núna þegar við erum að fá gesti.
En nóg um það við höfum ekki enþá fartið til D.C til að taka þátt í Cherri blossom festivalinu en við gerum það áður en því lýkur en málið er að það er spáð rigningu eitthvað alla daga fram á miðvikudag þannig að við sjáum til henar við förum.

En ég sendi bara knúsa á ykkur

kveðja Fjóla og co

1 comment:

Anonymous said...

ég er endilega til í spjall á morgun Fjóla verður að fá að sjá hvolpakrúttin í skype ég er búin að vinna 16:30 en fer þá kannski í göngu:)

Knús Kristín