Friday, June 12, 2009

Strandarferð og íbúðar leit

Við litla fjölskyldan skelltum okkur á ströndina í morgun. Við vorum að prófa nýju sólhýfina okkar sem við fengum á alveg spott prís í Walmart og erum ekkert smá ánægð með ásamt rándýru strandarhandklæðunum okkar en þau eru alveg hjúts og gegjað flott.
Við stöldruðum við í rúmlega tvo tíma og höfum vonandi fengið smá lit nema Moli sem passaði sig að vera undir sólhlýfinni. Ég tók hann í smá labb og smá sund í sjónum og var hann bara sáttur með það. Það er líka gaman að segja frá því að Moli lék sér við stóran hund og það var svo gaman að sjá þá leika algjört æði.
Við erum búin að vera að eiða seinniparti dags í íbúðarleit og hefur það gengið ágætlega. Við erum búin að finna eitt kverfi sem við erum alveg ástfangin af og erum að vonast eftir að heyra frá þeim og geta bara tekið frá íbúðina strax. Ég væri mjög þakkát ef þið gætuð beðið fyrir þessu með okkur að þetta sé líka Guðs vilji og að hann opni dyr fyrir okkur.
En nóg í bili endilega hafið okkur í huga og að við verðum samþykkt í þessa íbúð.
Bestu kveðjur Fjóla og co
Þegar Davíð var að setja sólhlýfina okkar upp var Moli ekki lengi að finna skuggan og leggjast þar

Moli á litla strandhandklæðinu sínu ;D

Davíð og Moli undir hlýfinni en ég var í sólinni að reyna að fá lit sem ég vona að hafi tekist.

1 comment:

Helga said...

Hér er eina hlífin sem ég hef þurft regnhlíf og handklæðin eingöngu notuð til að þurrka mér og Fróða þegar við komum inn úr göngutúr. Ég bið fyrir íbúðarleitinni ykkar og veit að Guð mun mæta ykkur í þessu einsog öðru. Ég bíð sjálf eftir að heyra frá einhverjum af þeim stöðum þar sem ég sótti um vinnu....
Knús og kveðjur frá mér og Fróða