Saturday, June 20, 2009

Myndin var góð...

...og alsekki neitt hræðileg eins og ég hélt að hún myndi vara. Ég er alveg að ná að klára Marley and me en ég fór út í sundlaug í sólbað í morgun og las þar 1 kafla og hágrét, frekar kjánalegt en ég bara réð ekki við það. Við erum ný komin inn úr dyrunum eftir búðarrölt en hitinn er svo mikill úti að við erum alveg búin á því. Í kvöld er planið að baka pizzu með kalkúnahakki, tómötum, gulumbaunum, papriku og lauk ummmm... Við ætlum líka að fara í bíó eitthvað sem við höfum bara ekki gert neitt af síðan við fluttum s.s. ég er ekki búin að fara í bíó í rúmlega hált ár :-O SÆLL!!!!!! Myndin sem við ætlum að sjá heitir The Year One og er með Jack Black og Michael Cera endilega kíkið á þennan línk til að fá að sjá trailerinn og fleira mjög fyndið. http://www.yearone-movie.com/?hs308=YRO033&kw=the%20year%20one
En ætli ég reyni ekki að drusla mér í leikfimisfötin og koma mér og Davíð í smá leikfimi áður en við byrjum að undirbúa matinn.

Bless í bili over and out ;D

2 comments:

Kallý said...

Ég HÁgrét við Marley & Me bókinni. Hef aldrei grátið útaf bók! En ég grenjaði ekkert þegar ég sá myndina. Myndin er æðislegt, ég keypti mér hana :D
kv. Kallý

Fjóla Dögg said...

já ég var einmitt farin að fá það á tilfinninguna að myndin gæti enganvegin verið svona hjartnæm og bókin en ég get samt ekki beðið að sjá hana er búin aðvera að vera að spara hana þangað til ég kláraði bókina.