Friday, June 19, 2009

Moli er miklu betri...

...hann er ekki lengur að hoppa á þremur og virðist allur vera orðinn betri sem ég þakka Guði fyrir. Annars erum við í rólegheitum svona í moegunsárið, Davíð er að vinna í einhverjum verkefnum en hann fékk loksins listan yfir námskeiðin sem hann getur tekið í Georgetown þannig að hann er að velja hvað hann vill fara í. Ég held að ég fari að pakka niður í tösku þar sem ég er komin með ansi mikið af dóti og vil bara vera viss um að það komist allt fyrir í töskunni en ég hef ekki mjög miklar áhykkgjur af því að.
Ég er alveg að verða búin með Marley and me þannig að ég get farið að horfa á myndina einhverntíman í næstu viku vonandi. Það er spurning hvort ég skelli mér ekki út í sólina í svona klukkutíma allavegana.
Við værum mjög þakklát ef þið hafið okkur enþá í bænum ykkar varðandi íbúðarmálin og að það gangi allt upp.
En nóg í bili Guð belssi ykkur knúsar frá okkur á Flóró

2 comments:

Anonymous said...

Gott að heyra með Mola :)
Knúsar
A7

Helga said...

Gott að heyra að Moli er að jafna sig. Fróði var sjálfur með hrikalegan niðurgang í morgun og svo í kvöld þegar ég hleypti honum úr búrinu. Ábyggilega bara stress. En ég fékk ekki tækifæri til að spurja hvort ég mætti hafa hann í vinnunni í dag svo það verður að bíða framá næstu viku.
Ég hef ykkur auvðitað áfram í bænum mínum að vana.
Knús frá mér og Fróðamús