Við pabbi og mamma fórum í mat til tengdó í kvöld og var það alveg æðislegt. Við fengumgegjaðan mat, aspassúpu í forrétt, grillaðan lax með sallati og bökuðum karteflum, sætukarteflum og gulrótum og svo franska súkkulaðiköku í rester. Þegar við komum var Ásta í heimsókn með litlu sætu Sunnevu, ji hvað hún er mikið krútt. Hún var samt frekar þreytt og þessvegna ekki viss um allt þetta fólk sem mætti bara á svæðið sí sona en hún fékk þá bara að leggja sig áður en hún fór svo heim með mömmu sinni.
Í fyrramálið leggjum við afstað til Sigrúnar frænku í svietina þar sem ég vonast til að hitta Svanhvíti, Sigrúnu, Maríu Sól, Reyni og Ingólf ásamt afa og ömmu í Garðhúsi. Ég hlakka mikið til ferðarinnar en við ætlum að gista eina nótt og fara seint á fimmtudeginum.
En nóg í bili leifi ykkur ða fá nokkrar af Sunnevu og svo tengda pabba og mömmu.