Tuesday, June 30, 2009

Matur hjá tengdó

Við pabbi og mamma fórum í mat til tengdó í kvöld og var það alveg æðislegt. Við fengumgegjaðan mat, aspassúpu í forrétt, grillaðan lax með sallati og bökuðum karteflum, sætukarteflum og gulrótum og svo franska súkkulaðiköku í rester. Þegar við komum var Ásta í heimsókn með litlu sætu Sunnevu, ji hvað hún er mikið krútt. Hún var samt frekar þreytt og þessvegna ekki viss um allt þetta fólk sem mætti bara á svæðið sí sona en hún fékk þá bara að leggja sig áður en hún fór svo heim með mömmu sinni.
Í fyrramálið leggjum við afstað til Sigrúnar frænku í svietina þar sem ég vonast til að hitta Svanhvíti, Sigrúnu, Maríu Sól, Reyni og Ingólf ásamt afa og ömmu í Garðhúsi. Ég hlakka mikið til ferðarinnar en við ætlum að gista eina nótt og fara seint á fimmtudeginum.
En nóg í bili leifi ykkur ða fá nokkrar af Sunnevu og svo tengda pabba og mömmu.

Þarna er sunneva hjá Lindu frænku ekki alveg viss um þetta fólk sem var að koma

þarna er hún svo komin í stólinn sinn að reina að halda sér vakandi en...

... það gekk ekki vel ;) Algjört Krútt

Tengdamamma átti afmæli um daginn og gáfum við Davíð henni smáræði í tilefni dagsins. til hamingju með daginn aftur Linda.

Knúsar og kveðjur
Fjóla

Monday, June 29, 2009

Myndablogg frá Íslandi

jæja gott fólk þá er komið að myndunum.

Ég fyrsta morguninn með nýbakaðar skonsur ummm... svo gott

ogtúnfiskasallat ógeðslega gott ;D

Þarna er ég hjá litla kofanum sem afi smíðaði handa mér þegar ég var lítil en það er ný búið að mála hann alveg eins og allt húsið hjá pabba og mömmu

fanst þetta svo flott mynd.

Útsýnið úr bílnum þegar við vroum að keyra til upp á milli Mela þar sem afi og amma í garðhúsi eiga land en við fórum að hjálpa þeim við dittinn og tattinn

sömuleiðis er þessi tekin á fullriferð ;D

Afi flottur með smíðaaxlaböndin sín

Við fundum þetta hreiður en þarna hefur einhver fugl notað snærisspotta hjá afa til að búa til hreiður

Hlynur hjá Flugumýri en hann kofin hefur verið kallaður það eins lengi og égman eftir mér vegna þess að það er yfirleitt allt krökt af flugum þarna inni
Afi að slá

Ég að gera ekki neitt ;D

Afi flottur

Hanin á toppi Flugumýrar


Við fengum alveg klikkað kalt hangikjöt og karteflur í hádegismat

afi og amma flott

Ég að fá mér smá harðfisk (þessi er sérstaklega fyrir þig Davíð)

Þessi er alveg frábær. Afi er aðfela kleinustöppuna sína í bollanum

Þarna er svo Hlynsi komin í pollagallan bara og tók við slættinum

Pabbi var allur í því að moka skurð fyrir dren

Sáum þetta flotta hryggjarliða bein úr hval

íslenskar kindur bara fyndin fyrirbæri

Hlynsi hjá frægu tröppunum sem hann Kári hennar Siggu frænku bjó til

Pabbi ghá klósettinu en það er hækt að sturta og allt

og Hlynsi inni á klóstinu en það er ekki mjög stórt.
Jæja njótið vel myndana en í dag er verslunardagur ásamt fjöruferð. Ég ætla svo að kíkja í bíó með Kristínu vinkonu í kvöld og verður það algjört æði.
Kær kveðja Fjóla

Saturday, June 27, 2009

Sannleikurinn

Jæja þá eru allir að gera sig til að fara og sjá Sannleikann, standup með Pétri Jóhanni krúttí pútti. Þetta er fjölskyldu ferð s.s. ég p og m ásamt Hlynsa og Dísu. Éger mjög spennt að fá að horfa á eitthvað á íslensku og ekki er það verra að það sé hann Pétur.
Við kíktum í Hagkaup til að kaupa smá bland í poka (því það er ekkert sem jafnast á við bland í poka) fyrir kvöldið þannig að nú er bara að dressa sig smá upp og sminka sig og þá er allt tilbúið.
Njótið kvöldsins.
Kv Fjóla

Ég er komin til Íslands

Þá er ég loksins komin eftir langan og erfiðan flugdag í gær. Ég fór ekki að sofa fyrr en að nálgast tvö í gærnótt en fékk að sofa til að ganga tíu. Við Hlynsi fórum í Árbæjarþrek eftir gegjaðan morgunmat og núna er ég að fara og skola af mér svitan í baði ummm :D. Ég er búin að heylsa upp á Coc og var það alveg hreint frábært að fá alvöru tjúa koss og tjúa dilling oh elsku kallinn (ég sakna Mola).
Núna eiga pabbi og mamma von á afa og ömmu hvað og hverju þessvegna ætla ég að drýfa mig í bað og gera mig til.
Meira seina knúsar frá mér, Fjólu ;9

Thursday, June 25, 2009

Við fáum drauma íbúðina...

...og meira að segja enn betra en það því hún er tveggja herbergja og rúmlega 80 fm :D. Ég er alveg í skýunum og gæti ekki verið hamingjusamari :D. Endilega kíkið á þessa heimasíðu http://springwoodsapts.com/apartments/imagery.do?lid=en_US&pid=1775 og skoðið myndirnar en þetta kverfi hefur hvorki meira né minna en Hundafimigræjur í innrömmuðu gerði takk fyrir :D (það er mynd af því). Takk takk takk Guð fyrir að hugsa svona vel um okkur. Þetta hefði ekki getað verið betra.
Takk öll fyrir allar bænirnar og hlýjar hugsanir til okkar.
En ég er að fara heim til íslands núna á morgun og væri svo mikið til að heyra og sjá sem flesta. Þannig ekki vera feimin að hringja í gamla númerið mitt 869-3978 og ég reyni að hliðra til tímanum mínum.
Blessó í bili Fjóla og co

p.s. það er fríkinn ARINN í íbúðinni AAAAHHHHHH!!!!!!!!!!!!!!!! :D :D :D

Wednesday, June 24, 2009

Tim...

Ég ásamt Cindy og Tim
...einn af bestu vinum mínum úr hundasnyrtináminu framdi sjálfsmorð fyrir tveimur vikum síðan. Cindy vinkona mín hringdi í mig í dag og sagði mér frá þessu. Ég get mjög fátt sagt er í miklu sjokki.
Tim var alltaf frekar rólegur, sagði fátt en var svo ljúfur og góður og yndislegur og mér líkaði strax við hann fyrsta daginn í skólanum. Hann var aldrei hræddur við hundana þótt þeir létu eins og bestíur við hann, hann varð aldrei reiður og tók öllu með mikilli ró sem ég dáðist mikið af við hann. Hann var smámæltur sem var eitt að því sem var mest krúttlegast við hann.
Ég mun aldrei gleyma þér Tim og fynst svo sárt að þú sást enga aðra leið en þessa ég vildi svo óska þess að ég hefði getað gert eitthvað. Ég bið fyrir fjölskyldu þinni og vona að ég fái að sjá þig aftur.
Guð geymi þig, þín vinkona Fjóla Dögg

Tuesday, June 23, 2009

pæling...

...haldið þið ekki að einhver hafi víkslað nöfnunum að púðursykri og flórsykri einhverntíman á þeim tíma þegar var verið að finna nafn þessa þá?
Ég meina flórsykur er hvítur og púðurkenndur eins og púður en púðursykur er brúnn og þéttur eins og flór.
HALLÓ það þarf ekki neinn sérfræðing til að sjá að þetta passar ekki.
Bara pæling....

Sunday, June 21, 2009

Trúmál.is

Forgiven
Thomas Blackshear

Hann Davíð minn byrjaði með heimasíðu sem heitir trúmál.is og er kristileg heimasíða sem kemur hefur að geyma mikið af upplýsingum fyrir hinn Kristna mann og fyrir þá sem vilja vita meira og þekkja Jesú. Ég eitt kvöldið samdi litla grein sem er byrt í dag og má finna hana hér http://trumal.wordpress.com/2009/06/21/fyrirgefning/. Þetta er eitthvað sem Guð bað mig um að skrifa því þetta er ekki eðlilegt fyrir mig að setjast niður og skrifa eitthvað svona hvað þá um miðja nótt vegna þess að ég gat ekki sofið. Ég vona svo innilega að þetta megi snerta við einhverjum og ég bið að fólk meigi kynnast Guði og Jesú Krist á annan hátt en það hefur.
Jesús elskar okkur öll ekki gleyma því.

Guð veri með ykkur í dag
Fjóla Dogg Halldórsdóttir

Saturday, June 20, 2009

Myndin var góð...

...og alsekki neitt hræðileg eins og ég hélt að hún myndi vara. Ég er alveg að ná að klára Marley and me en ég fór út í sundlaug í sólbað í morgun og las þar 1 kafla og hágrét, frekar kjánalegt en ég bara réð ekki við það. Við erum ný komin inn úr dyrunum eftir búðarrölt en hitinn er svo mikill úti að við erum alveg búin á því. Í kvöld er planið að baka pizzu með kalkúnahakki, tómötum, gulumbaunum, papriku og lauk ummmm... Við ætlum líka að fara í bíó eitthvað sem við höfum bara ekki gert neitt af síðan við fluttum s.s. ég er ekki búin að fara í bíó í rúmlega hált ár :-O SÆLL!!!!!! Myndin sem við ætlum að sjá heitir The Year One og er með Jack Black og Michael Cera endilega kíkið á þennan línk til að fá að sjá trailerinn og fleira mjög fyndið. http://www.yearone-movie.com/?hs308=YRO033&kw=the%20year%20one
En ætli ég reyni ekki að drusla mér í leikfimisfötin og koma mér og Davíð í smá leikfimi áður en við byrjum að undirbúa matinn.

Bless í bili over and out ;D

Friday, June 19, 2009

The Jacket...

...er Netflix mynd kvöldsins. Ég veit ekki hvort ég hafi taugar í hana en við sjáum til. Annars þá erum við búin að senda mail á íbúðarkverfið (drauma kverfið s.s.) og erum núna bara að bíða og sjá hvort við fáum íbúðeða ekki.
Davíð verður formlega séð Lögfræðingur á morgun en þá er útskriftin heima á Íslandi.
Það er að koma nammidagur og það ek ekki til neitt nammi á heimilinu algjört kræses :S (en það er hækt að leysa það með því að fara út í búð ;9).
En eins og þið kanski sjáið þá hef ég nánast ekkert að segja og segi þetta því bara gott.
knúsar Fjóla og co
p.s. ég er að koma heim eftir viku :D!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Moli er miklu betri...

...hann er ekki lengur að hoppa á þremur og virðist allur vera orðinn betri sem ég þakka Guði fyrir. Annars erum við í rólegheitum svona í moegunsárið, Davíð er að vinna í einhverjum verkefnum en hann fékk loksins listan yfir námskeiðin sem hann getur tekið í Georgetown þannig að hann er að velja hvað hann vill fara í. Ég held að ég fari að pakka niður í tösku þar sem ég er komin með ansi mikið af dóti og vil bara vera viss um að það komist allt fyrir í töskunni en ég hef ekki mjög miklar áhykkgjur af því að.
Ég er alveg að verða búin með Marley and me þannig að ég get farið að horfa á myndina einhverntíman í næstu viku vonandi. Það er spurning hvort ég skelli mér ekki út í sólina í svona klukkutíma allavegana.
Við værum mjög þakklát ef þið hafið okkur enþá í bænum ykkar varðandi íbúðarmálin og að það gangi allt upp.
En nóg í bili Guð belssi ykkur knúsar frá okkur á Flóró

Thursday, June 18, 2009

p.s.

Þið megið líka hafa Mola í bænum ykkar hann er að hoppa um á þremur fótum við vitum ekki afhverju en það gerðist eftir ströndina í dag :(.
Takk

Biðja fyrir okkur

Við vorum á ströndinni í dag þegar við fengum hringingu frá drauma íbúðarkverfinu. Þau þurftu að fá upplýsingar um bankareikninga sem hefðu ákveðið mikla upphæð inn á þeim til að við gætum fenið að sækja um en við eigum ekki það mikin pening inn á bankabók. Hún sagðist ætla að senda okkur þær upplýsingar sem hana vantaði en við höfum enþá ekki fengið neitt. Endilega ef þið gætuð bara beðið fyrir þessu með okkur að allt gangi eins og það á að ganga og að vonandi fari allt vel.
Takk fyrir
Fjóla og co

Wednesday, June 17, 2009

Thank you Sam and Simon

We just whantet to say thank you so so much for Molis T-shurt. He looks so good in it like a real Chihuahua ;D.

Thanks agen
Fjóla and Moli :D
Sam og Simon vinir okkar Mola úr hundafimini voru að gefa okkur þennan æðislega bol en á hinum stendur Muy Macho en henni fanst þetta vera svo alveg fyrir mola svona lítin og sætan Chihuahua rakka en ekki hvað ;).
kv Fjóla og co

Hæ hó jibbí jei og jibbíí jei....

... Það er komin 17. júní :D. Gleðilegan þjóðhátíðardag elsku bestu Íslendingar. Við óakum ykkur öllum til hamingju með daginn og biðjum góðan Guð að blessa ykkur öll og gefa ykkur dásamlegan dag.
Við hérna á Flórída ætlum að halda upp á deginn með því að hafa kalkúnabringu og sætarkarteflur með sykupúðum í kvöldmat og eitthvað gott í desert. Davíð held ég að sé svo með eitthvað planað sem ég má ekki vita :D.

Við söknum ykkar.

Ég, amma og Moli á 17. júní í fyrra
Fjóla, Davíð, Moli og Narta

Tuesday, June 16, 2009

Það styttist í ísland :D

Núna eru ekki nema 10 daga þangað til ég verð komin heim í faðm fjölskyldunar og vina og ég get varla beðið. Ég er svona ða leggja lokahöndina á það sem þarf að gera áður en ég fer eins og að kaupa fyrir fjölskylduna, byrja á því að senda mail á vini og anna mjög gáfulegt ;9.
í dag þurfum við Davíð að setja í slata af vélum og á meðan þvotturinn þvæst og þurkast ætlum við að sleikja sólina með góða bók (Marley and me ég er að reyna að klára hana áður en ég fer heim) því þvottahúsið er alveg við sundlaugina.
Annars höfum við það gott kanski allt of gott á stundum ;). Ég er alveg ógeðslega ánægð með litla ofninn okkar hann er algjör snilligur gæti ekki verið ánægðari meðann. Í gær bjó ég til lasagna með kjötsósu, gulum og svörtum baunum, brokkolí, kotasælu og svo auðvita lasagnablöðum og osti og það var hrein snild.
En nóg um það núna er komin sólbaðs tími því ég ætla að reyna að vera með einhvern lit þegar ég kem heim.
knús Fjóla og co

Monday, June 15, 2009

Komin heim...

...úr smá innkaupaferð. Við náðum að klára að kaupa margt sem þarf að kaupa áður en ég fer heim til Íslands og taskan fer óðum að fyllast ef hún er ekki full nú þegar :S.
við hjónin förum að skella okkur í smá leikfimi eftir smá áður en við komum heim og búum til heimatilbúið Lasagna sem við ætlum að baka í nýa ofninum okkar sem er algjör SNILD.
En nóg í bili.
Knúsar og kossar frá okkur

Og leitin heldur áfram

Við erum enþá að skoða íbúðir á fullu og vonast eftir einhverju góðu. Ég vonast til þess að við komumst yfir sem mest af eftirfarandi atriðum í dag

1. Skoða íbúðir
2. Reyna að klára að kaupa það sem þarf
3. Setja í þvottavél
4. Þrífa bílinn
5. Taka til
6. Senda mail á fólkið heima sem mig langar að hitta
7. Ljósrita uppskriftir fyrir Hlynsa

Vonandi gengur dagurin bara vel fyrir sig og ég næ að gera þetta allt ;9. N svona vegna þess að ég var að skoða myndirnar í tölvuni minni þá fann ég þessar af Mola og langaði að deila þeim með ykkur.

Þessar myndir eru frá 2006 held ég að það sé frekar en 2007. Moli fékk hnetusmjörsdollu til að sleikja restina úr og þetta er afrakstur þess

Svo gott....

Þið sjáið að tungan er þarna lenst ofaní dolluni að reyna að ná eins langt og hún getur og hann heldur alveg dauðahaldi á meðan ;D

Þessi er samt best hvernig honum datt í hug að koma sér í þessa stellingu það skil ég ekki :D

Kær kveðja Fjóla og co

Saturday, June 13, 2009

Íbúðarleit...

...er mjög taugastrekkjandi prosess. Við fundum hið fullkomna kverfi en því miður er engin íbúð laus fyrir okkur á þeim tíma sem við þurfum á henni að halda. Við ætlum samt að treysta Guði (þótt það sé erfitt stundum) og vonast eftir því að það losni íbúð fyrir okkur hjá þeim þar sem það á það til aðgerast en þá vitum við ekkert fyrr en í lok þessa mánaðar. Ég þarf því að taka á honum stóra mínum og treysta Guði fyrir þessu og vona að hann hafi eitthvað gott í hyggju fyrir okkur og vona ég svo sannarlega að það sé þetta drauma íbúðarkverfi sem ég er alveg fallin fyrir.
En nóg um þetta. Það eru gleið fréttir líka en við ákváðum að kaupa okkur í dag Toster oven sem er bara svona lítill ofn sem gerir nákvæmlega það sama og venjulegur ofn. En það er ástæða fyrir þessum kaupum. Við davíð erum búin að komast að því að þegar við erum dugleg að elda heima og nota ofnon hækkar rafmagsreikningurinn um alveg heilan helling alveg fáránlega háar upphæðir. Þessi ofn getur sparað okkur allt að 74% rafmagnsnotkun sem er alveg heill hellingur og vegna þess að við erum bara tvo þá passa öll eldföstmót, kökubotnar og lítil brauð og bollur vel í þennan ofn og erum við alveg rosalega ánægð með það. Þannig að núna það sem eftir er af dvöl okkar hér á Flórída ætlum við að gera tilraun og komast að því hversu mikið þessi ofn sparar okkur og nota ekkert stóra ofnin... ekki sniðugt :D?
En elsku fjölskylda og vinir þið megið vel halda áfram að biðja fyrir okkur með þessi íbúðarmál og hjálpa okkur að treysta Guði algjörlega og hjálpa okkur að sjá hans vilja fyrir okkur.
Guð blessi ykkur öll og við hérna á Flórída söknum ykkar mikið og elskum ykkur öll.
Knúsar Fjóla, Davíð, Moli og Narta

Meeko og Moli

This is for you Jón and Riss. We love you and miss you so much. I found this klipp of Moli and Meeko sins the were small and whanted to remined you that we are always there if you whant to talk.

Fjóla, Davíð and Moli

Friday, June 12, 2009

Strandarferð og íbúðar leit

Við litla fjölskyldan skelltum okkur á ströndina í morgun. Við vorum að prófa nýju sólhýfina okkar sem við fengum á alveg spott prís í Walmart og erum ekkert smá ánægð með ásamt rándýru strandarhandklæðunum okkar en þau eru alveg hjúts og gegjað flott.
Við stöldruðum við í rúmlega tvo tíma og höfum vonandi fengið smá lit nema Moli sem passaði sig að vera undir sólhlýfinni. Ég tók hann í smá labb og smá sund í sjónum og var hann bara sáttur með það. Það er líka gaman að segja frá því að Moli lék sér við stóran hund og það var svo gaman að sjá þá leika algjört æði.
Við erum búin að vera að eiða seinniparti dags í íbúðarleit og hefur það gengið ágætlega. Við erum búin að finna eitt kverfi sem við erum alveg ástfangin af og erum að vonast eftir að heyra frá þeim og geta bara tekið frá íbúðina strax. Ég væri mjög þakkát ef þið gætuð beðið fyrir þessu með okkur að þetta sé líka Guðs vilji og að hann opni dyr fyrir okkur.
En nóg í bili endilega hafið okkur í huga og að við verðum samþykkt í þessa íbúð.
Bestu kveðjur Fjóla og co
Þegar Davíð var að setja sólhlýfina okkar upp var Moli ekki lengi að finna skuggan og leggjast þar

Moli á litla strandhandklæðinu sínu ;D

Davíð og Moli undir hlýfinni en ég var í sólinni að reyna að fá lit sem ég vona að hafi tekist.

Thursday, June 11, 2009

Myndir frá gærdeginum

Í gær var síðasti bóka klúbburinn minn. Allar áttum við að koma með eitthvað og mér fanst þá alveg tilvalið að koma með íslenskar pönnukökur upprúllaðar með sykri og voru þær mjög hrifnar af því :D. Við Davíð áttum svo góða kvöldstud þar sem við lásum ljóðin hans Davíðs Stefánssonar, Jónasarbók og litla smásögu úr sömu bók og sagan sem ég setti hérna inn um daginn.
Núna er svo palnið að kíkja smá út með Mola og hella okkur svo í íbúðar mál og reyna að komast til botns í þessu. Við erum að velta því fyrir okkur að senda kanski Davíð bara áður en ég fer til D.C vegna þess að taka Mola er of dýrt þannig að það er best að hann fari áður en ég fer til Íslands. En þetta er allt enþá bara pælingar ekkert ákveðið enþá. Ég er farin að vona að ég geti farið með Mola til afa og ömmu þegar þau koma til Flórída og vera með þeim í nokkra daga og auðvita þegar pabbi og mamma koma.
En hér koma myndir gærdagsins göriði svo vel.

Moli að skoða íkornana út um gluggan en þear við erum að vinna í tölvuni þá finnst onum ekkert skemmtilegra en þgar ég opna gluggan og leifi honum að halla sér fram á gluggakystuna

Jesus loves you... þetta er ein af kökunum sem ég fékk í gær um um um....

Þarna er svo bókaklúbburinn minn það vantar reyndar einhverjar en þetta er vona meira en minna hann.
Frá vinstri aftari röð: Kenisha, Donna, Ég, Sherry, Debra og Lynette
Frá vinstri fremri röð: Maggy og Mary

Þegar ég kom svo heim í gær þá sátu mennirnir í lífi mínu úti á svölum og biðu eftir mér.
Krúttí pútt.

Sunday, June 07, 2009

Nýjar fréttir

Ég hef ekki verið dögleg að segja miklar fréttið upp á síðkastið það gæti eitthvað tengst commenta hallæri... ég veit það ekki, ég drekk ekki mjólk ;D. En ég ætla að bæta úr því.
Við davíð höfðum það kósý yfir helgina og horfðum alveg heilan helling á How I met your mother sem er nýi uppáhalds þátturinn minn en ég mæli með því að ef þú ætlar að byrja að horfa á hann þá verður þú að byrja á byrjuninni annars fattar maður ekki alla djókana. Ég bjó til pizzu í gær handa okkur og var hún mjög góð enda með öææu þvísem okkur finnst gott en ég var að prófa í fyrsta sinn að hafa kalkúna hakk... mjög gott ;).
Í dag vöknuðum ið svo snemma og fórum út með Mola smá hring áður en við fengum okkur morgunmat amerískar og scrambeld egg, kikrja var svo klukkan hálf 11 en eftir hana fórum við í Mini Golf :D... oh ég elska mini golf. Ég náði rétt svo að vinna davíð í golfinu og það var SWEET :D en ekki hvað ;9. Á leiðini heim frá stopuðum við í búð til að kaupa netlykil eitthvað dót Davíð verður að útskýra það.
Núna erum við heim, Davíð er úti á svölum með Mola að taka til í tölvuni sinni og ég sit hérna inni búin að fara yfir allar breskumyndirnar á Netflix til að sjá hvað mig langar að sjá. Einig er ég búin að fara yfir megnið af söngleikjamyndunum ásamt mörg 100 öðrum. Þá var bara komið að því að blogga og husta á Eurovision 2008 en það þarf að vera alveg með Eurovision mentalitetið þar til maí 2010 NORGE YESSS!!!!!!!!!!!!
En hér koma myndirnar fyrir ykkur elskurnar.
Blessó ;)

Jæja þarna erum við mætt í gólfið hress og kát en á svæðinu eru bæði krókódílar og Iguanas

Þessi komst ekki lengra en á aðra holu ;)

já já þú hittir rosa flott hjá þér ;9

.... það virkaði við féllum í grifjuna ;)

Þessi hola var erfið

Þessir voru með veiðistangir með pulsubita á endanum til að gefa krókódílunum að éta ekkert smá spennó :D

Þessi er frá kirkjunni í dag en þetta er Donna sem er leiðtogi bókahópsins okkar hún er algjört æði.

Þessi er frá því fyrr í vikuni þegar við prófuðum badnmíntonspaðana í fyrsta sinn en það var heljarinnar svita bað enda sjóð steikjandi heit. Við tókum Mola með og hann lá bara í skugganum allan tíman, másaði rosalega og þver neitðai að hreyfa sig

Vatnið var orðið heitt eftir svona 5 mínútur

Við tókum smá myndatörn á börnunum og hér er afreksturinn.

Ef maður vissi ekki betur mætti halda að hann væri með hundaæði ;) en þetta er svo ekki natural look á honum ;9

Litlu krúttin saman en hún er svo ekki vitund hrædd við hann

Já við erum krútt ég veit það mamma ohh...

Moli... Moli ertu vakandi?

Jæja ég fer það bara eitthvað annað