Saturday, February 21, 2009

Mynda FLÓÐ!!!!!

Í dag var góður dagur. Við ákváðum að fara ekki á síðasta fyrirlesturinn með Joyce vegna þess að þetta er soldin spotta frá ok bílastæði dýr og óþægileg. Við sáum samt ekki mikið eftir því þar sem við ákváðum í staðin að kíkja á hundaströnd sem er hérna hjá pabba og mömmu og þvílík snild sú strönd. Þetta er alveg risa svæði sem er alveg hreint til fyrirmyndar. Eini gallin er sá að hundarnir verða að vera í taum sem var alveg jafn erfitt fyrir mig og Mola að sætta sig við því hann hefði tapað sér ef hann hefði fengið að hlaupa. Ég lét hann þó synda og svei mér þá ef honum er ekki bara farið að finnast það skemmtilegt.
Eftir ströndina ákváðum við að fara á Taco Bell en á leiðinni þangað sáum við þennan snildar útimarkað og ákváðum við að skella okkur þangað. Þessi markaður var með alskonar svona listmuni sem fólk hefur verið að búa til og sá ég markt skemmtilegt. Moli fékk að rölta um með okkur og hitti fult af hundum sem honum fanst nú ekki leiðinlegt.
Núna erum við komin heim og við erum öll útkeyrð en þó sérstaklega Moli. Ég ætla nú samt að peppa mig upp í að fara kanski út að skokka en allavegana gera magaæfingarnar sem ég gleymdi að gera í gær :S.
Annars er Davið á fullu að dæma í Jessup núna og hefur alveg hreint mjög gaman af því enda ekki við öðru að búast.
En njótið vel myndana úr FRÁBÆRU myndavélinni minni sem ég gæti ekki verið ánægðari með :D.

Þarna er Moli minn að synda svo rosalega duglegur

Þarna er hann að fara í aðra sundferð en þær voru nokkrar. Hann er svona eingnlega eins og blaut rotta ;)

Við á hraða spretti eftir ströndinni svona til að hann gæti fengið að hlaupa eitthvað

Sæti sæti blauti

Ofboðslega fallegt umhverfi þarna

Ég kís að kala þessa "Fína fólkið úti að labba með Prinsahundinn"

Fallegi á njóta sín á ströndinni

Pabbi hjá RISA stráum

Þarna erum við svo komin á þennan útimarkað og þessi maður bjó til aðskonar hunda dót t.d. þessa eyrnalokka og nælur en þarna eru Chihuahua eyrnalokkar

Ég varð alveg ástfangin af þessu listaverki en það heitir "The frut of the Womb" en þessi gæji var með alveg hreint frábæra muni til sölu

Þarna er svo bjórflösku órói ;)

Þessi mætti svo bara á svæðið eins og ekkert væri sjálfsagðara beint úr fornöld ;)

Þessi fanst mér alveg frábær en fyrir þá sem skilja ekki ensku þá stendur þarna "Hjálpið til við að stöðva hunda nekt" ;). Éf féll alveg fyrir tveimur bolum sem ég sé eftir að hafa ekki keyfr en annar er þarna á myndinni konan er að teigja sig í hann og það er mynd af íkorna á honum og hnetum og á honum stendur "Where are my NUTS" (Hver eru kúlurnar/hneturnar mínar) og svo var annar sem á stóð "Biches love me" (Tíkur elska mig)

Moli hjá afa og ömmu sín

Moli hitti marga hunda en þegar hann hitti þennan Tjúa varð hann ekkert smá glaður og það sást langar leiðir að hann var miklu glaðari að hitta hann en aðra hunda. Hann þekkir sitt kyn.

Þessi er svo á leiðinni heim en þarna er hann alveg búin og núna meðan ég skrifa þetta liggur Moli hérna hjá mér og sefur elsku dúllan.

En njotið og endilega skiljið eftir skilaboð það er svo gaman að sjá hverjir koma
Kveðja Fjóla og Moli

4 comments:

Riss! said...

WOW WOW WOW! It´s a D60, yeah? We love our baby so much, I can´t imagine not having that camera. The quality is insane. We just want to get a more powerful lense/flash. It´s amazing for outside photography (as you can tell)! Yay! So happy for you guys!

Anonymous said...

Knúsar frá Aflagranda 7 ;o)
Við erum náttla alltaf að kíkja á bloggið þitt og Davíð =D

Anonymous said...

Enn gaman að fá myndir ekki smá stór strá!
Samt frekar lélegt að meiga ekki hafa lausa hundana á ströndinni :/

Kristín

Helga said...

Geggjuð strönd, en fúlt að þurfa hafa hundana í taum. Debates the whole point af því að hafa hundaströnd (svo ég sletti smá :þ) Geggjaðar myndir líka úr þessar vél :D Snilldar bolir líka hefði alveg getað hugsað mér að troða Fróða í svona, bara svo hann sé nú ekki að ýta undir hundanekt :þ
Trúi vel að Moli bregðist öðru vísi við tjúum, alveg sama með Fróða. Honum dettur sko ekki í hug að gelta á tíbba sem hann hittir, áttar sig strax að þetta er hans kyn og vill bara leika við þá :D
Knús og kveðjur frá mér og Fróða sætasta