Saturday, February 21, 2009

Annar dagur með Joyce Meyer

Við Mamma fórum aftur í morgun og hlustuðum á Joyce og var hún alveg reint frábær eins og daginn þar áður. Hún talaði aftur um lækninguna við stressi og var hún alveg full af eldmóði og kom skilaboðunum vel frá sér. Ég ælta að leitast eftir því að finna þessa fyrirlestra hennar á netinu og setja þá hér inn svo þið getið séð þá líka. Það var annar fyrirlestur núna í kvöld en við ákváðum að fara ekki á hann. Það verður svo einn á morgun og veit ég ekki hvort við skellum okkur á hann en við sjáum bara til. Það var mikið lagt áhersla á að standa saman sem þjóð og biðja fyrir Bandaríkjunum. Maðurinn hennar Joyce Dave talaði og sagði í stuttu máli frá sögu Bandaríkjana að þau hefðu verið stofnuð á Kristini trú og það hafi verið grunnur alls. Joyce fór svo út í það sama og sagði að ástæðan fyrir því að allt væri í óefni komið hér í Bandaríkjunum væri vegna þess að það væri alltaf verið að reyna að stroka Guð út úr öllu og að hún skildi það bara ekki að fólk sæi þetta ekki. Hún kom með gott skot a þá sem trúa á þróunarkenninguna sem var mjög skemmtilegt að heyra því hún er sko ekkert að fela því sem hún trúir ;). Hún sagði bara "Mér er alveg sama hvort ég sé að særa einhvern en þetta er SANNLEIKURINN"
Ég verð altaf hrifnari og hrifnari af henni og ætla svo að leifa öllum sem vilja að njóta þessara fyrirlestra þegar ég finn þá á netinu.
Davíð minn er komin til Miami og er að láta sér leiðast á mín (saknar mín svo) en hann ætlaði að skella sér í bíó á einhverja mynd og reyna að láta tíman líða.
Núna þarf ég að fara að leggja á borðið því pabbi er að ná í pízzu og við erum að fara að borða. En að lokum fáið þið myndir af Mola úr nýju vélinni en ég er enþá að læra ða horfa í gegnum augað á vélinni til að taka myndir þannig að ég er ekki alveg í miðjunnu eða ekki alveg eins og ég vil hafa það, en njótið vel.
Kær kveðja Fjóla og Moli

1 comment:

Davíð Örn said...

Jeeeiiii....gaman að lesa bloggið þitt!!

Hlakka mest til að sjá þig á morgun...knús!