Monday, February 09, 2009

Komin heim

Þá erum við litla fjölskyldan aftur saman á ný og komin í íbúðina okkar í St. Petersburg. Við Moli áttum alveg æðislegan tíma með pabba og mömmu eins og alltaf og æðislegt síðasta kvöld með Davíð þar sem við fórum út að borða á Don Paplos sem er Mexicanskur staður og var bara alveg hreint til fyrir myndar. Við tókum svo bílin í gegn með pabba og mömmu á sunnudeginum enda var húddið orðið ljótt af öllum hitanum en núna er bíllin nánast eins og nýr enda búið að fara alveg endalausar bónferðir á húddið til að gera það fínt. Við lögðum svo heim á sunnudagseftirmiðdegi en vorum ekki komin í íbúðina fyrr en að lánlgast 9 um kvöldið en það var eitthvað slis á leiðinni sem seinkaði ferðinni og við stoppuðum í B.J´s að kaupa inn.
Núna er ég ein heima með Mola og við erum að taka því rólega eftir að hafa hjólað (Moli hljóp meira að segja smá með) áleiðis með Davíð í skólan hans og eftir heljarinnar bað og snyrtingu á Mola en það var sko alveg kominn tími til, hann var orðinn vel druslulegur enda ekki búin að fara í snyrtingu síðan fyrir jól.
Moli fer svo í hundafimi í kvöld með mér og er það alltaf gaman. Ég þarf ekki að taka Toful prófið fyrir hundaatferlisfræði námið sem er mjög gott og gerir það að verkum að auðveldara sé fyrir mig að sækja um námið núna en ég þarf að skrifa 500 orða ritgerð um afhverju þetta nám og eitthvað fleira.
Núna ætla ég að fara að skella einhverju í mig að borða enda komið rúmlega hádegi hér en ég bið ykkur vel að njóta myndanna.
Jæja þarna er allt gengið og Fabio Moli sem er að verða ekkert smá flottur

Já hitin er orðin það mikill ða pabbi má valla hreifa sig þá rignir svitadropum og Davíð er farin úr að ofan :D

Moli þreyttur í Bj´s verlunarferð

Moli að horfa út um gluggan í umferðarteppuni á I-4 fanst þessi guli bíll mjög merkilegur

Þarna er svo Moli fyrir snyrtingu og bað

Buxur og skott

Loppur

Moli eftir snyrtingu og bað

Loppur

Buxur og skott
Kær kveðja Fjóla og Moli ein heima að chilla :D

3 comments:

Davíð Örn said...

Ofsalega er hann Moli okkar fínn og flottur. Þú ert svo klár :D Ég hlakka mikið til að sjá þig á eftir þegar ég er búinn upp á bókasafni! Knús og kram.

Riss! said...

Oh! It looks so very warm and nice!

Helga said...

Vá hvað Moli er sætur og fínn eftir snyrtinguna :D Var að blogga og setja inn myndir :D
Knús frá mér og Fróða