Tuesday, February 24, 2009

Fréttir af litlu fjölskyldunni

Í gær eftir að Davíð var búin í skólanum fór hann á svona málfund þar sem saman komu Kristinn Prestur, Gyðingur og Múslimi og voru að ræða munin á milli trúarbragðana. Davíð var nú ekkert sérstaklega hrifin af því hvernig þeir svörðuðu þá sérstaklega þessi Kristni. Eftir það ákváðum við að hjóla út á hundaströndina sem er hérna hjá okkur. Við hjóluðum með Mola í körfuni framaná hjólinu mínu og þegar við vorum komin inn á svæðið (sem er mjög stórt) létum við Mola hlaupa að hundaströndinni (sem tók hann svona 20-30 mín). Þegar þangað var komið kíktum við í smáhundagerðið og hitti Moli fult af voffum sem hann lék sér við á fullu var svo glaður að fá að hitta hunda að hann var alveg að springa. Þð voru meira að segja tveir tjúar og einn tjúablendingur. Sá sem hann náði mest að leika við var fjögra mánaða Dachshund hvolpur sem var svo skemmtilegur og elti Mola í eltingaleik sem honum finnst skemmtilegra en allt ;).
Það tók okkur allt í allt tæplega 3 tíma að hjóla þetta fram og til baka og vorum við mjög þreytt þegar við komum heim enda búin að hjóla 36 km. Seina um kvöldið fór ég svo í hundafimina með Mola og ´voru vinir hans þeir Cowboy (Jack Russel Terrier) og Simon (alskonar blanda) mjög glaðir að sjá hann og tóku vel á móti honum.
Núna er ég svona að velta því fyrir mér hvað ég eigi af mér að gera og það koma nokkrar hugmyndir upp í kollinn. Ég þarf allavegana að hreyfa Mola og svo kanski les ég eitthvað því það er ekki nógu heitt að fara út í sólbað :(. I kvöld ætlum við Davíð svo að kíkja í bíó á einhverja góða mynd veit ekki hver verður fyrir valinu.
Guð belssi ykkur alltaf og veri með ykkur
Kær kveðja Fjóla og Moli

1 comment:

Helga said...

Geggjad ad Moli fekk ad hitta alla tessa voffa. Eg tyrfti einmitt ad athuga hvort tad se svona hundasvædi nalægt tar sem eg er ad flytja. Frodi var svo gladur ad fa ad leika vid Schnauzer tikina og vantar svo ad eignast fleiri voffavini. Eg er nu alltaf ad thrista a Camillu ad fa ser voffa, en tad verdur samt ekki fyrr en hun flytur i sumar eda haust.
Svo er lika bannad ad kvarta yfir vedrinu i tessum færslum hja ter, SKAMM.
Knus og hlyjar kvedjur ur kulda og vosbud.