Tuesday, February 03, 2009

Klósettið komið í lag :D

Jæja loksins er klósetið komið í lag eftir tveggja og hálfs dags bilun. Ég hékk bara heima í dag og labbaði út á skrifstofu til að reka á eftir þessu og beið og beið og beið en engin kom þannig að þegar Davíð kom heim af bókasafninu um fimm leitið þá hringdi hann aftur og við fengum bar asendan kall strax og hann kom inn og drullusokkaðist í nokkrar mínútur og svo var það búið og allt í lagi. Hann sagði reyndar það það þyrfti að skipta um einhverja parta í vatnskassanum þannig að það var ekkert sem við hefðum getað gert sjálf.
Annars er búið að rigna í allan dag og ekkert skemmtilegt veður þannig að Moli fékk enga göngu fyrir utan það að labba með mér út á skrifstofu. Við fórum samt í hundafimi í kvöld og stóð hann sig alveg rosalega vel enda ekkert smá kæár. Við vorum í hópi með Cowboy í dag sem er Jack Russel Terrier en alveg rosalega chillaður.
Núna eru pabbi og mamma komin til okkar og ætla þau að vera svo yndisleg að passa Mola fyrir okkur á morgun meðan við förum í Bush Garden :D gaman gaman gaman......
Núna erum við að fara að gera okkur til að fara í háttinn því ekki er gott að fara of seint að sofa enda ætlum við að reyna ða fara í smá rækt í fyrramálið áður en við leggjum afstað.
En nóg í bili við biðjum bara öll að heylsa og eigið góðan dag á morgun :D

3 comments:

Anonymous said...

ohhh ég hef farið í bush garden ! sjúkur garður :D:D
Skemmtið ykkur sjúklega vel ;*

og fariði í alla rússíbanana fyrir mig þar sem ég þorði ekki hehe :p

en já Fjóla þú mátt alveg adda mér á msn ef þú vilt :D
mariannamag@hotmail.com

Fjóla Dögg said...

já ég adda þér strax og ég get en það er eitthað vesen með msnið hjá mér akkúrat núna.
En það var eitthvað lítið úm rússíbanaferðir í dag enda er ég skít hrædd við þá og Davið vildi ekki fara einn. En ekki örvænta við eigum eftir að fara oft erum nefnilega með ársmiða ;).

Kveðja Fjóla

p.s. það koma myndir í kvöld eða á morgun ;)

Anonymous said...

Gott að klósettið sem komið í lag ;)

Kristín