Sunday, February 15, 2009

Moli á ströndinni

Við fórum á ströndina aftur í gær á Valentínusardaginn. Veðrið var alveg hreint frábært og við nutum okkar í botn. Við tókum með okkur handklæði í þetta skiptið til að geta setið og notið okkar, horfa á hundana í kring og eigendurnar. Það virðist vera að það meiri hlutin af því fólki sem nennir að eiða stórum hluta dags síns með hundinum sínum sé annaðhvort samkynhneigð pör, barnlaus pör eða einhleipir það var allavegana það sem við Davíð fengum á tilfinninguna. Moli naut þess ýmist að sitja hjá okkur og sleikja sólina, eða rölta um og þefa af ÖLLu eða heilsa upp á nálæga hunda en hann er farin að standa sig miklu betur að vera ekki svona lífs hræddur þegar stórir hundar koma hlaupandi upp að honum og vilja þefa. Hann er farinn að taka bara nokkuð vel í það að þeir komi og vill þefa af þeim líka en samt helst bara þegar þeir súna baki í hann ;). Við kíktum svo í smáhundagerðið þar sem var mikið um að vera og fult af hundum. Moli hitti nokkra sem hann hitti líka síðast og loksins þorði hann að espa þá upp í að elta sig og það var sko gaman að sjá enda hefur hann ekki fengið tækifæri á að espa neinn í að elta sig síðan hann kom út nema kanski pabba sinn en það ernú samt engin hætta á að hann nái honum neitt í bráð. Kallin sem átti hundana sem Moli var að láta elta sig sagði að hann væri ekkert smá snöggur samt sem áður náið hans voffi honum og rúllaði honum smá efgir grasinu og tók smá í hann í Rough leik sem Moli er nú yfirleitt ekki hrifin af en hann var samt ekki hræddur eins og han hefði verið undi öðrum kringumstæðum.

Eftir að hafa verið í um tvo og hálfan tíma að leika okkur með Mola fórum við heim og gerðum okkur til að fara út. Við kíktum í nokkrar búðir en keyftum ekkert nema eitthvað smálegt í Dollar Tree sem er 1. Dollara búð. Þar sem Valentínusardagurinn var í gær ákváðum við að fara út að borða og varð ítalski staðurinn Carrabas fyrir valinu. Við fyrst fórum á einn sem var rétt hjá Mollinu sem við höfðum verið í en það var hvorki meira né minna en 80 MÍNÚTNA bið þar þannig að við sögðum ekki séns og ætluðum að leita eitthvað annað. Sem betur fer var ekki nema 20 mínútu bið á öðrum Carrabas sem var nær okkur og brunuðum við þangað og komumst fljótt að. Maturinn var mjög góður en við fengum okkur bæði pízzur og tókum svo afgangin með heim sem við hámuðum í okkur í hádeginu í dag ;).

Í morgun fórum við svo í kirkju í PPC en hún er í göngufæri heimanað frá okkur sem er mjög þægilegt. Við ætlum svo að fara í kvöld á Class 101 sem er boðið uppá í kirkjuni frir þá sem eru nýjir í kirkjunni til að kynna fyrir þeim starfsemi kirkjunar og annað þessháttar. Ég ætla ekki að hafa það lengra í dag en endilega njótið myndbandsins af Mola að synda í sjónum en við erum að reyna að venja hann við því að þora út í vatnið en hann er svo hræddur við öldurnar eins og þið getið séð á myndbandinu en þetta á allt eftir að koma hjá honum ;).

Ég ætla að reyna að vera dugleg að setja inn myndbönd af honum þá sérstaklega fyrir afa og ömmu pörin mín sem ég veit að sakna hann mjög mikið.

Kær kveðja Fjóla og Moli

p.s. endilega kíkið á bloggið hans Davíðs líka til að sjá fleiri myndir

5 comments:

Halla Marie said...

Gamna að sjá myndbandið með Mola að synda. Var fyrst svoldið hrætt um hann myndi ekki ná þessu, En að sjálfsögðu tókst honum þetta. Gott hjá ykkur að fara útt að borað á valentínusardaginn. Jæja bless í bili

Davíð Örn said...

Moli sundgarpur!!! Held að við þurfum að fara að fjárfesta í almennilegum sundgalla á hundinn ;)

knús-Davíð

Fjóla Dögg said...

hei talandi um það þá er hækt að kaupa svona björgunar vesti á hann svo hann fljóti frekar það er kanski ekkert vitlaust að kaupa svoleiðis á hann :D.

Helga said...

Vá, geggjað að sjá myndaband. Moli er allavega duglegri að synda en Fróði, það er á hreinu. Þeir eiga það þó sameiginlegt báðir að taka stefnuna beint á þurrt land. Ég sæi nú Mola alveg fyrir mér fljótandi einhverstaðar í björgunarvesti :D
Knús og kveðjur frá mér og Fróða

Anonymous said...

Æjjj hvað hann er duglegur lítli ! Ég get nú bara alveg sagt þér það að Tara myndi ekki fyrir 5 aura fara út í vatnið ég get bara verið þarna sjálf og hún situr bara að bíður á þurru landi og passr að ég nái ekki í hana því hún ÆTLAR ekki útí....
En samt æðislegt að moli lítli sé að koma til og vilja leika við aðra voffa