Saturday, February 28, 2009

Dagurinn í dag

Ég á það til að láta mér leiðast þegar Davíð er að skrifa ritgerðina sína og oft geri ég þá ekkert allan dagin af viti. En ég hef tekið ákvörðun um að reyna að hætta því og gera frekar eitthvað skemmtilegt úr deginum. Svo í dag fór ég út með Mola í labbitúr eins og alltaf og svo tókum við okkur hjólatúr eftir labbið. Ég fór svo í sturtu og gerði mig til að fara út í búð og versla í bananabrauð.
ég er semsagt búin ða baka banana brauð og banana muffins í dag og er ekkert smá ánægð með mig. Moli er svo búin að fá annan stuttan labbitúr og svo er planið að fara út að skokka með kallinum um 6 leitið. í kvöld verða svo hálfgerðir afgangar í matinn sem er altaf takmarkað skemmtilegt en kanski er hækt að fá sér smá ís í afgang það bætir allt upp ;).
Ég er svo að vonast til að fá Davíð til að horfa með mér á Önnu í Grænuhlíð í kvöld en það er náttúrulega mest kósý og þá get ég látið mig dreyma um að fara til Prince Edvard Island einhverntíman.
Pabbi og mamma ætla að kíkja til okkar vonandi í nokkra daga á morgun eða hinn. Þau hafa seinkað heimkomu sinni til 18 mars og er það alveg hreint æðislegt fyrir okkur.
En nóg í bili over and out...

1 comment:

Anonymous said...

O þú ert svo dugleg :D

Kristín