Tuesday, February 10, 2009

Góðar fréttir :D

Við fengum símtal frá pabba og mömmu í Deltona núna rétt áðan með alveg hreint frábærum fréttum.... Davíð komst inn í Georgetown í Washington D.C. sem er 14 besti lögfræðiskólinn í Badaríkjunum. Hann kostar samt litlar $40.000 dollur sem er ekkert lítið en það borgar sig líklega inn the end því betri skóli því betri laun. Núna þarf bara að biðja og biðja fyrir því að við getum fjármagnað þetta sama hvernig við gerum það. Við sjáum hvernig fer með námið mitt og hvort ég þurfi að fara að fá mér vinnu við þurfum að skoða þetta allt saman.
Annars fórum við Moli í sólbað í dag og ég lét hann synda smá í sundlauginni sem honum fanst ekki neitt sérstaklega gaman.
En nóg um það ég segi ekki meira að sinni en bara bið að heilsa öllum og vonast til að fá fult af commentum hvað þið eruð að gera ;)
Kveðja Fjóla og Moli

4 comments:

Dagný said...

vá frábært!! Til hamingju með þetta!
Georgetown er flottur skóli!
Vonandi finnst leið til að fjármagna þetta ef þið ákveðið að fara þangað :)

Anonymous said...

Hæ hæ,
Mjög gaman að geta fylgst með þér hérna, vonandi gengur þetta allt vel hjá ykkur!
Kv. Anna, Eldur og Frímann

Anonymous said...

Til hamingju!!!!

kv Berglind og Jónó

Helga said...

Æðislegt, hamingjuóskir til Davíðs. Ekki hafa áhyggjur af fjármálunum, Guð sér fyrir svoleiðis smáatriðum :D Knús frá mér og Fróða
P.s. vá hvað Moli er sætur á þessari mynd