Friday, February 20, 2009

Joyce Meyer :D

Jæja þá erum við mamma komnar heim eftir alveg hreint frábæran fyrirlestur hjá Joyce Meyer í kvöld. Hún er hérna í Orlando og er að halda fjóra fyrirlestra í kvöld, morgun og laugardag. Hún var svo skemmtileg að við hlóum og skemmtum okkur konunglega meðan við tókum inn góðan boðskap frá Guði. Hún mun fjalla um þessa helgi að við eigum að gefa sálinni frí. Málið er það að þegar við verðum stressuð og pirruð þá tökum við það svo oft inn á sálina okkar og segjum þá og gerum hluti sem við hefðum helst ekki viljað gera. Þegar viðfinnum að þessi tilfinning er að koma yfir eigum við að stoppa og gefa sálinni frí. Ég tók þetta mjög til mín því þetta á svo við mig og vona ég að ég geti náð að tileinka mér þetta hugarástand. Hún sagði líka að sama hvað gerist og hvað djöfullinn reynir að taka allt frá okkur þá getur hann ekki tekið burtu frá okkur jákvæða hugsun og að við ættum að tileinka okkur það. Ég vona að við mamma förum aftur á morgun í fyrramálið kl 10 að hlusta á hana því ég hafði mjög gaman af og fanst mjög gaman að hafa mömmu með mér.
En með annað ekki síður skemmtilegt er það að hann Davíð minn komst inn í UCLA sem er háskólinn í Las Angeles. Það voru eingöngu 60 mans sem komust inn af 900 sem sóttu um og er það alveg fáránlega gott og hver skildi hafa hjálpað okkur þar.....uuuuu GUÐ!!!!!!! Við erum alveg í skýjunum en þetta gerir það að verkum að við þurfum enþá meir að hugsa hvað skal gera. Annað þá er ég alveg að springa ég er svo ánægð með nýju myndavélina okkar og þið fáið að njóta myndana hér á eftir frá ráðstefnunni en það mátti ekki vera með flass þannig að þið getið séð árangurinn sem er alveg fáránlega góður. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili þar sem klukkan er rúmlega 11 og ég ætla ekki að sofa frá mér allan daginn á morgun. Guð geymi ykkur og meigi þið fá að upplifa hann meir og meir með hverjum deginum :D

Hérna er hljómsveitin byrjuð að spila

rosa stuð

Fólk var alveg heillað

Joyce í sálar fríi ;)

4 comments:

Helga said...

Vá, hvað þetta hlýtur að hafa verið geggjað. Vona að þið skellið ykkur aftur í fyrramálið. Annars er þetta greinilega mjög góð vél, svaka góðar myndir úr henni allavega miðað við aðstæður.

Davíð Örn said...

Þetta eru geðveikar myndir!!! Ofsalega flott!!!

Það er yndislegt að heyra hvað var gaman hjá þér og ykkur á þessari samkomu. Skemmtið ykkur ofsalega vel og ég hlakka til að sjá þig á Sunnudaginn!

Knúsar
Davíð

Anonymous said...

Góða skemmtun og til hamingju með nýju myndavélina :)

Anonymous said...

Hæ Hæ,

I got your text this morning, and also read the good news on David´s blog! Congratulations! Well, you know I vote UCLA, hehe.

We still are not too sure what we are gonna do. We have knocked on lots of doors, and are now just waiting for the answers.

-Rissy Roo