Thursday, February 12, 2009

Florida´s State Fair

Hérna í Tampa er svona hálfgerður sirkus sem þeir kalla Florida´s State Fair. Það var verið að fjalla um þetta í fréttunum áðan vegna þess að það er ókeypis í dag af einhverjum ástæðum mér ókunnum. En það sem ég vildi sagt hafa er það að þeir voru að taka fyrir hvað er verið að bjóða uppá sem snakk í garðinum og hér kemur listin:
1. djúpsteiktar baunaspírur
2. Djúpsteiktar Oreo kökur
3. Djúpsteiktar kúlur af kökudegi/Cookiedough (svona eins og súkkulaðibita köku deig)
og síðast en ekki síst
4. Beikon dýft ofaní súkkulaði!!!!!!!
Jæja gott fólk hvað finnst ykkur um þetta? Endilega tjáið ykkur ég hefði gaman af því að heyra hvað þið hafið að segja ;D.
Kanin er ótrúlegur

8 comments:

Helga said...

Ég segi nú bara eins og Norðmennirnir: Æsh!!! Semsagt OJBARASTAÐ.
Þeir hefðu alveg eins geta kynnt þetta sem ókeypis kransæðastíflu.

Fjóla Dögg said...

já við bara göftum þegar við heyrðum þetta

Anonymous said...

Ja thetta er rosalegt disu list ekkert a thetta en eg vaeri til i kokudeigid MMMMMmmmm :)

Kv Disa og Hlynur

Anonymous said...

Ég er orðlaus.. Það er enginn eins og kaninn!

Íris

Anonymous said...

nei það er sko engin eins og kaninn algjör klikkun.

Fjóla

Anonymous said...

Ój þetta myndi ég nú ekki vilja smakka hljómar allt jafn ógeðslega.. Passar líka engan vegin að blanda beikoni og súkkulaði saman eða það get ég ýmindað mér hef nú ekki prófað það enda borða ég ekki beikon ;)

Anonymous said...

beikon.. good!! chocolate.. good!! ;)

kv Bebe

Anonymous said...

HAHAHA bara FYNDIÐ? :D

Fjóla