Saturday, February 28, 2009

Dagurinn í dag

Ég á það til að láta mér leiðast þegar Davíð er að skrifa ritgerðina sína og oft geri ég þá ekkert allan dagin af viti. En ég hef tekið ákvörðun um að reyna að hætta því og gera frekar eitthvað skemmtilegt úr deginum. Svo í dag fór ég út með Mola í labbitúr eins og alltaf og svo tókum við okkur hjólatúr eftir labbið. Ég fór svo í sturtu og gerði mig til að fara út í búð og versla í bananabrauð.
ég er semsagt búin ða baka banana brauð og banana muffins í dag og er ekkert smá ánægð með mig. Moli er svo búin að fá annan stuttan labbitúr og svo er planið að fara út að skokka með kallinum um 6 leitið. í kvöld verða svo hálfgerðir afgangar í matinn sem er altaf takmarkað skemmtilegt en kanski er hækt að fá sér smá ís í afgang það bætir allt upp ;).
Ég er svo að vonast til að fá Davíð til að horfa með mér á Önnu í Grænuhlíð í kvöld en það er náttúrulega mest kósý og þá get ég látið mig dreyma um að fara til Prince Edvard Island einhverntíman.
Pabbi og mamma ætla að kíkja til okkar vonandi í nokkra daga á morgun eða hinn. Þau hafa seinkað heimkomu sinni til 18 mars og er það alveg hreint æðislegt fyrir okkur.
En nóg í bili over and out...

Friday, February 27, 2009

Strandarferð

Við Moli kíktum í hundagarðinn okkar góða og á ströndina þar og skemmtum við okkur konunglega. Ég lá í sólbaði og las Joyce meðan Moli ímist lá hjá mér eða rölti um og heylsaði upp á staka hund. Ég var ekki laus við að fá blauta kossa heimsóknir frá pitt bullum og labradorum sem var alveg ágætt ;). Ég set hérna inn eitt myndband af kallinum ásamt tveim myndum og vona ég að þið hafið gaman af.
Við hittum þennan þrífætta hund sem átti ekki mikið erfitt með að fara ferða sinna og það er eins og hundarnir tóku ekkert eftir þessu.

Moli blautur eftir smá hundasund



Hérna er sbo kallin að leika sér við Schnauzer rakka og var ekkert smá gaman hjá þeim

Kær kveðja Fjóla og Moli

Nýja taskan hans Mola

Jæja ég var víst búin að lofa einhverjum að setja inn myndir af nýju fínu töskunni hans Mola. En þessi taska er mjög lík töskunni sem Helga vinkona á nema alveg örugglega ekki í sömu gæðum enda mikið ódýrari. Þessi taska er samt engi venjuleg taska vegna þess að hún er á hjólum og ég get dregið hana á eftir mér (svona eins og flufreyjutöskurnar) og svo get ég haft hana á bakinu mjög sniðugt.
Annars er ég búin að vera svona tiltölulega löt í dag fyrir utan að fara út að labba með Mola, fara með hann í Kennel hósta sprautu en það er ekki sprauta heldur fær hann vökva upp í nefið og var hann ekkert sérstaklega sáttur við það en lét sig þó hafa það. Við erum búin að komast að því að það er ekki vit í neinu öðeu en að setja mola á hjartaorma lif og flóa og tick lyf en þetta eru töflur sem eru gefnar einu sinni í mánuði til að hindra þessar leiðinda pestar. Málið er það að Moli þarf víst að fara í blóðprufu til að geta fengið hjartaorma lyfið og kostar það pening þannig að við ákváðum að gera þetta ekki í dag en gerum það líklega á þriðjudaginn.
Það eru því miður ekki góðar fréttir að færa af honum tengdapabba kallinum ( fyrir utan að hann er búin að léttast um 18 kg og er farin að nota buxur af Benjamín og þeir sem hafa séð Benjamín vita hvað það er mikil geðveiki mitti 30). Hann átti að fara í svona hjarta æða þræðingu í dag en þegar þangað var komið hafði ástandið innaní honum heldur betur versnað, þrátt fyrir að kallin sé gjörsamlega búin að umturna mataræði sínu, en æðarnar sem voru stíflaðar 30-40% voru núna stíflaðar 60% og in sem var 80% stífluð er 90% stífluð núna. Læknarnir ákváðu að ekki var hækt að gera neitt annað en að opna Seinkabjörnin og taka æðar úr fætinum á honum og skipta út lélegu æðunum sem ganga að hjartanu. Við vitum ekki hvenar hann fer í aðgerðina en við skulum vona að það verði fyrr en seinna. Því væri ég og Davíð mjög þakklát ef þið mynduð hafa hann í bænum ykkar næstu vikur og mánuði að Guð meigi gera það sem hann getur best læknað fólk :D.
Ég er búin að vera að mailast á við Kristínu eins og brjálæðingur og er nokkurnvegin búin að ákveða hvernig er best að eiða tímanum sem hún er hér og ætla ég að henda því hérna inn og er ég nokkuð viss um að Kristínu sé sama en þetta á örugglega eftir að breytast eitthvað enda ekki hokkið í stein ;).
13. apríl (mánudagur): Kristín kemur um kvöldið
14. apríl (þriðjudagur): Kíkja á hundaströndina með Mola og í búðir nálægt okkur t.d. Wal Mart, Bells, Ross o.s.fv borða á Out Back um kvöldið
15. apríl (miðvikudagur): Epcot Disney
16. apríl (fimmtudagur): Magic Kingdom Disney
17. apríl (Föstudagur): Mall í Tampa jafnvel s.s verslunardagur Dýrabúðir og Target. Sweet Tomato í hádeginu og Olivgarden/ Romanos Maccaroni Grill/California Pizza Kichen um kvöldið
18. apríl (Laugardagur): Busch Gardens Carrabbas/eða eitthvað annað um kvöldið
19. apríl (sunnudagur): Keyra til Orlando og eyða deginum þar. Fara jafnvel á Belive it or not safnið, Florida Mall, Down Town Disney og fara svo á Medievel times seinnipartinn.
20. apríl (mánudagur): Síðasti dagurinn hafa hann opin til að gera eitthvað sem Kristínu langar.
En nóg um það hérna er svo fína taskan hans Mola njótið og Guð belssi ykkur

Þarna er ég með Mola á bakinu (en ég var ða koma úr skokk túr þessvegna er ég svona sveitt)

og þarna er hann í henni

Thursday, February 26, 2009

KRISTÍN KEMUR :D !!!!!!!!!!!!!!!!!

Þarna er ég með Mola, Kristín (sem er að koma) með Sóldísi og Arisi og Helga með Fannar Snæ bestustu vinkonur í heimi :D.
Ég er gjörsamlega að springa núna ég er svo spennt vegna þess að Kristín vinkona er að koma til mín 13. apríl til 21. apríl. Ég bara veit ekkert hvað ég á að gera við mig ég er svo spennt. Í gegnum hausin á mér hlaupa hugmyndir af því hvað við getum gert og hvað við VERÐUM að gera ... oh ég er að SPRINGA!!!!!
Ég bara trúi þessu ekki enþá þetta er búið að vera svo erfitt og tæft en allt gekk upp fyrir okkur báðar á endanum. Ég bara get ekki ímyndað mér hvað Moli verður ánægður að sjá hana, hann á alveg eftir að tapa sér af kæti.
En bara vegna þess að ég er svo spennt þá verð ég að setja niður nokkra hluti sem við verðum að gera.
1. Disney auðvita einn eða tveir garðar
2. Busch Gardens
3. Hundaströndin hjá mér
4. Dýrabúðir
5. Medieveltimes, semmtilegasti matsölustaður í heimi :D
Þetta er bara það sem mér datt í hug núna on the top of my head ;D. En ég ætla að hætta núna áður en ég spring. Kristín ég get ekki beðið þetta á eftir að verða ÆÐISLEG ferð hjá þér :D.
Kær kveðja Fjóla og Moli
p.s. það getur verið að ég dobbli þig að taka eitthvað með þér út fyrir okkur þú segir til ef það er í lagi ;).

Wednesday, February 25, 2009

Moli í labbitúr með mömmu sinni

Við Moli fórum út að labba í gær og tókum myndavélina góðu með (sem ég er verulega farin að íhuga að gefa nafn). Þið fáið að njóta afrekstursins hér.

Það var heitt og gott veður

Þessi blóm eru hérna út um allt rosalega falleg

Að hlaupa

að koma til mömmu sín svo flottur

Kær kveðja Fjóla og Moli

Tuesday, February 24, 2009

Joyce Meyer

Gott fólk ég var að hlusta á þessa klippu hérna áðan og vá ég hló svo mikið og hafði svo gaman af. Endilega takið ykkur nokkrar mínútur til að hlusta á þessar frásagnir þær eru æðislegar og munu örugglega snerta einhverja ég er nokkuð viss ;).
Kær kveðja Fjóla

Fréttir af litlu fjölskyldunni

Í gær eftir að Davíð var búin í skólanum fór hann á svona málfund þar sem saman komu Kristinn Prestur, Gyðingur og Múslimi og voru að ræða munin á milli trúarbragðana. Davíð var nú ekkert sérstaklega hrifin af því hvernig þeir svörðuðu þá sérstaklega þessi Kristni. Eftir það ákváðum við að hjóla út á hundaströndina sem er hérna hjá okkur. Við hjóluðum með Mola í körfuni framaná hjólinu mínu og þegar við vorum komin inn á svæðið (sem er mjög stórt) létum við Mola hlaupa að hundaströndinni (sem tók hann svona 20-30 mín). Þegar þangað var komið kíktum við í smáhundagerðið og hitti Moli fult af voffum sem hann lék sér við á fullu var svo glaður að fá að hitta hunda að hann var alveg að springa. Þð voru meira að segja tveir tjúar og einn tjúablendingur. Sá sem hann náði mest að leika við var fjögra mánaða Dachshund hvolpur sem var svo skemmtilegur og elti Mola í eltingaleik sem honum finnst skemmtilegra en allt ;).
Það tók okkur allt í allt tæplega 3 tíma að hjóla þetta fram og til baka og vorum við mjög þreytt þegar við komum heim enda búin að hjóla 36 km. Seina um kvöldið fór ég svo í hundafimina með Mola og ´voru vinir hans þeir Cowboy (Jack Russel Terrier) og Simon (alskonar blanda) mjög glaðir að sjá hann og tóku vel á móti honum.
Núna er ég svona að velta því fyrir mér hvað ég eigi af mér að gera og það koma nokkrar hugmyndir upp í kollinn. Ég þarf allavegana að hreyfa Mola og svo kanski les ég eitthvað því það er ekki nógu heitt að fara út í sólbað :(. I kvöld ætlum við Davíð svo að kíkja í bíó á einhverja góða mynd veit ekki hver verður fyrir valinu.
Guð belssi ykkur alltaf og veri með ykkur
Kær kveðja Fjóla og Moli

Monday, February 23, 2009

Meiri mynda flóð fyrir ykkur heima :D

Þá erum við davíð aftur komin heim í íbúðina okkar. Davíð stóð sig mjög vel að dæma í Jessup á Miami og skemmti sér vel. Ég átti alveg æðislegan tíma með pabba og mömmu og gerðum við alveg hreint heilan helling saman. í gær fórum við aftur á hundaströndina eftir að hafa leigið í sólbaði í smá stund. Við kíktum svo aftur á útimarkaðinn og náði mamma þá að kaupa nokkra hluti. Seina um kvöldið fórum við svo öll saman á Out Back Stakehouse og fengum okkur mjög góðan mat. Ég aldrei þessu vant félkk mér kjöt samt ekki nauta heldur svínalund og vá hvað hún var góð. Moli kom með okkur og náið ég að lauma til hans nokkrum bitum og fanst honum það ekki leiðinlegt ;). Við keyrðum svo heim seinna um kvöldið og vorum komin heim að nálgast 10 um kvöldið. Við vorum mikið þreytt þannig að við skelltum okkur í háttin og stein sofnuðum.
Núna er davíð farin upp í skólan sem hann fer alltaf á bókasafnið hjá ok fékk leifi til að mæta í einhvern tíma þar og er þar núna. Ég og Moli erum hérna heima að uppfæra ykkur og slappa aðeins af áður en við förum út að hjóla en það er alsekki mjög heitt hjá okkur í dag þannig að við erum ekkert rosalega spennt að fara út strax ;).
Við erum enþá ekki búin að ná að ræða almennilega hvor skólin hentar Davíð betur UCLA eða Georgtown en það verður væntanlega rætt í kvöld kostir og gallar og annað þvíumlíkt.
En nóg af blaðri skoðið myndirnar og hafið það gott ;9.

Já gleymdi því við fórum á Perkins í morgunmat í gær sem var mjög gott eins og alltaf og sám þennan öldung fyrir utan en þetta er ekki mjög algeng sjón á götum Flórída

Þarna erum við Moli í bílnum hjá pabba og mömmu á leiðinni út á strönd

Moli hitti hvorki meira né minna en þessa stæðilegu skjaldböku sem var bara að spóka sig í sólinni og var sko alveg skít sama um okkur. Hann er nú ekki alveg vis hvað honum finnst um hana....

Nei þetta er ekkert sniðugt... En hann var samt mjög spenntur fyrir henni

Þarna er hún bara á snæðingi

Við Moli að hlaupa til afa of ömmu hans rosa gaman

Við að labba á ströndinni

Davíð að láta Mola synda

Ég að láta Mola synda

Þetta er ekki óalgeng sjón hér á ströndum Flórída menn að leita af gulli en þetta er svona tæki sem gefur frá sér hjólð ef það finnur málm í jörðinni og hann heyrir það í gegnum heirnatólin sem hann er með á hausnum svo bara grefur hann og leitar

þessir segir allt sem segja þarf

Þessi líka ;)

Þetta fallega tré var á markaðnum og þarna erum við Moli saman hjá því

Eftir að hafa borðað á Out Back var þetta hjól fyrir utan og davíð vildi endilega taka mynd af því enda flott hjól ;)
Kær kveðja Fjóla og Moli endilega látið vita af ykkur :D

Saturday, February 21, 2009

Mynda FLÓÐ!!!!!

Í dag var góður dagur. Við ákváðum að fara ekki á síðasta fyrirlesturinn með Joyce vegna þess að þetta er soldin spotta frá ok bílastæði dýr og óþægileg. Við sáum samt ekki mikið eftir því þar sem við ákváðum í staðin að kíkja á hundaströnd sem er hérna hjá pabba og mömmu og þvílík snild sú strönd. Þetta er alveg risa svæði sem er alveg hreint til fyrirmyndar. Eini gallin er sá að hundarnir verða að vera í taum sem var alveg jafn erfitt fyrir mig og Mola að sætta sig við því hann hefði tapað sér ef hann hefði fengið að hlaupa. Ég lét hann þó synda og svei mér þá ef honum er ekki bara farið að finnast það skemmtilegt.
Eftir ströndina ákváðum við að fara á Taco Bell en á leiðinni þangað sáum við þennan snildar útimarkað og ákváðum við að skella okkur þangað. Þessi markaður var með alskonar svona listmuni sem fólk hefur verið að búa til og sá ég markt skemmtilegt. Moli fékk að rölta um með okkur og hitti fult af hundum sem honum fanst nú ekki leiðinlegt.
Núna erum við komin heim og við erum öll útkeyrð en þó sérstaklega Moli. Ég ætla nú samt að peppa mig upp í að fara kanski út að skokka en allavegana gera magaæfingarnar sem ég gleymdi að gera í gær :S.
Annars er Davið á fullu að dæma í Jessup núna og hefur alveg hreint mjög gaman af því enda ekki við öðru að búast.
En njótið vel myndana úr FRÁBÆRU myndavélinni minni sem ég gæti ekki verið ánægðari með :D.

Þarna er Moli minn að synda svo rosalega duglegur

Þarna er hann að fara í aðra sundferð en þær voru nokkrar. Hann er svona eingnlega eins og blaut rotta ;)

Við á hraða spretti eftir ströndinni svona til að hann gæti fengið að hlaupa eitthvað

Sæti sæti blauti

Ofboðslega fallegt umhverfi þarna

Ég kís að kala þessa "Fína fólkið úti að labba með Prinsahundinn"

Fallegi á njóta sín á ströndinni

Pabbi hjá RISA stráum

Þarna erum við svo komin á þennan útimarkað og þessi maður bjó til aðskonar hunda dót t.d. þessa eyrnalokka og nælur en þarna eru Chihuahua eyrnalokkar

Ég varð alveg ástfangin af þessu listaverki en það heitir "The frut of the Womb" en þessi gæji var með alveg hreint frábæra muni til sölu

Þarna er svo bjórflösku órói ;)

Þessi mætti svo bara á svæðið eins og ekkert væri sjálfsagðara beint úr fornöld ;)

Þessi fanst mér alveg frábær en fyrir þá sem skilja ekki ensku þá stendur þarna "Hjálpið til við að stöðva hunda nekt" ;). Éf féll alveg fyrir tveimur bolum sem ég sé eftir að hafa ekki keyfr en annar er þarna á myndinni konan er að teigja sig í hann og það er mynd af íkorna á honum og hnetum og á honum stendur "Where are my NUTS" (Hver eru kúlurnar/hneturnar mínar) og svo var annar sem á stóð "Biches love me" (Tíkur elska mig)

Moli hjá afa og ömmu sín

Moli hitti marga hunda en þegar hann hitti þennan Tjúa varð hann ekkert smá glaður og það sást langar leiðir að hann var miklu glaðari að hitta hann en aðra hunda. Hann þekkir sitt kyn.

Þessi er svo á leiðinni heim en þarna er hann alveg búin og núna meðan ég skrifa þetta liggur Moli hérna hjá mér og sefur elsku dúllan.

En njotið og endilega skiljið eftir skilaboð það er svo gaman að sjá hverjir koma
Kveðja Fjóla og Moli

Annar dagur með Joyce Meyer

Við Mamma fórum aftur í morgun og hlustuðum á Joyce og var hún alveg reint frábær eins og daginn þar áður. Hún talaði aftur um lækninguna við stressi og var hún alveg full af eldmóði og kom skilaboðunum vel frá sér. Ég ælta að leitast eftir því að finna þessa fyrirlestra hennar á netinu og setja þá hér inn svo þið getið séð þá líka. Það var annar fyrirlestur núna í kvöld en við ákváðum að fara ekki á hann. Það verður svo einn á morgun og veit ég ekki hvort við skellum okkur á hann en við sjáum bara til. Það var mikið lagt áhersla á að standa saman sem þjóð og biðja fyrir Bandaríkjunum. Maðurinn hennar Joyce Dave talaði og sagði í stuttu máli frá sögu Bandaríkjana að þau hefðu verið stofnuð á Kristini trú og það hafi verið grunnur alls. Joyce fór svo út í það sama og sagði að ástæðan fyrir því að allt væri í óefni komið hér í Bandaríkjunum væri vegna þess að það væri alltaf verið að reyna að stroka Guð út úr öllu og að hún skildi það bara ekki að fólk sæi þetta ekki. Hún kom með gott skot a þá sem trúa á þróunarkenninguna sem var mjög skemmtilegt að heyra því hún er sko ekkert að fela því sem hún trúir ;). Hún sagði bara "Mér er alveg sama hvort ég sé að særa einhvern en þetta er SANNLEIKURINN"
Ég verð altaf hrifnari og hrifnari af henni og ætla svo að leifa öllum sem vilja að njóta þessara fyrirlestra þegar ég finn þá á netinu.
Davíð minn er komin til Miami og er að láta sér leiðast á mín (saknar mín svo) en hann ætlaði að skella sér í bíó á einhverja mynd og reyna að láta tíman líða.
Núna þarf ég að fara að leggja á borðið því pabbi er að ná í pízzu og við erum að fara að borða. En að lokum fáið þið myndir af Mola úr nýju vélinni en ég er enþá að læra ða horfa í gegnum augað á vélinni til að taka myndir þannig að ég er ekki alveg í miðjunnu eða ekki alveg eins og ég vil hafa það, en njótið vel.
Kær kveðja Fjóla og Moli

Friday, February 20, 2009

Joyce Meyer :D

Jæja þá erum við mamma komnar heim eftir alveg hreint frábæran fyrirlestur hjá Joyce Meyer í kvöld. Hún er hérna í Orlando og er að halda fjóra fyrirlestra í kvöld, morgun og laugardag. Hún var svo skemmtileg að við hlóum og skemmtum okkur konunglega meðan við tókum inn góðan boðskap frá Guði. Hún mun fjalla um þessa helgi að við eigum að gefa sálinni frí. Málið er það að þegar við verðum stressuð og pirruð þá tökum við það svo oft inn á sálina okkar og segjum þá og gerum hluti sem við hefðum helst ekki viljað gera. Þegar viðfinnum að þessi tilfinning er að koma yfir eigum við að stoppa og gefa sálinni frí. Ég tók þetta mjög til mín því þetta á svo við mig og vona ég að ég geti náð að tileinka mér þetta hugarástand. Hún sagði líka að sama hvað gerist og hvað djöfullinn reynir að taka allt frá okkur þá getur hann ekki tekið burtu frá okkur jákvæða hugsun og að við ættum að tileinka okkur það. Ég vona að við mamma förum aftur á morgun í fyrramálið kl 10 að hlusta á hana því ég hafði mjög gaman af og fanst mjög gaman að hafa mömmu með mér.
En með annað ekki síður skemmtilegt er það að hann Davíð minn komst inn í UCLA sem er háskólinn í Las Angeles. Það voru eingöngu 60 mans sem komust inn af 900 sem sóttu um og er það alveg fáránlega gott og hver skildi hafa hjálpað okkur þar.....uuuuu GUÐ!!!!!!! Við erum alveg í skýjunum en þetta gerir það að verkum að við þurfum enþá meir að hugsa hvað skal gera. Annað þá er ég alveg að springa ég er svo ánægð með nýju myndavélina okkar og þið fáið að njóta myndana hér á eftir frá ráðstefnunni en það mátti ekki vera með flass þannig að þið getið séð árangurinn sem er alveg fáránlega góður. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili þar sem klukkan er rúmlega 11 og ég ætla ekki að sofa frá mér allan daginn á morgun. Guð geymi ykkur og meigi þið fá að upplifa hann meir og meir með hverjum deginum :D

Hérna er hljómsveitin byrjuð að spila

rosa stuð

Fólk var alveg heillað

Joyce í sálar fríi ;)

Thursday, February 19, 2009

Myndavélin mín á að koma í dag og Joyce Maier í kvöld

Jæja í dag á myndavélin mín að koma í hús og vona ég innilega að svo verði svo ég geti tekið hana með á Joyce ráðstefnina í kvöld. Ég er að búast við alveg rosalega mikið af konum þarna enda er þetta í einhverju Arina og já ég segi ekki meira. Það byrjar í kvöld kl 7 og þurfum við líklega að vera komin svona klukkutíma fyrr eða svo til að vera viss um að fá sæti einhverstaðar uppi í rassgati en ef við vildum betri sæti en það þá kanski bara að leggja afstað núna eða hálft 10 um morgun ;).
En já ég er semsagt hérna hjá pabba og mömmu nína í Deltona og Davíð er heima hjá okkur en hann er að fara á morgun til Miami að fara að dæma undankeppni Jessup þar og hlakkar hann mikið til þess. Hann kemur svo hingað seint á laugardagskvöldinu og við förum á sunnudeginum einhverntíman en hugmyndin var að kíkja á Outback áður en við förum frá pabba og mömmu. En það er ekki allt gott að frétta mér heyrist á Kristínu vinkonu að hún treysti sér ekki að koma í heimsókn útaf þessum ömurlegu tengiflugum og drasli. Ég er alveg í rusli yfir þessu og vildi að ég gæti gert eitthvað til að gera þetta auðveldara fyrir hana en það er mjög lítið sem ég get gert ekki nema hún komi bara í apríl í tvær vikur eða svo því þá getur hún flogið beint og tekið seinasta flugið 1 maí til Íslands en það á ekki eftir að ganga þar sem Sóldís er hvolpa full og á að eiga eftir viku eða svo og þá getur hún ekkert farið næstu tvo og hálfan mánuðinn.
Annars er ég að fara að pannta aðra tösku handa Mola á petedge en þetta er allt í senn pakpoki og rúllutaska. Ég er einnig að kaupa tauma og ólar eins og alltaf en það er bara aukaatriði ;).
En nóg í bili.

Kveðja Fjóla og Moli

Monday, February 16, 2009

.....

Ég sit hérna heima, Davíð er inni í svefnherbergi að læra og Moli sefur rotaður í búrinu sínu. Ég for út með Mola að hjóla og hljóp hann með hjólinu í ca 20 mínútur samfleitt en ég er altaf að reyna að lengja tíman sem ég læt hann hlaupa til að þjálfa hann og koma honum í gott form. Ég leifi honum svo að hlaupa lausum á opnu svæði hérna í kverfinu okkar og var hann ekkert smá sátur másandi og glaður. Ég reyndi að fara í sólbað í dag en ekki gekk það nógu vel því hérna er gjóla og ekkert of heitt en ég þarf smá hita til að endast í sólbaði. Ég skellti mér í bað með bók um hana Önnu mína í Grænuhlíð sem er lang uppáhalds sögupersónan mín og vildi ég stundum að ég gæti verið hún sveimandi um í hennar drauma heimi.
Núna er ég að hugsa hvort ég eigi að plata Davíð í að koma í smá boltaleikfimi eða kickbox æfingar. Í kvöld er svo hundafimi sem er alltaf gaman að fara í.
Pabbi og mamma ætla að koma á morgun og ætla ég með þeim til Deltona á miðvikudag eða fimmtudag en ég ætla allavegana að ná að fara og hitta nokkrar konur úr kirkjuni sem hittast og lesa saman eina bók og langar mig a sjá hvernig ég fíla mig þar. Davíð fer svo á föstudaginn til Miami til að dæma í undankeppni Jessup og svo kemur hann til okkar á laugardeginn. Ég ætla að fara á námskeið sem Jocy Maier verður með á fimmtudag, föstudag og laugardag og vonast ég til að mamma komi með mér. Myndavélin mín ætti að koma í þessari viku en amazon reyknar með að hún komi í hús milli 20 og 25 febrúar.
En nóg um það best að gera eitthvað af viti sjáum nú hvað það verður.
over and out Fjóla

Eitt í viðbót svo er ég hætt í bili ;)

Eitt annað af Mola bara vegna þess að hann er sætastur ;D

Sunday, February 15, 2009

Moli dauð þreyttur

Ég tók myndband af Mola um daginn þegar hann var alveg úrvinda af þreytu. Hann fær oft að koma uppí á morgnana eftir að hann er búin að fara út að pissa og við nennum ekki framúr alveg strax enda finnst honum ekkert betra en að kúra uppí. Stundum segi ég við hann viltu koma upp í rúm og þá stendur hann bara við rúmmið og bíður eftir því að vera lyft upp í það ;).

En njótið vel við biðjum bara að heylsa söknum ykkar allra

Kær kveðja Fjóla og Moli

Moli á ströndinni

Við fórum á ströndina aftur í gær á Valentínusardaginn. Veðrið var alveg hreint frábært og við nutum okkar í botn. Við tókum með okkur handklæði í þetta skiptið til að geta setið og notið okkar, horfa á hundana í kring og eigendurnar. Það virðist vera að það meiri hlutin af því fólki sem nennir að eiða stórum hluta dags síns með hundinum sínum sé annaðhvort samkynhneigð pör, barnlaus pör eða einhleipir það var allavegana það sem við Davíð fengum á tilfinninguna. Moli naut þess ýmist að sitja hjá okkur og sleikja sólina, eða rölta um og þefa af ÖLLu eða heilsa upp á nálæga hunda en hann er farin að standa sig miklu betur að vera ekki svona lífs hræddur þegar stórir hundar koma hlaupandi upp að honum og vilja þefa. Hann er farinn að taka bara nokkuð vel í það að þeir komi og vill þefa af þeim líka en samt helst bara þegar þeir súna baki í hann ;). Við kíktum svo í smáhundagerðið þar sem var mikið um að vera og fult af hundum. Moli hitti nokkra sem hann hitti líka síðast og loksins þorði hann að espa þá upp í að elta sig og það var sko gaman að sjá enda hefur hann ekki fengið tækifæri á að espa neinn í að elta sig síðan hann kom út nema kanski pabba sinn en það ernú samt engin hætta á að hann nái honum neitt í bráð. Kallin sem átti hundana sem Moli var að láta elta sig sagði að hann væri ekkert smá snöggur samt sem áður náið hans voffi honum og rúllaði honum smá efgir grasinu og tók smá í hann í Rough leik sem Moli er nú yfirleitt ekki hrifin af en hann var samt ekki hræddur eins og han hefði verið undi öðrum kringumstæðum.

Eftir að hafa verið í um tvo og hálfan tíma að leika okkur með Mola fórum við heim og gerðum okkur til að fara út. Við kíktum í nokkrar búðir en keyftum ekkert nema eitthvað smálegt í Dollar Tree sem er 1. Dollara búð. Þar sem Valentínusardagurinn var í gær ákváðum við að fara út að borða og varð ítalski staðurinn Carrabas fyrir valinu. Við fyrst fórum á einn sem var rétt hjá Mollinu sem við höfðum verið í en það var hvorki meira né minna en 80 MÍNÚTNA bið þar þannig að við sögðum ekki séns og ætluðum að leita eitthvað annað. Sem betur fer var ekki nema 20 mínútu bið á öðrum Carrabas sem var nær okkur og brunuðum við þangað og komumst fljótt að. Maturinn var mjög góður en við fengum okkur bæði pízzur og tókum svo afgangin með heim sem við hámuðum í okkur í hádeginu í dag ;).

Í morgun fórum við svo í kirkju í PPC en hún er í göngufæri heimanað frá okkur sem er mjög þægilegt. Við ætlum svo að fara í kvöld á Class 101 sem er boðið uppá í kirkjuni frir þá sem eru nýjir í kirkjunni til að kynna fyrir þeim starfsemi kirkjunar og annað þessháttar. Ég ætla ekki að hafa það lengra í dag en endilega njótið myndbandsins af Mola að synda í sjónum en við erum að reyna að venja hann við því að þora út í vatnið en hann er svo hræddur við öldurnar eins og þið getið séð á myndbandinu en þetta á allt eftir að koma hjá honum ;).

Ég ætla að reyna að vera dugleg að setja inn myndbönd af honum þá sérstaklega fyrir afa og ömmu pörin mín sem ég veit að sakna hann mjög mikið.

Kær kveðja Fjóla og Moli

p.s. endilega kíkið á bloggið hans Davíðs líka til að sjá fleiri myndir

Saturday, February 14, 2009

Gleðilegan Valentínusar dag gott blogg lesara fólk. Ég vona að þið eigið góðan dag og skemmtið ykkur vel í dag með ykkar heitt elskaða eða elskuðu. Við Davíð ætlum að kíkja með Mola á hundaströndina og svo kanski í smá búðarrölt.
Knús á ykkur öll :D
Fjóla og Davíð

SPCA Tampa Bay

Við Davíð kíktum í dag í Largo til að kíkja á SPCA rescue stöðina þar. Þetta var ekkert smá flott aðstaða og mjög snyrtilegt og reinilega vel hugsað um hundana. Við sáum í fréttunum í gær að það var verið að bjarga 300 hundum úr hundarægtunarstöð hérna úti og voru 75 hundar af þeim fluttir hungað. Þessir hundar verða ekki tilbúnir til afhendingar fyrr en um miðja næstu viku enda mjög illa farnir eftir illa meðferð en ein konan þarna sagði að þeir þyrftu líklega allir að vera rakaðir niður þar sem feldurinn og húðin var svo rosalega illa farin, aumingjarnir litlu. Við komumst ða því að það voru þrjár Chihuahua tíkur og svo þrír Chihuahua hvolpar sem komu hingað til Tampa. Ég hef samt tekið ákvörðun um að ég ætla að sækja um sem sjálfboðaliði þarna og þá hef ég betri tækifæri á því að ef það kemur hundur sem ég fell alveg fyrir þá get ég fengið að taka hann "frá" ef það er hækkt að orða það þannig.
Ég talaði við Helgu mína í næstum klukkutíma í kvöld og gátum við séð hvor aðra með vef myndavélunum okkar og ég fékk að sjá Fróða og Helga fékk að sjá Mola.
Annað gott að frétta er það að ég keyfti í dag Nikon D60 á Amason á $399 og er ekkert smá spennt að fá hana alveg í skýjunum :D. Þið fáið að njóta myndana úr henni þegar hún kemur í hús og ætli ég noti ekki gömlu góðu til að taka mynd af henni svo þið getið séð hana líka ;9.
En ef þið getið værum við Davíð mjög þakklát ef þið mynduð biðja fyrir því að bíllinn okkar seljist það væri alveg hreint frábært að losna við þær áhyggjur.
En nóg um það eigiði frábæran Valentínusar dag og munið að vera góð við þá sem ykkur þykir vænst um :D
Kveðja Fjóla og Moli sinn

Friday, February 13, 2009

Moli fitubolla

Nei núna þarf ég í fyrsta sinn á næstum fjögra ára ævi Mola að setja hann í megrun en hann er orðinn 3,4 kg og það gengur ekki, enda hefur hann borðað eins og hross síðan hann flutti út. Davíð reyndi að taka hann með sér út að skokka í gær en varð að draga hann áfram alla leiðina vegna þess að hann nenti ekki að skokka með. Þannig að í dag verður farið í hjólaferð þar sem hann skal sko hlaupa og aðra göngu seinna um daginn.
Annars ætlum við davíð að reyna að fara og kíkja á rescue hunda sem var verið að bjarga úr hundarægtunar búi en það voru yfir 300 hundar og stór hluti þeirra kom hingað til Tampa. Það var verið að tala um það í fréttunum og var mikið af þessum hundum Chihuahua hundar og margir hverjir mjög fallegir þrátt fyrir hræðilega meðferð og skítugan feld.
Guð blessi ykkur gott fólk
Kveðja Fjóla og feiti Moli ;9

Thursday, February 12, 2009

Florida´s State Fair

Hérna í Tampa er svona hálfgerður sirkus sem þeir kalla Florida´s State Fair. Það var verið að fjalla um þetta í fréttunum áðan vegna þess að það er ókeypis í dag af einhverjum ástæðum mér ókunnum. En það sem ég vildi sagt hafa er það að þeir voru að taka fyrir hvað er verið að bjóða uppá sem snakk í garðinum og hér kemur listin:
1. djúpsteiktar baunaspírur
2. Djúpsteiktar Oreo kökur
3. Djúpsteiktar kúlur af kökudegi/Cookiedough (svona eins og súkkulaðibita köku deig)
og síðast en ekki síst
4. Beikon dýft ofaní súkkulaði!!!!!!!
Jæja gott fólk hvað finnst ykkur um þetta? Endilega tjáið ykkur ég hefði gaman af því að heyra hvað þið hafið að segja ;D.
Kanin er ótrúlegur

Hugarheimur Davíðs

Fjóla: Davíð eigum við að kíkja á safnið í dag (body workes)
Davíð: uh ég veit ekki hvort við höfum tíma ég þarf að fara á klóstið

Kl 10:40 am í morgun.

You got to love him ;)

Wednesday, February 11, 2009

Æðsilegur strandardagur í dag

Við litla fjölskyldan fórum upp úr hádeginu á hundaströnina frægu og áttum frábærar stundir. við byrjuðum á því að fara inn í smáhundagerðið þar sem það var alveg óvenju mikið af fólki með hundana sína þar og leifðum Mola að skoða sig um. Hann er ekki búin að vera neitt tilbúin að heilsa mikið upp á aðra hunda sem hann hittir enda þekkir hann þá ekkert og skilur ekki afhverju hann má ekki bara hitta Arisi, Sóldísi, Fróða og Töru sína :(. En í dag tók han viðbragð enda var einn frábær poohtle blanda sem síndi honum mikin áhuga (s.s. á góðan hátt) og var næstum því búin að ná honum í smá hlaup um garðin en Moli þarf víst smá meiri tíma áður en það gerist. Hann aftur á móti fór allur að slappa betur af og njóta þess að hitta aðra hunda sem mér fanst alveg hreint frábært. Eftir þetta tókum við Davíð okkur smá skokktúr og Moli kom að sjálfsögðu með en boy oh boy hvað hann var þreittur enda vel heitt þrátt fyrir góða gjólu frá strandlengjuni. Hann var með tunguna úti allan tíman en skemti sér þó mjög vel. Eftir skokkið var svo lagt afstað niður á strandlengjuna þar sem var FULT af fólki og þá aðalega fólk með stóra hunda. Við létum það ekkert á okkur fá og tókum þessu bara sem ævingu fyrir Mola og mig að passa upp á hann og láta hann venjast því að stórir voffar vildu kanski heylsa upp á hann enda gekk allt vel. Við röltum eftir ströndinni í æðislegu veðri og nutum sólarinnar og æðislega veðursins í hópi hunda, eiganda og hundavina. Við erum búin að ákveða að næst þegar við förum þá tökum við með teppi og höfum það kósý meðan Moli röltir um og skoðar eða öllu heldur þefar allt uppi.
Eftir þessa frábæru ferð var svo lagt afstað og fengið sér eitthvað að borða enda vorum við búin ða vera í tæplega tvo tíma úti og orðin vel svöng. Við fengum okkur Taco Bell og svo var farið að kaupa hundamat handa Mola því hann er gjörsamlega búin að éta sig út á gaddinn. í Dýrbúðinni var þessi líka svona alvöru gamlakalla (ganski ekki svo gamall svona 60 ca) módorhjólakall með mikið skegg, mjór og slánalegur, sólgleraugu, klút um höfuðið og báða handleggi alt tattúeraða. Hann varð alveg veikur í Mola og sagði hvað eftir annað hvað hann væri frábær og cout "He has such a cute face" :), soldið fyndið að svona kall verði alveg vitlaus í Mola. Það sem er svo frábært við Mola er það að það virðist ekki skipta einu einasta máli hvernig menn líta út hann er alltaf til í að heylsa upp á fólk han fer sko EKKI í manngreinarálit ;).
Eitt er á hreinu að ég læt ekki líða eins lánt á milli þess að ég fer þangað aftur með Mola.
En nóg í bili nú er komið að magaævingum og svo kvöldmat ummm kalkúna- og grælnmetisborgarar svo gott ;D. En ég svík engan og þið fáið nokkrar myndir svona svo þið getið ímyndað ykkur að þið hefðuð verið þar.
Knús og eigiði góða daga kveðja Fjóla og Moli
Jæja þarna erum við í smáhundagerðinu Moli er þarna í þessum hóp að fíla sig

Þarna erum við komin á ströndina og var þessi pommi hrifin af Mola

Strandlengjan og FULT af hundum

Moli í sjónum en hann fór ekki þangað sjálfviljugur

já ég líka rauð eftir skokkið

og svo ein af kallinum svo hann verði ekki leiður ;)