Saturday, February 28, 2009
Dagurinn í dag
Friday, February 27, 2009
Strandarferð
Nýja taskan hans Mola
14. apríl (þriðjudagur): Kíkja á hundaströndina með Mola og í búðir nálægt okkur t.d. Wal Mart, Bells, Ross o.s.fv borða á Out Back um kvöldið
15. apríl (miðvikudagur): Epcot Disney
16. apríl (fimmtudagur): Magic Kingdom Disney
17. apríl (Föstudagur): Mall í Tampa jafnvel s.s verslunardagur Dýrabúðir og Target. Sweet Tomato í hádeginu og Olivgarden/ Romanos Maccaroni Grill/California Pizza Kichen um kvöldið
18. apríl (Laugardagur): Busch Gardens Carrabbas/eða eitthvað annað um kvöldið
19. apríl (sunnudagur): Keyra til Orlando og eyða deginum þar. Fara jafnvel á Belive it or not safnið, Florida Mall, Down Town Disney og fara svo á Medievel times seinnipartinn.
20. apríl (mánudagur): Síðasti dagurinn hafa hann opin til að gera eitthvað sem Kristínu langar.
Thursday, February 26, 2009
KRISTÍN KEMUR :D !!!!!!!!!!!!!!!!!
Wednesday, February 25, 2009
Moli í labbitúr með mömmu sinni
Tuesday, February 24, 2009
Joyce Meyer
Fréttir af litlu fjölskyldunni
Monday, February 23, 2009
Meiri mynda flóð fyrir ykkur heima :D
Þarna erum við Moli í bílnum hjá pabba og mömmu á leiðinni út á strönd
Moli hitti hvorki meira né minna en þessa stæðilegu skjaldböku sem var bara að spóka sig í sólinni og var sko alveg skít sama um okkur. Hann er nú ekki alveg vis hvað honum finnst um hana....
Saturday, February 21, 2009
Mynda FLÓÐ!!!!!
Þarna er hann að fara í aðra sundferð en þær voru nokkrar. Hann er svona eingnlega eins og blaut rotta ;)
Þarna erum við svo komin á þennan útimarkað og þessi maður bjó til aðskonar hunda dót t.d. þessa eyrnalokka og nælur en þarna eru Chihuahua eyrnalokkar
Annar dagur með Joyce Meyer
Friday, February 20, 2009
Joyce Meyer :D
Thursday, February 19, 2009
Myndavélin mín á að koma í dag og Joyce Maier í kvöld
Kveðja Fjóla og Moli
Monday, February 16, 2009
.....
Sunday, February 15, 2009
Moli dauð þreyttur
Ég tók myndband af Mola um daginn þegar hann var alveg úrvinda af þreytu. Hann fær oft að koma uppí á morgnana eftir að hann er búin að fara út að pissa og við nennum ekki framúr alveg strax enda finnst honum ekkert betra en að kúra uppí. Stundum segi ég við hann viltu koma upp í rúm og þá stendur hann bara við rúmmið og bíður eftir því að vera lyft upp í það ;).
En njótið vel við biðjum bara að heylsa söknum ykkar allra
Kær kveðja Fjóla og Moli
Moli á ströndinni
Við fórum á ströndina aftur í gær á Valentínusardaginn. Veðrið var alveg hreint frábært og við nutum okkar í botn. Við tókum með okkur handklæði í þetta skiptið til að geta setið og notið okkar, horfa á hundana í kring og eigendurnar. Það virðist vera að það meiri hlutin af því fólki sem nennir að eiða stórum hluta dags síns með hundinum sínum sé annaðhvort samkynhneigð pör, barnlaus pör eða einhleipir það var allavegana það sem við Davíð fengum á tilfinninguna. Moli naut þess ýmist að sitja hjá okkur og sleikja sólina, eða rölta um og þefa af ÖLLu eða heilsa upp á nálæga hunda en hann er farin að standa sig miklu betur að vera ekki svona lífs hræddur þegar stórir hundar koma hlaupandi upp að honum og vilja þefa. Hann er farinn að taka bara nokkuð vel í það að þeir komi og vill þefa af þeim líka en samt helst bara þegar þeir súna baki í hann ;). Við kíktum svo í smáhundagerðið þar sem var mikið um að vera og fult af hundum. Moli hitti nokkra sem hann hitti líka síðast og loksins þorði hann að espa þá upp í að elta sig og það var sko gaman að sjá enda hefur hann ekki fengið tækifæri á að espa neinn í að elta sig síðan hann kom út nema kanski pabba sinn en það ernú samt engin hætta á að hann nái honum neitt í bráð. Kallin sem átti hundana sem Moli var að láta elta sig sagði að hann væri ekkert smá snöggur samt sem áður náið hans voffi honum og rúllaði honum smá efgir grasinu og tók smá í hann í Rough leik sem Moli er nú yfirleitt ekki hrifin af en hann var samt ekki hræddur eins og han hefði verið undi öðrum kringumstæðum.
Eftir að hafa verið í um tvo og hálfan tíma að leika okkur með Mola fórum við heim og gerðum okkur til að fara út. Við kíktum í nokkrar búðir en keyftum ekkert nema eitthvað smálegt í Dollar Tree sem er 1. Dollara búð. Þar sem Valentínusardagurinn var í gær ákváðum við að fara út að borða og varð ítalski staðurinn Carrabas fyrir valinu. Við fyrst fórum á einn sem var rétt hjá Mollinu sem við höfðum verið í en það var hvorki meira né minna en 80 MÍNÚTNA bið þar þannig að við sögðum ekki séns og ætluðum að leita eitthvað annað. Sem betur fer var ekki nema 20 mínútu bið á öðrum Carrabas sem var nær okkur og brunuðum við þangað og komumst fljótt að. Maturinn var mjög góður en við fengum okkur bæði pízzur og tókum svo afgangin með heim sem við hámuðum í okkur í hádeginu í dag ;).
Í morgun fórum við svo í kirkju í PPC en hún er í göngufæri heimanað frá okkur sem er mjög þægilegt. Við ætlum svo að fara í kvöld á Class 101 sem er boðið uppá í kirkjuni frir þá sem eru nýjir í kirkjunni til að kynna fyrir þeim starfsemi kirkjunar og annað þessháttar. Ég ætla ekki að hafa það lengra í dag en endilega njótið myndbandsins af Mola að synda í sjónum en við erum að reyna að venja hann við því að þora út í vatnið en hann er svo hræddur við öldurnar eins og þið getið séð á myndbandinu en þetta á allt eftir að koma hjá honum ;).
Ég ætla að reyna að vera dugleg að setja inn myndbönd af honum þá sérstaklega fyrir afa og ömmu pörin mín sem ég veit að sakna hann mjög mikið.
Kær kveðja Fjóla og Moli
p.s. endilega kíkið á bloggið hans Davíðs líka til að sjá fleiri myndir
Saturday, February 14, 2009
SPCA Tampa Bay
Friday, February 13, 2009
Moli fitubolla
Thursday, February 12, 2009
Florida´s State Fair
Hugarheimur Davíðs
Wednesday, February 11, 2009
Æðsilegur strandardagur í dag
Eftir þessa frábæru ferð var svo lagt afstað og fengið sér eitthvað að borða enda vorum við búin ða vera í tæplega tvo tíma úti og orðin vel svöng. Við fengum okkur Taco Bell og svo var farið að kaupa hundamat handa Mola því hann er gjörsamlega búin að éta sig út á gaddinn. í Dýrbúðinni var þessi líka svona alvöru gamlakalla (ganski ekki svo gamall svona 60 ca) módorhjólakall með mikið skegg, mjór og slánalegur, sólgleraugu, klút um höfuðið og báða handleggi alt tattúeraða. Hann varð alveg veikur í Mola og sagði hvað eftir annað hvað hann væri frábær og cout "He has such a cute face" :), soldið fyndið að svona kall verði alveg vitlaus í Mola. Það sem er svo frábært við Mola er það að það virðist ekki skipta einu einasta máli hvernig menn líta út hann er alltaf til í að heylsa upp á fólk han fer sko EKKI í manngreinarálit ;).
Eitt er á hreinu að ég læt ekki líða eins lánt á milli þess að ég fer þangað aftur með Mola.
En nóg í bili nú er komið að magaævingum og svo kvöldmat ummm kalkúna- og grælnmetisborgarar svo gott ;D. En ég svík engan og þið fáið nokkrar myndir svona svo þið getið ímyndað ykkur að þið hefðuð verið þar.
Knús og eigiði góða daga kveðja Fjóla og Moli
og svo ein af kallinum svo hann verði ekki leiður ;)