Wednesday, January 07, 2009

Ævintýri Davíðs og Benjamíns á Flórída ;D

Best að láta fólk vita hvernig gengur hjá strákunum úti.
Vélinni seinkaði um tæplega ein og hálfan tíma sem var nú samt alveg ok vegna þess að við vorum ekki komin út á völl fyrr en svona hálf 4. Þegar út var komið útskýrði Davíð fyrir landamæravörðunum afhverju hann er komin svona seint og sagði hann að hann fengi vinalega viðvörun í þetta skiptið en ekkert meira en það þannig að þetta er bara mjög gott.
Þear var búið að bíða eftir farángrinum í sotla stund og þeir komnir út til að taka leigubíl í íbúðina hjá pabba og mömmu þá tók við önnur lööööööng bið en vegna þess að þeir voru með hjólið og mikin farangur þá þurftu þeir stóran bíl. En biðin var í hvorki meira né minna en í ein og hálfan klukkutíma sem er mjög mikið því leigubílarnir eru vanalega í röðum fyrir utan völlin en ekki svona stórir þennan dagin greinileg.
En nóg um það, dagin eftir vakti ég þá um 8 á bandarískum tíma en það var í gúddí held ég því þá hafa þeir fengið allavegana 7 tíma svefn. Þeir skeltu sér svo fljótlega til St. Petersburg eftir að hafa farið á IHOP draumastaðinn ;D. Þegar þangað var komið fengu strákarnir lyklana og komust að því að íbúðin er á öðrum stað en við héldum en það er bara mjög góður staður samt því hún er nálægt annari af tveimur sundlaugunum hverfisins. Við erum á annari hæð með stiga frá svölunum niður í gras svo Moli geti pissað sem er bara algjör snild. íbúðin er bara mjög fín skildist mér á Davíð en liktin er eins og ný sé búið að mála og ég sagði honum bara að kaupa fult af ilmkertum. Stofan er alveg jafn stór og stofan í íbúðinni já pabba og mömmu og svefnherbergið okkar er jafn stórt og annað hvort svefnherbergið í þeirra íbúð líka. Þannig að stærðin er mjög góð eda erum við mjög sátt með íbúðina.
Þeir fóru svo eitthvað að skoða rúm en það kom nú eitthvað lítið úr því en þeir hella sér bara í það núna í dag. Þeir sváfu samt í íbúðinni hjá pabba og mömmu vegna þess að það er gott að hafa net tenginguna og svo til að taka með sér meira dót.
Planið í dag er svo að fara aftur uppeftir og vinna í málunum þar og kaupa rúm vonandi og svo ætla þeir að vera þar næstu nótt skilst mér.
En ég færi frekari upplýsingar seina meir þegar ég veit meira.

Kveðja Fjóla og Moli alveg að fara heim ;D

3 comments:

Anonymous said...

Kæra Fjóla og Moli,
Gleðilgt ár.
Góða ferð út til Florida og gangi ykkur sem best úti.
Kysstu Mola litla frá okkur og við fylgjumst með blogginu :)

Kveðja
Kolla, Villa og Little Lollipops

Anonymous said...

Frábrt hljómar mjög vel þessi íbúð ég er alla vega mjög spennt að koma út og sjá hana :D

Kristín

Fjóla Dögg said...

Já endilega fylgist með okkur og komið með fréttir að heiman. Við eigum eftir að sakna allra hérna heima alveg rosalega mikið.
Moli verður kystur í bak og fyrir ekki hafa áhyggjur af því.
En rosalega eru hvolparnir hjá þér fallegir maður verður bara alveg veikur og ég efa ekki að ég væri fyrst á svæðið ef ég væri ekki að fara út. Gegjaðir litir

kv Fjóla og Moli