Wednesday, January 07, 2009

Fréttir frá Flórída

Þá eru strákarnir búnir að kaupa rúm í íbúðina og held ég og vona að þeir hafi gert góðan deal en þeir fengu flott rúm á rúmlega $1000. Annars verða þeir í nótt í St. Pedersburg þannig að engar net fréttir verða af þeim þar.
Við Moli erum hækt og rólega að átta okkur á því að við séum að flytja út ég soldið spent en Moli alveg ruglaður. Annars erum við bæði svo þreitt eftir allt sem gengur á hérna hjá okkur upp á hvern einasta dag. Við t.d. gerðum eftir farandi í dag
1. Við fórum í gegnum töskurnar hérna heima og eru þær alveg komnar á hreint núna hjá okkur
2. Fórum niður í Brúna og fórum yfir dótið í bílskúrnum ásamt öðru dóti
3. Fórum svo með dótið á sorpu bæði í rauðakross gám og svo í rusla gám
4. Við Moli skelltum okkur svo í göngu með Kristínu, Sóldísi og Arisi
5. Það var svo læri í matinn hérna í kvöld og komu Hlynsi og Dísa og svo var farið í ísbíltúr
6. Svo skellti ég mér í langþráð bað og slappaði af og spilaði tetris.
Morgun dagurinn verður jafn fullur og þessi en þá þarf að taka bílin í gegn svo ætla ég í göngu með Kristínu og Maríönnu á Rauðavatni og taka hringinn í síðasta sinn. Afi og amma í Garðhúsi koma svo í heimsókn eftir gönguna. Þá er bara næsta mál á dagskrá að klára allt í sambandi við handfarangurinn og gera allt til fyrir Mola.
Á föstudaginn verður svo vaknað snemma og farið í góða langa göngu með Mola til að þreyta hann fyrir flugið svo hann verði nú alveg örugglega nógu þreyttur til að slisast kanski til að sofa í flugvélinni.
En nóg um það Guð blessi ykkur gott fólk
Kveðja Fjóla og Moli

2 comments:

Helga said...

Ég vona að þú og Moli komist heil og sæl á leiðarenda í dag Fjóla mín. Guð veri með þér og ég hlakka til að fá fréttir frá Flórída!!!
Risaknús frá mér og Fróðamús

Anonymous said...

ji hlakka ótrúlega til að heyra ferðasöguna :)
kv Frænka