Tuesday, January 06, 2009

Það styttist og styttist

Ég er á leiðinni út eftir 3. daga.
Ég vaknaði eldsnemma (8 ;)) í morgun til að fara með Mola til dýra í tékk fyrir flugferðina miklu. Helga vinkona kom með okkur og var okkur stoð og stytta í þessu öllu saman. Moli fékk allt gott nema það að hann er eitthvað rauður í öðru auganu þannig að hann fær dropa í nokkra daga og þá er hann góður. Við þurftum svo að láta stimpla pappírana hjá matvælastofnun Íslands... já ég veit þetta er fáránlegt að matvælastofnun íslands sjái um útflutning hunda.
Ég skellti mér svo heim í Brúnastekkin til að taka til og þrífa og auðvita hjálpuðu mor og far eins og alltaf enda ekkert smá góðir foreldrar :D.
Við fengum ömmu ofan af því að fara í alveg alsherjar make over á íbúðini okkar og sættist hún á að setja bara flísar í forstofuna og mála veggina og það góða við það líka er ða við fáum að hafa rúmmið okkar niðri vonandi bara þangað til við komum heim og skápa samstæðuna líka ef hún selst ekki. Ég fór svo í göngu með stöllunum Helgu og Kristínu sem við höfðum öll gott af.
Annars fórum við svo öll s.s Hlynur og Dísa líka á Pítuna í kvöldmat. Við kíktum svo yfir til Jóhans frænda og gáfum Sól og Coco nammi sem við Moli erum ekki að fara að taka með okkur út.
Ég er núna ný komin upp úr baði og er svo sæl með það enda langt síðan ég fór í bað seinast og það er nánast ekkert betra sem ég veit en að fara í bað. En ég ætla að fara til Helgu minnar að kveðja hana því hún fer eld snemma í fyrramálið út á völl og heim til Noregs, ég á eftir að sakna hennar svo mikið því hver veit hvenar ég hitti hana næst. Ég vonas samt svo innilega ða hún komi til mín í sumar þó það sé ekki nema bara vika það væri... nei ER algjört möst!!!!!
En nóg um það. Hafið það gott Guð blessi ykkur
Kveðja Fjóla og Moli alveg að far heim!

No comments: