Tuesday, January 20, 2009

Allt gengur vel!

Jæja þá er kominn þriðjudagur, þriðjudagurinn sem Barack Obama tekur við forsetaembættinu. Það hefur verið nóg að gera í að setja saman húsgögn, ryksuga með nýju ryksugunni (þó aðalega mamma ;9) og ganga frá því sem ganga þarf frá. Ég ætla að bíða með að setja loka myndir af íbuðinni þangað til hún er alveg orðin eins og við viljum að hún sé þannig að þið verðið bara ða vera þolinmóð ;). En örvæntið ekki því nóg af myndum fáið þið samt. Við Moli erum búin að fara út að hjóla í fyrsta sinn hérna úti og var hann ekkert smá duglegur en var samt þreittur vegna þess að ég fór um morguninn.
Við kíktum á hundaströnd með Mola í gær og vá hvað það var gaman. Þetta er bara algjört hundasvæði þarna með lokuðum gerðum eitt fyrir stórahunda og hitt fyrir litla hunda þar sem þeir meiga hlaupa lausir og leika við aðra hunda. Svo er þarna hundastrandlengja þar sem hundurinn þinn má hlaupa laus en þú verður að hafa kall stjórnun á honum. Moli lenti þó í smá háska þar sem tvær Vislur voru að bögga hann en ég held að hann hafi komist yfir það greyjið. Núna á ég eftir að fara eins oft og ég get með Mola á þetta svæði og vonast til þess að hann hitti einhverja Chihuahua og aðra þeim líkum.
Við Moli erum að fara á morgun í mat á hvað við getum í hundafimi og hlökkum við mikið til þess. Ég hringdi nefnilega í gær og fékk svo símtal frá einum þjálfaranum þarna sem bað mig um að koma á morgun. Núna þarf ég bara að reyna að finna eitthvað meira handa okkur eftir að hundafimin klárast. Einnig þarf ég að fara að leita að Chihuahua rescue til að sjá hvort maður sjái einhvern sem myndi vera góður með Mola.
En í dag fara pabbi og mamma aftur til Deltona og við sjáum hvenar við förum til þeirra aftur. Eða hvenar þau koma til okkar aftur. En við erum búin að vera í skýjunum meðan þau voru hérna.
En nóg í bili. over and out Fjóla Dögg
jæja þarna er svo mamma og nýja ryksugan ekki mjög stór en alveg perfect fyrir okkur

Moli fór með okkur pabba og mömmu á Sweet tomato eins og svo oft áður og hann bara stein svaf í öllum látunum

Þarna er svo Moli komin á hundaströndina rosalega flott

Hérna er strandlengjan í aðra áttina

og hérna er hún í hina

Moli að forða sér undan öldunni

og svo hitti hann 10 vikna pitbull hvolp algjört krútt ég skil ekki alveg hvað fólk hefur svona mikið á móti þeim þegar maður hittir svona æðislega pitbulla

Svo var komið að því að fara heim að sofa og það er það sem Moli gerði :D. Hann er náttúrulega að kafna úr sætleika

3 comments:

Helga said...

Geggjað að hafa svona hundaströnd! Þetta hljómar allt þvílíkt spennandi. Hlakka til að sjá myndir af íbúðinni þegar hún er tilbúin :D

Anonymous said...

Vá þvílíkt krútt þessi hvolpur :D

Kristín

Anonymous said...

ekkert smá flott hundaströnd!! ótrúlega gaman að heyra hvað allt gengur vel og hlakka til að sjá myndir af íbúðinni eftir að hún er til ;) hehe

kv Berglind