Wednesday, January 14, 2009

Smá morgun blogg

Þá erum við öll vöknuð, Moli búin að fara út að pissa og við að fara að gera okkur til að kíkja í rægtina en fyrst fær Moli labbitúr. Planið í dag er svo að fara í Walmart aftur og versla nokkuð smálegt og klára að versla það sem vantar í matin. Við Davíð erum búin að vera dugleg síðustu tvö kvöldað borða heima og er það bara rosalega gott sem við erum að elda enda hráefnið hér allt annað en á íslandinu góða. Í gær kvöldi vorum við með kalkúnaborgara og sallat og var það hreint lostædi (og svo ís í restar ;9).
gær dagurinn var hanga inni dagur fyrir utan það að ég kíkti í Walmart ein að versla nokkuð sem vantaði fyrir kvöldmatin og annað smálegt. Þegar ég kem svo út í bíl og er að leita að garmininum þá finn ég´fyrir einhverju sem er eins og gleraugu. Ég dreg það út og viti menn þarna voru TÍNDU gleraugun hans Davíðs. Noda bene þá héldum við að Davíð hefði tínt þeim í Washington D.C. og eftir að við fórum þetta sumar voru pabbi og mamma og afi og amma búin að vera á bílnum í marga mánuði og engin fann þau!!!
En nóg um það ég ætla að skella mér í föt og fara út með hundin meira seinna í kvöld.
Kær kveðja Fjóla og Moli

1 comment:

Helga said...

Vá, geggjað að finna gleraugun, minnir mig á þegar við fundum tauminn hans Fróða, sem var reyndar bara krípí.