Monday, January 19, 2009

Verslunar dagur DAUÐANS!!!!!!!!!!!!!

Þá er ég alveg að vera komin með ógeð af því að versla ef það er þá hækt (æ samt ekki ;9). Við byrjuðum á því að kíkja í kirkju öll - Moli sem varð að vera heima. Þetta var hin fínasta kirkja og er í svona ca 10-15 mínútu göngufæri frá okkur. Þar næst var komið að því að versla. Við keyftum loksins stóla og borð í dag en það var mun ódýrara að kaupa 4 stóla og borð en að reyna að finna einhverja ásættanlega stóla bara sér, þannig að hitt borðið okkar getur bara verið notað sem eitthvað annað. Núna eru strákarnir (pabbi og Davíð) að setja saman borðið og stólana en þið fáið bara myndir af því á morgun. Ryksugar var líka loksins keyft en fyrir þá sem þekkja ekki til eru Bandaríkjamenn FÁRÁNLEGIR í ryksugugerð og það að finna eitthvað sem er ekki jafn hávært og þokulúður og formúlubíll put in one og eitthvað sem er hækt að koma út í horn þá þarftu að gera dauðaleit af því, en ég gef ykkur dæmi um Bandaríska riksugu á morgun þegar þið fáið mynd af okkar riksugu.
Við keyrðum aðeins um St. Pete sem er rétt hjá okkur og röltum smá rétt hjá strandlengjunni og sáum allar vilurnar og fórum þar í kikuðustu Jólabúð sem ég hef séð.
En núna vorum við bara að detta inn eftir að hafa troðið okkur full af gúmmelaði á Sonnys (Moli fékk líka).
Ég hef það ekki lengra í bili. Góða nótt og Guð blessi ykkur

Tók þessa í morgun þegar við mamma fórum út með Mola

Hann er sko alveg líka í belti ;)

oh svo smá að sólbða sig það er svooo gott

Hérna er svo jólabúðin að utan

og hér er svo ein að innan. Ég tók svo miklu fleyri en það er bara svo erfitt að sjá á þessum myndum hvða það er mikil sturlun og geðveiki í gangi þarna inni.

3 comments:

Riss! said...

Moli looks so happy in the sunshine! I know Meeko is gonna love the warm weather! He already sleeps next to heaters all day! I can´t wait to mmmooovvvveee!

Anonymous said...

Greinilega gott veður hjá ykkur :D

Kristín

Fjóla Dögg said...

YESS Moli is like that to he always whants to be in the sun if it is shining :D