Við Davíð fórum heim bæði í gær en sú ákvörðun var tekin vegna þess að við þurfum hvorteðer að vera komin hingað fyrir mánudagskvöld og ætla því pabbi og mamma ða koma eftir helgi einhverntíman og ná í mig og svo kemur Davíð seina.
Það var rosalega gaman að vera með pabba og mömmu í íbúðinni og afrekuðum við alveg þó nokkuð. Ég keyfti tildæmis alveg klikaða tvo kjóla (fyrir afmælispeningin minn frá tengdó á samt helling eftir) ein bleikan og púffí hinn fjólubláan og sætan. Ég er ekkert smá ánægð með þá enda fékk ég þá á nánast 70% afslætti þannig að bleiki kostaði $59 ca og fjólublái $33 sem er mjög gott verð fyrir svona fína kjóla.
Núna er allt hérna að fyllast af alskonar stjörnum til að fylgjast með Superballinu en það er á morgun. Davíð er svona að vonast inst inni að einhver bjóði okkur að horfa á leikin með þeim úr kirkjunni (bænahópnum sem hann hitti á mán) en við sjáum til með það en það verður engin miskun kirkja í fyrramálið kl 9 í stað hálf 11.
Moli hefur það bara fínt og er hress eftir heimsóknina hjá pabba og mömmu. Núna erum við að fara að gera okkur til og koma okkur út á skrifstofu til að borga rafmagns reikninginn okkar og gefa Mola smá labbitúr í leiðinni. Við ætlum svo að taka smá leikfimi í hádeginu og svo er bara spuring hvernig dagurinn þróast. Ætli ég fari ekki með Mola í meira labb seina í dag jafnvel út að hjóla hver veit ;).
Annars hef ég ekki mikið að segja meira en það koma fleiri fréttir innan skams. Guð belssi ykkur öll og munið ávalt að leita til hans ef ykkur vantar hjálp með eitthvað ;).
Knúsar og kossar frá okkur á Flórída
Þarna er fjólubláikjóllinn minn
og svo bleiki kjólinn ég er alveg rosalega ánægð með hann