Thursday, December 31, 2009

Þá er komið gamlárskvöld :D

Þá er að koma að því, gamláskvöld er komið. Tíminn hefur liðið svo hratt og er það sko alveg eins og hún Helga mín varaði mig við ;D. Eftir bara nokkra daga verðum við búin að búa hér í 1 ár :S. Það hefur verið erfitt en samt ekki eins erfitt og ég var hrædd um að það yrði. við hefum verið blessuð ríkulega af Guði fengið óteljandi heimsóknir pg ekki verða þær færri á næsta ári :D. Við erum svo endalaust þakklát öllum sem hafa stutt við bakið á okkur og hjálpað okkur á þessu áhrifamesta ári lífs okkar. Orð fá því ekki lýst hvað við erum þakklát. Megi Guð ávalt blessa og passa upp á ykkur og leifa ykkur að vita hvað við erum glöð að eiga ykkur að.
við erum búin að vera á haus að taka til hérna heima til að geta tekið á móti árinu í hreinni íbúð ;9 en það er nú alltaf betra. Hlynsi minn hringdi áðan og spjallaði við systur sína sem mér þótti afar vænt um og vonast ég til að heyra í þeim í kvöld :D. Jóhann frændi hringdi líka og hafði ég einig gaman af því :D.
Núna er allt að verða tilbúið nema nátúrulega við sjálf þannig að bað er handan við hornið fyrir okkur davíð allavegana að minstakosti.
En eins og flest allir vita þá átti kallinn minn afmæli í gær og varð 25. ára gamall litla barnið ;D. Við fórum út að borða á rosalega flottan matsölustað sem heitir Bibiana og er í D.C. Hann er með ítalskan lúksusmat ef svo má orða en við nutum matarins alveg í botn :D http://www.bibianadc.com/menu.php?idmenu=8 þetta er svo staðurinn.
Eftir matinn kom ég Davíð á óvart og bauð honum á Harlem Globe Trotters lake :D og var það bara mjög skemmtileg. Ég prófaði linsuna mína í fyrsta skipti þar svona fyrir alvöru og þið getið séð hversu trubbluð hún er :D. En nóg í bili ég læt myndirnar sjá um restina ;D.

Moli minn ofur kúrari

Þarna er svo hún veronika mín og hann Joe en þau eru hluti af íslensku læru hópnum sem ég ferí en þetta eru myndir frá 27. des þegar þau komu öll í hangikjöt til okkar og horðum svo á Nonna og Manna

Þröngt meiga sáttir sitja en allir voru glaðir og alveg í skýjunum með matinn :D

Þá er komið af myndum af afmælisbarninu ;D. Þarna er hann að opna stóra pakkann frá mér en það var.....

píanó stóll fyrir flotta píanóið okkar frá tengdó :D

þá var það pakkinn frá pabba og mömmu

en hann fékk púlsmæli alveg alvöru frá Garmin eitthvað sem hann hefur langað í mjööööög lengi og var hann alveg í skýjunum elsku kallinn.

þá var það pakki tvö frá mér

en hann fékk hnött eitthvað sem hann hefur langað í í enþá lengri tíma ;D ég held ég hafi hitt beint í mark þarna ;D.

Þarna erum við svo komin á matsölustaðinn en ég fékk mér í forrétt þorskbollur veltar upp úr brauðraspi og í aðalrétt lamba öxl með einhvernvegin baunum og káli. Við pönntuðum svo með aðalréttnum karteflur sem voru reyktar og smökkuðust alveg eins og hangikjöt ;D mjög gott

Davíð minn fékk sér kálfabollur í forrétt og Venison (eða dádýr) með hnetu og döðlusósu held ég.

Í eftirrétt fengum við okkur saman þessa súkkulaðibombu en þetta er súkkulaðimús með súkkulaðiköku botni einhverskona alveg hreynt klikkað :D og ekkert smá flott

Þá var komið að leiknum :D

Þessi með fríkað hár ;D

Svo var að rífa sig úr gallanum ;D

Troðsla in progress ;D

Rosa flott tricks

og svo The Harlem Glob Trotters signature move

Brjálaður ný búinn að troða

sko

Það var rosalega gaman

Þeir að plata fólkið en þeir höfðu skvett á nokkra áður og þessvegna hélt fólkið að það væri vatn í fötunni ;D

En ég bið að þið eigið óendanlega æðisleg áramót og þið megið vita að við söknum ykkar.

Fjóla, Davíð, Moli og Narta

Tuesday, December 29, 2009

Til hamingju með daginn Davíð minn


Elsku hjartans gullið mitt innilega til hamingju með daginn. Ég elska þig og bið að við meigum eiga frábæran dag saman í dag :D. Þú ert yndislegastur og ég elska þig svo mikið.
Guð veri með þér alltaf ástin mín

Þín að eilífu Fjóla

Saturday, December 26, 2009

26. desember

Jæja gott fólk. Þá er kominn annar í jólum og við Davíð erum byrjuð að undirbúa okkur fyrir annað kvöld en þá fáum við íslensku hópinn okkar í heimsókn í hangikjöt og með því :D. Í búðin liktar nú þegar eins og kjötvinsla rétt fyrir jól en það er dásamlegt. Við erum búin að koma græjunum okkar tímabundið fyrir á glerboðinu okkar sem er núna tímabundi staðsett í eldhúskrógs horninu þannig að við ættum að geta hlustað á dásamlega íslenska jólatónlist og borðað æðislegan íslenskan jólamat :D.
Annars er ég að fara út í smá leikfimi núna á eftir og versla inn það sem vantar fyrir annað kvöld svo við verðum ekki uppiskroppa með neitt :D. Davíð minn ætlar að vera heima á meðan og taka til í svefnherbergi tvö og passa upp á hangikjötið. Við ætlum svo að skella okkur í bíó í kvöld á Sherlock Holmes en það byrjaði víst að sýna hana hérna í gær :D. Moli minn fær kanmski smá hring ef hann er góður en það er frekar blautt úti og leiðinlegt veður þannig að ég veit ekki hvort hann vilji nokkuð fara ;D.
Annars held ég að við ætlum kanski að reyna að eins að kíkja út á morgun með smá skilavöru og kanski hætta okkur í búðir og skoða dót en ég veit ekki hversu mikið geðveiki það er að fara út tveimur dögum eftir jól hérna í USA :S.

Annars segjum við bara Guðveri með ykkur og meira á morgun :D

Friday, December 25, 2009

25. desember Jóladagur :D

Elsku vinir og ættingjar við óslkum ykkur öllum gleðilegra jóla og Guðs blessunar yfir hátíðirnar :D. Við þökkum kærlega fyrir allar gjafirnar og jólakortin og kveðjurnar og skyptölin, þið hjálpuðuð okkur að líða eins og við værum heima á Íslandi (sem er ekki auðvelt að gera ;D).
Ég ætla ekki að hafa mörg orð í viðbót en leifa myndunum að tala.

Þá er það fyrst og fremst jólasteikin hans Mola :D en hún var sko ekki í verrikanntinum í ár. Ég fór eftir uppskrift sem heitir Give a dog a bone ;D og er nautahakk, haframjöl, egg, tómatsósa og gulrætur. Ég mótaði svo allt í bein ;D

steikin tilbúin en ég smakkaði hana og var hún bara mjög góð... hefði samt viljað smá salt ;D

Moli að þefa af mattnum áður en hann réðst á hann ;D

Jólaborðið okkar tilbúið fyrir matinn en við vorum með fiskisúpu, hamborgrhrygg og ris ala mandle í eftirrétt ;D

Ég tilbúin að rölta út í kirkju

Davíð minn flottur tilbúinn að fara í kirkju

Við Moli eftir matinn og tilbúin í pakka opnun

Davíð, Moli og allir pakkarnir :D

Davíð að lesa sögurnar hennar ömmu Öddu frá Krossi alveg rosalega gaman af þeim virkilega við erum alveg í skýjunum. Við fengum líka frá afa og ömmu í Garðhúsi Susan Boyle diskinn (en ég er einmitt að hlusta á hann núna á meðan ég skrifa þetta) og Nú skulum við Dansa bók sem við erum svo rosalega spennt að lesa og sýna íslensku læri hópnum ;D

Thank you our lovely Marisa and Jón we love you and are so thank full for our gift :D

CESAR AAAAHHHHHHHHHHHHHHHH Elsku Hlynsi og Dísa takk takk takk fyrir okkur. Ég get ekki beðið að byrja að lesa bókina og undirbúa mig fyrir næsta hund því hann skal sko vera fullkominn ;D

Ég fékk Pride and Prejudiced frá Ástu, Guðjóni og Sunnevu Kristínu takk svo rosalega mikið fyrir. Þetta ereitthvað sem mig hefur langað íu frá því ég sá það fyrst hjá Marisu minni takk :D

Fallega jólastemmningin okkar :D

Þá var það stóri pakkinn frá Davíð mínum :D

en ég fékk kápu sem ég var búin að láta mig dreyma um að eignast en var alveg viss um að ég fengi aldrei þar sem hún seldist upp á einum degi en Davíð minn náði sko að redda því :D

ég er ÁSTFANGIN af þessari kápu, samt ekki eins mikið og ég er ástfangin af Davíð ;D

Svo er hún svona að aftan svona soldið eins og kjóll :D

Ég fékk ekkert smá flotta og þykka ullarsokka frá ömmu Löllu en Moli vildi eiginlega fá þá fyrir sjálfan sig ;D

komdu með þetta kona ég Á´EDDA ;D

En ég náði þeim að lokum ;D FLot ekki satt!

Davíð fékk líka ullarsokka þannig að núna erum við í stíl
:D algjörir töffarar

Takk kristín mín tómatabókin er komin á ískápin :D og lyklakippan kemur að góðum notum skal ég segja þér ;D

Moli fékk líka bein og var hæst ánægður að liggja bara á milli okkar og naga ;D

Þesso kúla er klikkuð Kristín VÁ!!!!!!!!!!!! Takk :D

Þessar trubbluðu græjur fengum við frá bestustustu foreldrum í heimi og erum við búin að opna þær og erum að hlusta á Susan Boyle (eins og ég sagði áðan) í þeim :D. Hlómurinn er magnaður og rosalega fallegur, tær og bassinn er rosalegur :D. Við getum svo stungið í þær usb og hlustað á lög af því ássmt því að við getum sett i pod ofaná þær og hlustað á úr honum :D. Eins og ég saðgi TRUBBLAÐ alveg :D!!!!!!!!!!!!!!

Við fengum þessa matreiðslubók frá tengdó og verður sko spennandi að kíkja í hana eftir jólin :D

Davíð minn bestasti maður í heimi gaf mér Nikon linsu á myndavélina mín eitthvað sem mig hefur langað í í MJÖG langan tíma :D Takk hjartað mitt

Þá var að koma sér í náttfötin sem ég fékk frá afa og ömmu í brúnastekk ásamt alveg rosalega fallegum krydd standi sem á eftir að koma sér að góðum notum þa ðskal ég segja ykkur

ég var semsagt alveg fjólublá frá toppi til táar :D

Voffa náttfötin :D

Davíð í sloppnum sínum sem ég fann handa honum en hann er æðislega mjúkur líka :D

Annars fékk ég líka linsu frá pabba og mömmu í afmælisgjöf (fékk að opna pakkann núna vegna þess ;D) En við erum að velta fyrir okkur hvað er best að gera í þeim málum :D. Við erum með nokkrar hugmyndir í gangi allar góðar :D Takk fyrir bestustu pabbi og mamma ég elska ykkur og sakna ykkar mikið :D

Hátíðar kveðjur Fjóla, Davíð, Moli og Narta :D