Wednesday, April 09, 2008

Skólinn bíllin og allt hitt

Ég er byrjuð í skólanum á fullu og alveg hreint nóg að gera. Allt gengur vel þar ég er strax búin að læra helling og á að skrifa ritgerð um tick´s sem ég ætla að gera um heigina. Námið er mjög athygglisvert og spennandi og veit ég að ég gerði rétt með að fara hingað og taka Dog grooming sem grunn fyrir hundaþjálfaran og dýra atferlisfræðina þar sem það er mikið farið út í hegðun mismunandi tegunda, stress einkenni o.s.fv. Ég er samt farin að vera soldið stressuð að koma hérna út með Mola vegna allra sníkjudýrana sem við höfum ekki heima eins og flær, tick´s, hringorma, bandorma, hjartaorma o.s.fv ég þarf að passa hann alveg rosalega vel fyrir þessu. Einnig sé ég langarleiðir (það er kanski ekki aðlveg að marka þá hunda sem koma in til okkar vegna þess að stór hluti af þeim eru bjargaðir hundar en) að hundarnir okkar heima eru svo miklu fallegri og betur ræktaðari en hér enda sagði kennarinn það líka að það væri bara verið að hugsa um "the all mighty dollar sign" svo ég steli nú hennar orðum. En það er einn af kennurunum sem ég er strax farin að vera mjög hrifin af þar sem hún er alveg rosalega Cesar sinnuð og er rosalega áhugasöm um hans tækni og mismunandi hundategundir. Annars veit ég nú þegar að þetta er rosalega mikil vinna bæði líkamleg og andleg en ég vona að ég sé undir það búin því að þjálfarinn er ekki auðveldari. Því meira sem ég er í skólanum því meira vil ég gera allt sem ég get til að komast í læri hjá Cesari ég bara VERÐ!!!! Ég byrja að baða hunda á morgun og blása þá og verður það bara spennandi að fá að byrja að vinna með hundana. Það er samt eitt sem ég þarf að gera við alla smáhunda sem koma í baðkerið til mín ég þarf ða kreista úr endaþarmskirtlunum þeirra það eru bara fastir liðir. Ég á eftir að venjast því gæti tekið smá tíma....iiiiijjjúúúúú :S.
Ég smellti af nokkrum myndum í dag í skólanum og ætla ég að deila þeim með ykkur hér á eftir.
Bíllinn fór í viðgerð í gær og sagði Gary viðgerða kallin okkar (sem er by the way frábær) að það væri ekkert að bílnum og að þetta ljós gæti þýtt ekkert meira en að bensínlokið hafi ekki verið sett nógu vel á en hann tók hann samt inn og lagaði búströrið þar sem aircondisionið er beint fyrir ofan rörið og þegar heitt er úti þá lekur ís kalt vatn ofaná rörið og það kemur sprúnga í það. En á leiðinni heim í skólann í dag kom ljósið aftur oohhhhhh!!!!!! Þannig að pabbi hringdi aftur í Gary og hann sagði bara að koma með hann strax á morgun og hann ætlar að kíkja á þetta aftur en sagði líka að það væri ekkert að honum. Þannig að ég er með bíl sem er líklega ekkert að en samt kvartar hann og kveinar eins og husterískur Sheffer, algjört baby.
Davíð minn er búin að standa sig eins og hetja í Washington og get ég ekki annað en verið alveg gífurlega stolt af honum. Áfram ÍSLAND!!!!!
Ég fékk alveg óvænt pakka í pósti og hann kom frá hvorki meira né minna en Japan frá tengdapabba. Í honum var lítil ommilettu panna og grænt kitkat gott fólk. Mig langar ða skila alveg andalausri kveðju til tengdapabba og þakka alveg risalega fyrir mig þetta gladdi mig mjög og takk fyrir kortin líka. Ég hlakka svo til að fá ykkur öll hingað í maí og takk endalaust tengdamamma fyrir að passa litla gull Molann minn .
Mamma og pabbi eru að fara á laugardaginn ömurlegt. Ég verð þá hérna alein og læt mig dreyma um að komast heim til elsku bestasta Davíðs míns og Mola míns og allra hinna allra bestustu vina í heimi ég er farin að sjá hvað þetta á eftir að vera erfitt og að taka elsku Mola minn hingað ohh ég vona að þetta verði þess virði að leggja þetta allt á hann og að vera frá öllum ástvinum. Ég vona bara að þið öll komi rosalega mikið í heimsókn til okkar við þurfum á ykkur að halda. Ég vona bara að ég verði dugleg að kynnast fólki sem á hunda sov Moli fái einhverja vini til að leika sér við þótt það eigi ekkert eftir að koma í staðin fyrir Fróðalíus, Arisi og Sóldísi (ég er gráti næst að skrifa þetta) við eigum eftir að sakna ykkar svo sjúklega mikið.
Ég held ég hafi það ekki lengra í dag ég reyni að vera daglegur bloggari en þessa síðustu daga sem pabbi og mamma eru hérna gæti verið að það detti út dagur og dagur.

Þarna er ég í slopnum mínum með bækurnar mínar ogvið hliðina á mér er $1100 verkfæra settið mitt engin smá smíð.

Þessi litli Griffon kom til okkar frá Rescue stöð og var að leita að heimili. Hann var æðislegur í alla staði stóð sig eins og heta í klippingunni sinni og langaði mig helst að taka hann með mér heim.

Þessir tveir podelar voru þeir minstu sem ég hef séð en svona næstum því helmingi minni en moli og valla þyngri en svona 1 og hálft kg. Fyrst hélt ég að þeir væru hvolpar en nnneeeiiii þeir voru 14 ára. AAAHHHH!!!!!

Þarna er ég að taka mynd inn í Clean Dog herberginu okkar en þessir hundar eru tilbúnir og bíða bara eftir að vera sóttir.

Þessi litli Malties hvolpa prins var algjör rjómi og ynndislegur. Þarna var hann búin að fara í bað og búinn í kippingunni inni sinni og komin með bláa slaufu í hárið.
Er ég ekki sætur?

og þarna er svo innihald pakkans frá Sveinbyrni á eftir að koma sér vel þegar ég ætla bara ða vera með ódýran morgunmat heima ;).
Ég bið bara Guð að vera með ykkur elsku dúllur og gangi ykkur vel í öllu því sem þið gerið það semeftir er af vikunni og næstu helgi.

5 comments:

Davíð Örn said...

hæ hæ

Ofsalega gaman að lesa bloggið þitt :) ég elska þig ofsalega mikið

vildi bara láta þig vita að ég er núna að fara út að borða og síðan erum við að fara í veisluna þar sem tilkynnt verður hvaða lið komist áfram og svona.

Ég heyri í þér á morgun

kv. Davíð

Anonymous said...

Mikið er ég fegin að það er ekkert alvarlegt að bílnum =)
Vá hvað ég væri til í að hitta alla þessa hunda ekkert smá gaman að sjá alla vega myndir af þeim og vá hvað þessir poodle hundar eru litlir það er ekkert smá.
Ég held ég verði bara að koma í heimsókn til ykkar þegar þið flytjið út ég íta á eftir mömmu og pabba að fara til Florida næstu páska veit að mamma er mjög spennt fyrir því en ekki pabbi.. vonandi náum við að samfæra hann ;)
Hlakka til að sjá fleiri myndir af voffum :)
En er ekki gefin fyirbyggjandi lyf með öllum þessum sníkjudýrum eins og hér heima (ormalyfin) bara að spá, eru ekki mjög litlar líkur á því að hundar fái þetta ef þeim er gefið lyfin? Vona það alla vega =)
Til hamingju með Mola á hann ekki öruglega afmæli í dag? Ég er alla vega með það skrifað á dagatalið mitt vona að hann eigi frábæran dag og þú auðvita líka =)
Hvenar kemur hann svo aftur heim? Svo við Helga getum tekið hann með okkur í göngu?
Takk æðilsega fyrir kortið ekkert smá gaman að fá kort ekki oft sem maður fær það ;)
Heyrumst

Kristín, Sóldís og Aris

Fjóla Dögg said...

Jú Moli á afmæli í dag litla músin hennar mömmu sín. Moli kemur aftur heim á mánudaginn.
Hér er bara svo rosalega mikil gróska í sníkjudýrum og það er ekki skilda ða fara með dýrin í þessar sprautur þannig að þá gerist svona. Einnig eru þetta hundar sem hefur verið farið illa með og þá eru þeir náttúrulega ekki í eins góðum málum og gæludýr.

Dagný said...

hæhæ

skólinn hljómar ótrúlega spennandi og frábær! Gott að þú ert ánægð :)
Og mjög gott að það sé ekkert að bílnum. Stundum koma bara svona ljós þó það sér ekkert að ... en það er MJÖG óþægilegt! hehe

En vonandi heldur allt bara áfram að ganga vel! :)

Helga said...

Jeij, mikið var gaman að sjá myndir úr skólanum. Ekkert smá spennandi allt saman. Ég væri sko til í að læra þetta ;) Griffonin er líka svaka krútt, vissi ekki að þeir væru til í þessum lit? Skil vel að þú hafir viljað taka hann með þér heim. Hlakka til að heyra meira.
Love, Helga og Fróði