Wednesday, April 02, 2008

Fabio Moli í fínu lagi

Við fórum út í sólina í dag og ég slefti því að skokka þar sem ég er einhvað sár í hálsinum. Eftir smá sólböðunn fórum við og kíktum hvort Fabio væri nokkuð tilbúinn og viti menn hann var það. Það kostaði þó nokkur hundruð dollara að gera við hann en það er allt í fína þar sem ég er bara svo fegin að hann var ekki með stærri vandamál en hann var með. Það þurfti að tjúnna upp vélina en það voru einhverjir lélegir vírar í henni sem gerðu það að verkum að hann notaði bara 4 af 6 sílendrunum sínum sem olli því að hann var kraftlítill. Þetta þarf svo ekki að hugsa neitt út í fyrr en eftir svona 100.000 mílur sem er slatti skal ég segja ykkur. Þeir settu líka á hann nýja bremsuklossa þar sem þeir voru nánast járn í járn. Fabio Moli er því alveg tilbúinn og 100% á vegin fyrir mig og Davíð.
Ég keyfti einhver föt í dag samt ekkert brjálæðislegt. Sá svo eftir því að kaupa ekki eina ógeðslega flotta tösku sem átti að kosta $125 en kostaði núna $60. Ég á örugglega eftir að kaupa hana á morgun ef hún verður þá enþá til.
Mér heirist á foreldrunum að við ætlum á ströndina á morgun ef veðrið er gott. Ég er rosaleg sátt við það bara gaman að liggja og slappa af. En hér koma nokkrar myndir frá deginum í dag.

Ég að taka mnd af sálfri mér (eins og sést í sólgleraugunum) út við laug. Öll út í freknum.

Fallegu blómin við lauguna

Gult blóm


Rautt blóm


Fórum svo í búðir. Það er þó nokkuð um svona ofvaxna fána hérna úti hér er einn. Þið sjáið hvða flaggið er risa stórt miðað við bílana en flaggið er mun lengra fyrir aftan bílana og hátt uppi í loftinu þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur.

Þessi er fyrir Davíð. Ég sá þessi úr ástin mín í dag og var hugsað til þín hvort þig langaði í annað hverstags úr þau kosta bara $20. Endilega láttu mig vita svo ég geti rúllað strax á morgun og keyft handa þér

Alltaf gaman að vela fann líka þessar glæsilegu nærjur. Finnst ykkur ekki?
Hef það ekki lengra. Guð blessi ykkur og eigið góðan dag á morgun.
Kveðja Fjóla

6 comments:

Davíð Örn said...

Ofsalega gott að heyra um Fabio Mola. Það er langsamlegast skemmtilegast að lesa bloggið þitt elsku Fjóla mín :O) Hlakka til að heyra í þér í dag

-Davíð

Anonymous said...

Frábært að heyra með Fabio Mola að hann sé komin í lag =)
Vá greinilega gott veður hjá þér komin me helling af freknum.
Svaka smart nærbuxur skelltiru þér ekki á einar? ;)
Hlakka til að sjá næsta blogg.

Kistín, Sóldís og Aris

Fjóla Dögg said...

Jú að sjálfsögðu fékk ég mér eitt par gat ekki látið þessar brækur framhjá mér fara ;)

Dagný said...

haha frábærar nærbuxur...klárlega eitthvað sem þú ættir að kaupa hahaha!
En gott að heyra að það er í lagi með bílinn núna :)
það er btw lang skemmtilegast að skoða bloggið þitt þessa daganna þar sem það er alltaf eitthvað að gerast! ;)

Fjóla Dögg said...

Takk :D ég verð dugleg ap halda áfram að blogga og segja kkur allt sem er að gerast.

Anonymous said...

geggjaðar nærur þetta er akkúrat eins og ég geng alltaf í ;) hahah gaman að heyra hvað er gaman hjá þér skvís mín
kv Frænka