Wednesday, April 23, 2008

Dagurinn í dag

Dagurinn í dag var efiður en samt skemmtilegur.
Ég er farin að nota Clipperinn (rafmagns rakvélina) minn í skólanum við að raka í purtu hárin milli þófana og nára svæðið. Ég fékk fyrst til mín Lhasa Apso tík sem heitir Prinsess og var hún algjört æði. ég vann að henni frá kl rúmlega 9 til 11:50 og það er langur tími. Ástæðan fyrir þessari rosalegu lend var sú að hún var með svo mikið af mats eða hárflækjum sem ekki er hækt að greiða út og þar sem þetta er feldhundur sem á ekki að raka niður þá má ekki bara klippa flækjuna úr heldur þarf að skera hana út með sérstöku tæki og þá jafnast það út í feldinn. Næsti hundur var Shih Tzu strákur sem heitir Snickers og hann var jafnvel meira æði en Prinsess. Það var sama hvað ég togaði og rigti i hann hann bara lá á borðinu hjá mér og lét eins og þetta væri bara þægilegt. En þar sem hann er líka feldhundur sem á ekki að raka niður og eigandin hefur ekki verið nógu duglegur að greiða honum var ég einhvað álíka lengi með hann blessaðai. Eg var samt ekkert smá stolt af mér að hafa staðið mig svona vel enda litu hundarnir ekkert smá vel út eftir að ég var búin að taka þá í gegn. Það endaði svo með því að ég fékk einn bað og þurk hund semsagt 3 hundar á 8 tímum það er ekki neitt en þegar vinnan er svona mikil þá er það bara þannig.
Þegar ég kom svo heim beið mín miði um ða málverkið mitt bíði á bósthúsinu eftir mér þannig að ég verð að fá að fara fyrr á morgun til að ná í það áður en pósthúsið lokar. Ég skellti mér svo tvo hringi skokkandi og er að fara að koma mér í sturtu þar sem það var kvartað yfir því að ég ligtaði eins og blautur hundur þegar ég gekk inn ;). Maddi frændi er úti á leigu núna að finna einhverja skemmtilega spennumynd fyrir kvöldið og svo er hann að fara að elda ekkert smá duglegur ég lifi bara lúxus lífi hérna síðastliðna daga.

Kveð að sinni Fjóla

4 comments:

Davíð Örn said...

Ofsalega ertu alltaf hreint dugleg að blogga :) langduglegust og það er langskemmtilegast að lesa bloggið þitt!!! Stattu þig stelpa

kv. Davíð

Anonymous said...

your mom goes to college

Anonymous said...

Vá eins gott að hafa nóg af þolinmæði ;)

Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Ég þarf að reyna að flækja feldinn á Fróða eitthvað og sleppa því að baða hann áður en þú kemur svo þú getir tekið hann svona í gegn fyrir mig :)
Helga og Fróði