Sunday, April 06, 2008

Kirkja, markaður og fyrsti skóladagurinn á morgun

Loksins loksins komst ég í krkju og rosalega var komin tími á það. Ég og Fabio Moli fórum ein í kirkju sem heitir Calvary Assembly sem við Davíð höfum farið í síðastliði 2 eða 3 ár hér og líkar okkur vel við. Þeir sem vilja kynna sér hana þá er þetta heimasíðan http://www.calvaryorlando.org/pages/1.asp Það eina sem ég hef út á hana að seta er að hún er ekki að spila löginn sem ég hefði viljað en það er það eina. Pastorinn er aftur á móti alveg frábær en hann heitir George Cope. Í dag bað hann alla að standa upp sem voru ekki Ameríkanar og í heimsókn og ég stóð að sjálfsögðu upp. Hann bað svo söfnuðinn að safnast að okkur útlendingunum seim sem var næstur þeim og leggja hendur á þá og bilja fyrir þeim og ég varð alveg meir og leið mjög vel. Það vantar allavegana ekki að þú ert boðinn velkominn og þú finnur það það fer ekkert framhjá þér. Það var mjög skemmtilegt atriði á samkomuni en það kom ungt fólk með hvítan striga á sviðið og byrjaði að mála en það er flottara að sjá það með mydum heldur en ef ég reyni áð útskýra. En í stuttumáli þá urðu allar myndirnar af Jesú í endan og á meðan var spiluð falleg tónlist. Pastorinn sagði svo að það væri mergilegt að fyrst litu myndirnar út fyrir aðvera bara svartar og hvítar, litlausar eins og lífið okkar er stundum en svo bætist rauðiliturinn við og þá hefur myndin allt aðra merkingu hún sýnir hvað Jesús gerði fyrir okkur, og hvað hann elskar okkur heitt. Seinni myndin var mjög flott en þá röðuðust myndirnar vitlaust upp fyrst en svo umturnaðust þær og í ljós kom Jesús en þá sagði pastorinn að að stundum sé lífið algjör ringulreið en þegar Jesús er í okkar lífi verður allt skýrt og lífið hefur tilgang. Það var allavegana mjög flott.
Ég fékk svo kaffimál frá kirkjunni í lok samkomu og upplýsingar um hana rosalega notarlegt og er ég að spá í að fara á fimmtudögum líka um kvöldið og taka þátt í ungmennasamkomum.
En við skelltum okkur á markaðinn eftir hádegismat og ekki var þar mikið keyft en ég tók nokkrar myndir. Þessir bolir hér til hliðar voru bara of ljótir til að taka ekki mynd af þeim en eru bara svona krumpudrasl sem tegist í hið óendanlega. Svo hin myndin af brjósta bolta, allt er nú til. Við löbbuðum framhjá þar svona Biblíu bás og þar var gamall kall sem gaf okkur tvær bækur og var ekkert nema yndislegur og bað Guð að blessa okkur. Svona er Jesú dásamlegur.
Núna er ég að bíða alveg í öngum mínum eftir að heyra frá Davíð með þær fréttir hvaða lið þau eiga að keppa við á morgun í Jessup. Það er búið að vera mikið að gera hjá þeim og er mikil vinna framundan.
Þá er það skólinn. Ég fer minn fyrsta dag á morgun og er ég bara spennt. Ætli ég leggi ekki afstað fljótlega eftir 7 til að vera alveg viss um að mæta á réttum tíma. Ég á eftir að segja ykkur alla skóla söguna þegar ég kem heim ekki örvænta gott fólk ;).
Jæja ég hef ekkert meira að segja nema það þið eruð frábær og ég sakna ykkar allra mjög mikið. Guð blessi ykkur og varðveiti og þið sem ekki hafið fundið fyrir kærleika hans þá bið ég að guð meigi finna ykkur og fylla ykkur af honum.

Kær kveðja Fjóla Dögg

3 comments:

Dagný said...

Hæhæ

Frábært að þú ert búin að finna kirkju sem þú vilt vera í! :) það er alltaf mjög jákvætt

Annars vil e´g bara segja gangi þér vel í skólanum á morgun! :)

Anonymous said...

Hlakka til að heyra frá fyrsta skóladeginum ;)

Kristín og voffarnir

Helga said...

Ekkert smá flott útfærsla hjá þeim, þetta hlýtur að vera stór kirkja. En ég trúi ekki að þú hafir ekki keypt þér svona krumpubol, þennan með hundamyndinni á :)
Vona að það gangi allt vel í dag í skólanum.
Miss u.
Helga og Fróðilíus