Monday, April 07, 2008

Fyrsti skóladagurinn

Ég get ekki sagt að dagurinn í dag hafi verið nétt sérstaklega góður. Hann byrjaði á því að ég lagði afstað 20 mín yfir 7 í skólan og allt gekk vel þar til að upp kom ljós að ég þyrfti að skoða vélina sem fyrst. Ég náttúrlega fékk alveg sjokk og var á náum allan tíman en ég varð að fara í skólan þannig að áfram fór ég. Þá komst ég að því að GPS tækið mitt sendi mig alveg fáránlega leið í skólan eða á vegi þar sem ég þurfti að borga samtals $4.30 algjört rugl. Næsta atriði á dagskrá var ða ég mætti 4 mín ofseint útaf öllu stressinu sem gerði ekki mikið úr sök en rosalega óðægilegt samt.
Skólinn er mjög fínn en rosalega mikið sem var farið yfir í dag og ég er gjörsamlega búin á því. Mér líst mjög vel á alla kennara og allir eru mjög indælir. Ég fékk alveg risa stórt á hjólum verkfæra box sem er með alveg endalausu dóti, einnig fékk ég tvær stórar bækur ásamt tveim útprentuðum blaðabókum, tveim plaggötum með öllum hundategundunum og kattartegundunum og dagbók. Það sem kemur mér skemmtilega á óvart er það hvað það er lögð mikil áhersla á að læra um hundategundirnar og mikið arið inn í atferlisfræði og að skilja afhverju og hvernig ákveðnar tegundir haga sér sem er einmitt einhvað sem ég hef gífurlegan áhuga á. Einn af kennurunum mínum elskar Cesar Millan og er skilda að horfa á eitt myndband með honum og verður það gert á morgun ásamt öðrum myndböndum. Fyrsu vikurnar verð ég að baða og klippa neglur og hreinsa eyru til að byrja með svo fer ég út í alvöru klipp og læti ;).
Á leiðinni heim keyrði ég beint með bílinn á verkstæði þar sem hann er núna. Ég er enþá mjög pirruð og leið yfir þessum aðstæðim mínum en mjög þakklát fyrir að ég sé þó hér heima en ekki einhverstaðar föst á I-4 með bilaðan bíl. Ég er bara ekki mjög góð í að einblína á jákvæðu hlutina en er góð í að velta mér uppúr þeim neikvæðu sem gerir það að verkum að hér eru allir fúlir út í mig og ég vil bara fá að vera í friði í allavegana nokkrar mínútur og tala við Davíð og sjá hvernig dagurinn hans gekk.
Ég kem með frekari lýsingu seinna. en enn og aftir viljiði vera með Fabio Mola í huga.

Kær kveðja Fjóla

8 comments:

Anonymous said...

Æi enn leiðinlegt að heyra með bílinn :(
En frábær skóli greinilega veit að þetta á eftir að vera bara gaman ég trúi ekki öðru =)
Vonandi gengur betur í dag
Heyrumst

Kristín og voff voff

Helga said...

Vesen á þessum bíl!
Ég vona það gangi nú betur að komast í skólann á morgun ;)
Ég sendi þér mail.
Knús frá Helgu og Fróða

Anonymous said...

Hæ mamma. Ég sakna þín rosa mikið, *knús* og *kossar*. Ég er búinn að vera rosa góður í dag eins og þú hefur kennt mér og náði að vinna mér inn smá nammi hjá fólkinu á Aflagrandanum. Ég gaf þeim high five og lék fleiri listir fyrir nammið ;). Vonandi hressist nafni minn við sem fyrst.

Bestu kveðjur
Moli

p.s. hinir á Aflagrandanum biðja að heilsa
p.p.s. núna ætla ég að reyna að drífa Benjamín út að labba, honum veitir ekki af.

Fjóla Dögg said...

Ohhh Moli gaman að heyra fré þér ;).
Ég fékk pakkan frá tengdapabba í daga rosalega gaman Takk endalaust :D.
Blogga ekki í dag vegna þreitu og anna en strax á morgun fáið þið ykkar skammt.

Kær kveðja Fjóla

Riss! said...

oh baby girl! everything will be ok! just remember this WWCD?

"What would Cesar do?"

and we all know the answer because he is the dog whisperer (said in very bad Mexican accent)

Anonymous said...

Thanks sp much Rissy poo. I miss you so and you make me lef so hard. Everything os so much beter now and I will blogg about it to night.

Fjola

Tomas said...

Bíllinn er bara aðeins að láta hafa fyrir sér... svona svo þú kunnir ennþá meira að meta hann þegar hann fer að ganga... Smá svona karakter bygging hjá honum... svo á hann eftir að vera góður lengi, lengi :)

Anonymous said...

Hæ. Okkur mömmu finnst vanta svörtu augun og munnsvipurinn er ekki alveg að gera sig. Frábærir sokkar frá tengdó. Gott að heyra að allt gengur vel. Við heyrumst á morgun! Bless elsku Fjólan okkar!