Monday, April 14, 2008

Pakki frá tengdapabba :D

Ég var ekki komin heim fyrr en tveim tímum eftir að skólinn var búinn hjá mér í dag þannig að ég var orðin vel þreitt og hungruð. Ég keyftir mér Pizzu og sallat og á hún eftir að vera í mat hjá mér næstu þrjá daga þetta var svo mikið.
Skólinn í dag var eftiður fékk alveg rosalega illa farið me ðhund en einn kennarinn sagði að hann væri bara alltaf úti í garði bundin við tré liggjandi í sínum eigin skít og drullu og vatni þegar rignir. Hún var nánst alveg hárlaus á maganum og afturendanm og hluta fótana útaf þessum aðstæðum alveg skelfilegt að sjá þetta. Enda vildi litla skinnið ekkert með mig hafa hún gjörsamlega skreið eftir gólfunum hún var svo hrædd. Ég þurfti að passa mig alveg rosalega að vera með hægar og blíðar hreifingar við hana. Ég veit að það var ástæða fyrir að ég fékk þennan hund í dag hún fékk mig til að hugsa aðeins öðruvísi.
Þegar ég komst svo loksis heim sá ég mér til mikillar gleði að ég var búin að fá pakka frá tengdapabba :D og póstkort frá honum líka. Þar stóð meðal annars:
Ég fíla mig í tætlur innanum allan þennan góða mat. Pabbi (Gizur afi) reyndar gekk út úr einum veitingastaðnum sem við fórum inn á en þar var hækt að kaupa ALLT, annað en venjulegt kjöt t.d.adamsepli, eggjastokka, þindarvöðva, maga, skeifugörn, ristil, þarma, æðar (frá mismunandi stöðum) o.m.fl
Ég hlóg upphátt þegar ég las þetta sé hann svo fyrir mér og gizur afa líka. Ég segi bara Sveinkibjörn að ég er sátt við pízzur og sallöt hérna í Ameríku ;).
í pakkanum voru svo sokkar en samt engir venjulegir sokkar.
Ég hef það ekki lengra í dag en vonast til að þið hafið það öll sem best og Guð veri með ykkur og með mér ;).

Kær kveðja Fjóla dögg og Fabio AKA Drama Queen

p.s ég fékk 100% á prófinu sem ég tók ;)

4 comments:

Riss! said...

those socks kinda creep me out! haha i mean, they are way cute when you see what they are, but at first i thought they were like some monster feet from star wars! i know...i must be on drugs!

Anonymous said...

Fyndnir sokkar =)
Til hamingju með árangurinn í prófinu ekkert smá flott hjá þér :)

Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Þú ert greinilega búin að vera mikið á ströndinni! Komin með sundfit og læti. Eigðu geggjaðan dag :)

Tomas said...

Vá!!! þú ert algjör snillingur! til hamingju!!