Það komu til okkar tveir Samoyed hundar og fyrir ykkur sem ekki vita hvernig þeir eru þá eru þeir stórir hvítir hundar með sjúklega þykkan undir og yfir feld. Ég fékk þann heiður að fá að taka einn af þeim í gegn. Þvílík vinna. Það sem þurfti að gera var að byrja neðst á löbbunum með svona undirfelds greiðu og halda hárinu í hina áttina og mjaka sig svo bínulítið í einu upp og þetta erðir þú við allan hundinn. ALLAN HUNDINN getið þið ímyndað ykkur hvað það er mikil vinna? Ég var meira en hálfan dag með þennan eina hund. Bara að greiða í burtu allan aukafeldin tók mig 2-3 tíma. Þegar það var búið var ég samt ekki hálfnuð mðe hundspottið. Þá átti eftir að klippa neglur, raka hárin undir þófunum (sem var mjög mikið mál vegna þess að hún vildi ekki að ég væri neitt mikið að snerta á henni fæturnar), raka undir maganum og kringum rassaopið, hreinsa eyrun, baða og þurka. Þegar ég byrjaði að þurka gerðist nokkuð óhugsandi. Ég var komin vel á veg með að þurka hvíta fína hundin minn þegar hún KÚKAR á borðið hjá mér og það fljautandi niðurgang. Þið getið rétt ímyndað ykkur ég með HVÍTAN hund. Það endaði með því að ég þurfti að skola aftur á henni rassin og byrja að þurka upp á nýtt.
En nóg um það ég er búin að fá málverkið af Mola og er það alveg sjúklega flott núna er bara að fara að kaupa ramma sem allra allra fyrst svo ég geti hengt það upp. Ég hringdi enn og aftur í bílasölukallana mína vegna þess að en er ég ekki búin að fá neitt bílnúmer og á ég að fá sent í pósti bráðabyrgðarnúmer í dag vonandi en í seinastalagi á morgun og vona ég að svo verði annars er ég í vondum málum.
Að lokum fáið þið að sjá myndir af vandræðagemsanum og vona ég að þið njótið vel.
Þarna er mynd af skvísuni fyrir bað og alt svoleiðis og það má nú alveg sjá á henni að hún er ekki alveg skjanna hvít blessuninn
4 comments:
úúú svo sæt og fín hvíta skvísan! :)
Vá hvað ég myndi ekki hafa þolinmæði í svona stóran hund :/
Kristín og voffarnir
HÆ.
Hvaða hundar eru þessir Samoyedar. Ég á sjálf tvo og sá þriðji er í fjölskyldunni og höfum verið með sitt hvort gotið. Nú eru okkar orðin afi og amma líka.
Ég hef verið tengiliður fyrir Samoyed tegundina og vil endilega fylgjast með þeim sem hafa verið fluttir inn.
Kveðja,
Sísú.
Sæl Sísú
Þessir Samoyedar eru ekki íslenskir ef það er það sem þú ert að spurja um. Ég var að læra úti á Flórída og þar komu þessi sistkyni inn en það er alveg þó nokkrir af þeim á Flórída þrátt fyrir mikin hita.
Kær kveða Fjóla
Post a Comment