Monday, April 21, 2008

Ok gott fólk

Ég var að byrja að sjá hvað væri til af góðum hundahótelum hérna í grend við Orlando og lenti á þessari síðu http://www.chateaupoochie.com/. Þið verðið að kíkja á þetta og fletta og skoða hana vel. Ég hef aldrei séð annað eins. Ég ætla rétt að vona að hundunum líði vel þarna segi ég nú bara ;).
Annars var ég að gera lista yfir staði sem mig langar að fara til einhverntíman yfir æfina.

1. Prince Edward Island
2. Egyptaland
3. Róm
4. Berlín
5. Milanó
6. Feneyjar (aftur og aftur og aftur...)
7. Bethlihem
8. Japan
9. Ástralía
10. París
11. Ferðast um Bandaríkin

Þetta er ekki endilega í réttri röð fyrir utan Prince Edward Island ég get ekki beðið að fara þangað en ég og davíð ætlum að fara þangað á næsta ári og hver veit nema Moli fái að koma með, ef ekki þá gistir hann bara á þessu lúxus hóteli hér að ofan ;).
Jæja ég ætla að fara að koma mér í bólið dagurinn byrjar snemma á morgun.

3 comments:

Helga said...

Linkurinn virkar ekki :( En Fróði er einmitt á Voffaborg núna þar sem ég er að vinna og mamma er sárlasin með hita og flensu.
Kveðja, Helga og Fróði dekurdýr

Anonymous said...

Virkaði hjá mér ekkert smá flott hótel vonandi eru þau samt ekki bara í snyrtingu allann daginn hehe.
Komið nýtt blogg hjá mér ;)

Kristín og voffarnir

Anonymous said...

Bréfið/pakkinn kominn - "tusind tak" - hlökkum líka "ógisslega" mikið til að hitta þig - frábært með mánudaginn!!!
Knúsar og kveðjur af Aflagrandanum
Linda

Ps. DÖ er að fara að koma í smá kvöldmat með Mola ;o)