Jæja gott fólk ég fékk senda í pósti mynd af Mola málverkinu sem ég var búin ða biðja málara hérna úti um ða mála handa mér. Ég er ekki alveg 100% ánægð enda er það ekki alveg full klárað og hann vill vera viss um að kaupandinn sé ánægður þessvegna sendir hann mynd af hálfkláruðu málverki svo hann geti breytt því.
Mig langaði að forvitnast hvað ykkur finnst. Ég set in málverka myndina og svo myndina sem hann fer eftir. Það sem mér finnst er það að ég er ekki alvegfarin að sjá Mola 100% í málverkinu. Það er einhvað sem er ekki rétt.
Endilega commentið á þetta.
Kveðja Fjóla
7 comments:
Hann er aðeins of ljós á búknum. Svo er það eitthvað við trýnið eða augun sem mér finnst ólíkt en samt er það mjög líkt ef maður horfir á myndina...
Kristín og voffarnir
Mér finnst þetta bara á mjög góðri leið hjá honum. Hann á að sjálfsögðu eftir að skyggja hana, þá verður hún bara mjög vel heppnuð trúi ég. Hafðu í huga að hún er hálfkláruð, ég myndi bara segja keep up the good work ;)
Kveðja, Helga og Fróði
Er hann ekki alltof ljós og mér finnst myndin ekkert líkjast Mola.
Moli er þúsund sinnum fallegri en myndin sem maðurinn er að mála af honum.
Hann er að gera Mola allt of sorglegan á myndinni.
Já ég veit ekki.
Ég sé að hann er á góðri leið með þetta en það vantar Molan í hana ef þið skiljið mig.
Það sem fer mest í taugarnar á mér er það sama og Kristín sagði augun og trínið. Þessi auka hringur ef þið skiljið fyrir aftan trínið gerir hann einhvað skrítin. Augun eru líka einhvað skrítin ég bara veit ekki hvað það er. En Við erum að fara ða senda á hann mail í dag og sjá hvað hann getur gert til að bæta myndina.
Endilega kommentið meira.
Kv Fjóla
hhhmmm...i sure do hope you will love your children this much. :)
-Jón and Riss
Sæl Fjóla
Sendi smá línu með kommentum á hi.is mailið hans Davíð - er í vinnunni og mundi ekki þitt.
Frábært með prófið.
Linda tengdó ;o)
Það þarf nottla að skerpa hana aðeins. Línurnar í kringum trýnið og milli varanna. En ég geri ráð fyrir því að hann geri það. Kannski biðja hann um að reyna að milda munnsvipinn aðeins, gera hann soldið glaðari.
Post a Comment