Wednesday, April 02, 2008

2. apríl

Mikið búið að vera að gera í dag eins og alltaf. Ég var dugleg að vesla eins og þið munuð sjá hér fyrir neðan. Planið er að fara til Orlando á morgun og verður örugglega lagt afstað í fyrra fallinu. Ég er ekki búin að hreyfa mig neitt í tvo daga þannig að það verða teknir tveir hringar á morgun no murse.
En ég ætla að láta myndirnar tala fyrir restina af deginum meira á morgun.
Í morgun sá ég þessa HLUSSU lirvu fyrir utan hjá okkur og auðvita varð ég að taka mynd af henni því svona stóra lirfu sér maður ekki á hverjum degi en hún var svona á stærð við baugfingurinn minn.

Ég sá þessa peysu í dag. Haldiði að Moli myndi ekki taka sig vel út í þessu ;)

Þarna er ég svo mætt í kvöldmatin á Olive Garden sem er ítalskur staður hérna úti. Ég fékk mér þó ekki pasta heldur lax sem var mjög góður.

Pabbi að bíða eftir matnum ;)

Ég fékk tvo kjóla í dag á alveg gjafa verði. Fórum nefnilega í Ross sem selur merkjavöru ódýrt og fékk ég tvo kjóla á $23 stikkið.

Þá er það kjóll nr 2 rosa bleikur og sætur.



Og síðast en ekki síst, Ég er búin að kaupa SWEENEY TODD AAAHHHHHH!!!!!!

Guð blessi ykkur öllu elskurnar. Davíð ÉG ELSKA ÞIG!!!!!!!

6 comments:

Helga said...

Flottir kjólar og ekkert smá góður díll :) Þú verður svo að fá þessa peysu fyrir Mola, það væri bara of fyndið :D Kári og Lára voru í Jay Leno á þriðjudaginn og ég horfði á þáttinn í kvöld, en sá því miður ekkert í hann :(
Kveðja, Helga og Fróði

Anonymous said...

Vá hvað bleiki kjólinn er flottur=)
Endilega kiktu á bloggið mitt var að setja inn blogg og myndir ;)
Heyrumst

Kristín og voff voff

Anonymous said...

Flottir kjólar og flott lirfa. Kannski að Moli þætti gott að éta hana? =)

-JónM & Riss

Tomas said...

Lax á ítölskum stað... er það ekki eins og að kaupa salat á McDonalds? :) Nei nei bara að bulla, annars þótti mér lirfan mjög sæt, spurning um að setja hana í ól og kenna henni kúnstir

Dagný said...

Vá ótrúlega flottir kjólar!
Sérstaklega þessi bleiki...ég er alveg heilluð! haha :)

Fjóla Dögg said...

Tommi ég fæ mér sallat á McDonalds ;)!!!
Lirfan jú ég held bara að áður en hún sé búin að læra einhverjar kúnstir er´hún flogin burt :D. Takk fyrir ég elsks kjólana líka alveg í botn