Friday, April 04, 2008

ÖkuskÍrteinið er komið.

Ég fékk tvö mjög skemmtilega bréf í póstinum í morgun. Annað var frá tengdapabba sem er staddur í Japan eins og er með pabba sínum en kortið var hálfgerður blævængur rosa flott, Takk Sveinkibjörn :D. Hitt var svo ÖKUSKÍRTEINIÐ mitt JJJEEEIIIIIIII!!!!!!
Við fórum í dag á bílnum mínum vegna þess að í dag keyftum við dekk að framan á hann. Þau voru frekar slitin en þau sem voru að aftan voru fín enþá. VIð þurftum þó að bíða í klukkutíma rúmlega vegna þess að ameríkanar á svona verkstæðm vinna eins og sníglar þannig að þú mátt reikna með því að þeir eiði svona hálftíma á dekk. Pabbi og mamma með menuið alveg helarius :D

Við fórum á Sonnys og fengum okkur hádegismat sem var mjög gott. Ég keyfti líka úr handa hjartagullinu í dag rosa flott og er búin að láta virkja kredidkortin mín þannig að ég er bara alveg reddí í allt. Ég með vatnið mitt.

Sonnys sallat rosalega gott og holt.
Annars erum við að fara til Ed´s (en ég fæ íbúðina hans lánaða í fjórar daga í maí) og hann ætlar að fara yfir hvað þarf að gera þar og svona svo allt verði í lagi.
Ég skelli kanski inn myndum þegar við erum búin þar á morgun. En annars hafið það gott og góða helgi gott fólk :D

Kv Fjóla

p.s. vildi láta ykkur vita ða ég þarf ekki ða örvænta lengur er búin að finna Íslenst vatn í lífrænni búð. SJÚKET :D

5 comments:

Anonymous said...

Frábært með vatnið notlega ekkert vatn eins gott og það íslenska.
Vá marglitt ökuskírteni =)
Heyrumst

Kristín og voffarnir

Helga said...

Til hamingju með ökuskírteinið! Ég tékkaði á þessum gaur sem þú bloggaðir um síðast, hann var víst ungfrú Hawai einhvern tímann, fann mynd af honum.
Er á leið á Tíbba vorfagnað, blogga mjög fljótlega, lofa :)
Hafðu það sem best og drekktu nóg af íslenska vatninu :)
Kveðja, Helga og Fóði

Anonymous said...

Frábært að ökuskírteinið sé komið! Moli svaf vel í "húsinu" sínu inni hjá GM í nótt. Hann fór í stuttan göngutúr með GM og mér um hverfið áðan og er búin að setja sitt merki á helstu hornin hérna ;o) og hitta nokkra nágranna okkar. Núna liggur hann í stofunni og lætur sólina sleikja sig, algjört letidýr!
Kærar kveðjur til ykkar allra
Linda & Co

Anonymous said...

Hæ hæ. Til hamingju með ökuskírteinið ;) Ég fylgist reglulega með. Ætlaði bara að láta þig vita að ég fann líka íslenskt vatn í Walgreens þegar við vorum úti, þannig að þú gætir tékkað á því ef þú átt einhverntíman leið í apótekið ;)
Hafði það gott og gangi þér vel í skólanum!

Kveðja, Edda

Fjóla Dögg said...

ohh gott að heyra með Mola. Ég veit að hann á eftir að lifa algjöru lúxuslífi já ykkur. Við vorum að koma af ströndinni alveg vel bökuð. Ég skila rosagóðri kveðju til Sveingjarnar þegar hann kemur heim og takk fyrir kortið ;). Mamma og pabbi biðja líka innilega að heylsa ykkur.
Já finnst ykkur ökuskírteinið mitt ekki flott :D?
Já þessi maður Helga rosalegt ég vissi einmitt að hann hafi verið fegurðardrottning rosalegt. Hlakka til að sjá næsts blogg ;).
Edda takk fyrir að benda mér á vatnið ég á örugglega eftir að nætfæra mér það. Gaman að heyra frá þér vonandi gegnur allt vel hjá þér Valda og Petru dúllu :D.

Kv Fjóla, Fabio og gamla settið.