Þá erum við öll kominn inn eftir heitann, sandugann og þreittann dag. Ég byrjaði á því í morgun að fara tvo hringi skokkandi til að reyna að blása ekki út alveg upp úr öllu valdi. Þegar ég kom svo inn voru foreldrarnir komnir á stjá og dreyf ég mig í því að pannta með hjálp pabba Cowaninn minn eða svo aðrir skilji I-potinn minn (bara ekki frá appel).
Þegar því var ölli lokið var farið að gera sig til fyrir strandar ferð. Mætti þá ekki laumugestur á heimilið sem fékk ekki betri mótökur en svo að hann endaði í klósettinu, R.I.P Kónguló.
Þá var það uppáhaldið mitt Perkins þar fegum við okkur morgunmat áður en haldið var áleiðis á ströndina. Þar var fengið sér það sama og venjulega egg og pönnukökur standa alltaf fyrir sinu.
Á stöndinni var ekki markt um mannin eins og síðast en það var samt haldið brúðkaup bara þarna innanum alla baðstrandagestina mjög spes að vilja gera þetta svona en gaman fyrir okkur. Ég tók margar myndir og fáið þið að njóta þeirra eins og alltaf hér að neðan.
Núna erum við komin heim og búin að baðast og ég orðin vel rauð sem er ágætt. Núna situm við inni og erum að bíða eftir því að rigningar, þrumu og eldinga veðrið gangi yfir svo við komumst út til að versla, kaupa mat, bensín á bílinn minn og leigja spólu.
Annars bíð ég bara eftir að heyra frá manninum mínum hvernig ferðin gekk og svona og vona ég að það sé fyrr en seinna.
R.I.P ;(
7 comments:
hey man!
Spes að ganga inná svona brúðkaup á ströndinni! Ég myndi nú vilja aðeins meira prívasí, persónulega. Ég er loks búin að blogga og setja inn FULLT af myndum. Hlakka til að heyra hvernig fyrsti skóldagurinn fer :)
Knús og kveðjur frá Fróða og mér :)
Svakaleg rigning!!!
Heyrðu, ég vildi láta þig vita að ég er búinn að blogga :) og þú ættir líka að kíkja á bloggið hans Braga þ.e. braginn.blog.is þar er hluti af ferðasögunni skemmtilegu :)
knús og kram, gangi þér vel í dag
-Davíð
Vá engin smá smíði þessi kónguló
Kristín og voff voff
Hæ er að prófa hvernig virkar!
Það virkar fínt endilega að commenta það er alltaf gaman :)
Kv Fjóla
Elsku vina afi og amma í Garðhúsi ættla að senda þér línu.
við erum svo ánægð með ykkur Davíð og að þið skuluð hafa gert Jesú að leiðtoga ykkar, svo erum við líka svo montin af þér hvað þú ert dugleg að vera ein þarna í Ameríku að læra við höfum svo gaman af að lesa póstin þínn meira seinna ammma krútt og afi
Post a Comment