Wednesday, April 30, 2008

Hvað hefur á daga mína dryfið

Ég er loksins farin að nota rakvélina mín að einhverju viti og gengur það mjög vel. Ég er núna búin að raka samtals tvo heila hunda annan Pitbull Chow Chow mix og hinn Labrador báðir alveg til í ða gefa manni endalausa kossa meðan á rakstrinum stóð. Í dag aftur á mótti fékk ég að raka minn fyrsta wanaby Poddle hund (sem leit meira út fyrir að vera Maltise poddle mix). É var nú samt bara með það sem kallast Mini groom sem þíðir andlit og fætur en þá raka ég andlitið og loppurnar. Það gekk bara mjög vel fyrir utan að hundspottið neitaði að vera kjurr þannig að einhvað sem hefði tekið 30-40 mín allt saman tók meira svona 1 og hálfan 2 tíma.
Við fengum svo í dag á stofuna St Bernards stelpu sem vakti mikla lukku enda algjör gullmoli. Tim sem byrjaði á sama tíma og ég tók hana að sér og ég held hann sjái ekki eftir því þrátt fyrir það að það sé mikil vinna að bursta, raka loppur og náræsvæði, klippa neglur, hreinsa eyru, baða og þurka.
En þrátt fyrir að bróðurparturinn af dýrunum sem koma inn til okkar séu hundar þá detta inn stöku kettir og í dag fengum við hvorki meira né minna NAGGRÍS!!!! Ég fékk nánast hláturskast þegar ég sá kvikindið. Það fyndna við það er að við gerum nákvæmlega það sama og ef hann væri hundur setur í bað, þurkaður og kliftur og fékk slaufu og allt :D. Fólkið sem á hann leifir honum bara að hlaupa um húsið eins og hundi þannig að það er kanski ekki skrítið að það mæti svo með dýrið hingað ;).
En ég læt þetta duga í bili ásamt nokkrum skemmtilegum myndum frá deginum í dag.


Þarna ar dúllan að gefa mer einn blautan eftir baðið hrein og fín
og þarna er svo saman erum við ekki alveg eins ;)


Þarna er svo verið að reyna að fá skvísuna upp á borð en hún var ekki alveg að nenna því

Þarna er svo naggrísin eftir bað ogtilbúin í klippingu eftir blástur

og komin með slaufu og skipt í miðju og ég vei ekki hvað :D

3 comments:

Riss! said...

oi! he´s about as big as our Brucey!

My parents had to put Rio (the golden retriever) down a few weeks ago. :( So Brucey has been real sad lately. My mommy said he is acting like a puppy again, just very clingy and whining. He has even been sleeping inside, and he never did that :(.

You look like your doing such a good job and having fun!

Love,
Jón and Riss

Anonymous said...

hahaha þessi naggrís er algjör snilld! með ekkert smá sítt hár :) gaman að heyra hvað allt gengur vel :)
kv Berglind

Anonymous said...

Haha fyndið að koma með naggrís hann er með þvílíkt sítt hár :)

Kristín og voffarnir