Vegna þessa hunds. Ég er gjörsamlega yfir mig sorgmæt yfir því að ég geti ekki tekið þennan hund að mér. Ég er búin að gráta sárt og hugsa fram og til baka í haustnum er einhver leið en það er engin. Hann er rescue dog og heitir Muffin man. Hann hefur verið í rescuinu frá því í febrúar og er öruglega ynndislegasti hundur sem ég hef hitt fyrir utan auðvita Guðs gjöfina hann Mola minn. Ef það væri einhver leið að ég gæti fengið hann þá myndi ég ekki hugsa mig um einu sinni. Ég hef aldrei upplifað svona tilfinningu áður. Ég finn að hann ætti ða vera min ef aðstæður væru aðrar. Ég veit ekki hvað Guð er að gera með mig núna en ef það er próf þá er það eitt af því erfiðasta sem ég hef gert að ganga í burtu frá þessum hundi það er gjörsamlega óbærilegt.
2 comments:
Það er einhver annar sem á eftir að stela hjarta þínu síðar, þegar þú ert í aðstöðu til að taka hann að þér, það er ég alveg viss um. Vonum bara að þessi fari á gott heimili, en ég skil vel að þetta er erfitt.
Ég fór í langa og góða göngu með Mola, Fróða, Sólrúnu og Nölu í dag í geggjuðu veðri, endilega kíktu á bloggið mitt.
Stuðningskveðjur frá Fróða og mér.
Þú ert svo dugleg Fjóla að standa í þessu öllu saman. Styrkurinn er greinilega mikill hjá þér :D
Post a Comment