Á föstudaginn var mikið að gera eins og alltaf í skólanum og nóg að gera. Ég fékk að baða eins árs hvolp sem náði mér upp að mitti stór og myndarlegur strákur sem heitir Bruno, einnig baðaði ég litla, gamla, illafrna tík sem var að leita að heimili ég veit ekki söguna hennar. Ég hef enþá ekki lent í mjög erfiðum hundum að baða en þeir sem ég er ekki spenntust fyrir eru þeir sem reyna að bíta þig. Ég fann mína fyrstu tick á föstudaginn rosa spennandi og fáið þið að sjá hana hér á eftir. Ég er að fara að taka mín fyrstu próf í næstuviku eða á mánudag og fimmtudag. Einnig á ég að skila ritgerð um ticks í næstuviku líka en það er í lagi þar sem ég er eiginlega búin með hana. Annars á ég að hafa nægan tíma til að læra þar sem ég er bara ein og hef ekkert annað að gera en leiðast, horfa á sjónvarpið, lesa o.s.fv.
Ég er á leiðinni að fara út að skokka með nýja cowaninn minn svo er bara að gera sig til fyrir kirkju. Ætli ég kíki ekki á Sweet tomato á leiðinni heim og fái mér hádegismat.
En ég vona að alt gangi vel heima á Íslandi og hlakka ég til að heyra í ykkur öllum.
Kær kveðja Fjóla og Fabio
Þetta er litla Ameríska Cocker Spanniel tíkin mín sem var svo skítug og illa farin. Eyrun á henni höfðu örugglega aldrei verið hreinsuð og svo var hún með tick :( elsku litla skinnið. En þarna er hún búi að fara í bað og leit mun betur út en hún gerði fyrir skal ég segja ykkur.
Þarna er svo tickið frekar stór og flott en hún er nú samt ekki búin að filla sig alveg því ticks festa sig á fórnarlambi sínu í viku ef þær eru ekki fjarlægðar svo detta þær af. Ticks 200 falda sig í stærð þegar þær sjúga blóð. Þið getið séð að þetta er fullvaxta tick þar sem hún er með 8 fætur en ekki 6. Ticks ganga í gegnum 5 stig eða fyrst eru þær egg, svo Larvae, svo, puba, svo nymph og á endanum fullorðin tick. Ticks þurfa ekki að borða nema 2-4 sinnum yfir æfina og verða allt að 4 ára gamlar sem mér finnst magnað.
og að lokum þá er þetta hún Sabarina sem er hálfgerður skólahundur þar sem einn af starfsmönnum skólans á hana. Þarna er ég og Gloria búin að vera að greiða henni, en það sem þarf að gera við svona poodle er að greiða henni með sliggerbusta fyrst og svo þegar það er búið verður þú að athuga hvort þú komist í gegnum feldin með greiðu annars þarf að gera hundinn allan betur. En þetta er allt saman gert fyrir bað.
8 comments:
ojbara þetta tick kvikindi er ekkert smá ógeðslegt :/ en gaman að heyra að það gengur allt vel skvís :)
kv Berglind
Sammála síðasta ræðumanni! Tick's eru ógeð...
En þú og Fabio skemmtið ykkur bara vel ;)
oj oj oj huge tick! Hvernig takiði þær af?
Gaman að lesa færslurnar þínar og sjá hvað þú ert að gera þarna úti.
Kveðja,
Ólöf Karen
Vá ekkert smá stórt :/
Hæ Ólöf gaman að fá comment frá þér.
Sko við bara notum klemmur en pössum að öll paddan fari af annars ef hausinn verður eftir vex bara annar búkur en svo þegar þú hefur náð henni af setur þú hana í alcohol og þar kafnar hún. Þetta er allt mjög spennandi og já frekar ógeðslegt annars var ég mjög hissa á sjálfri mér hvað mér fannst tickið ekkert mjög ógeðslegt.
En takk fyrir öll commentin ég alveg þrífst á að lesa þau ;)
Endilega hafið mig í huga á morgun þegar ég tek prófið.
oi! the little cocker spaniel looks so sad i want to give her a big fat hug!
Gangi þér vel í prófinu, Fjóla mín. Er að hugsa til þín :)
Risaknús frá mér og Fróða *:
Veit að þér á eftir að ganga vel í prófinu :)
Post a Comment