Friday, April 04, 2008

Bara nokkrir dagar í skólann :D

Þá eru bara 3 dagar þangað til ég byrja í skólanum og er ég farin að vera soldið spennt.
Annars er ekki mikið sem ég hef að segja ykkur í dag nema það að ég var dugleg í morgun og skokkaði tvo hringi hlustandi á Evrovision lög á meða rosa fjör hjá mér.
Við fórum í sólina, ég er öll að koma til í litageiranum og vonast til að halda áfram að fá lit. Annað kvöld förum við svo til Ed´s sem er pabbi Mikes sem er vinur pabba og mömmu hérna úr kverfinu. Ég er að fara að fá íbúðina þeirra lánaða í fjóra daga þegar tengdó, Benjamín og Guðlaug María koma vegna þess að Jóhann frændi ásamt hans konu koma nokkrum dögum áður en við förum heim og þurfa þau þá að fá íbúðina.
Annars er hann Davíð minn að fara til Washington D.C. á morgun og er ég svo spennt fyrir hans hönd. Ég get ekki beðið að fá að heyra hvernig gengur hjá þem og vona ég sko sannarlega að þau eigi eftir að slá öll met. Davíð minn er nefnilega alveg algjör snillingur í ræðumensku og veit ég að hann á eftir að standa sig vel.Annars var ég að horfa á C.S.I en skipti altaf á milli á Opru en þar var maður (sem er samt kona) hjá henni sem er ófrískur!!!! Já gott fólk hann er ófrískur í alvörunni. Hann heitir Thomas Beatie og getið þið googlað hann til að vita meira. Það litla sem ég veit er að hann fæddist samt sem kona og er því með kvenkyns kynfæri en samt með tippi held ég en það er einhvað sem hann lét búa til á sig (semsagt ekki með fætt). Hann vildi halda kvenkyns æxlunarfærum þá væntanlega legnu og vegna þess að hann vissi að hann vildi einhverntíman getað eignast börn!!!!!!! Er eingum sem finnst þetta undarlegt nema mér? En er ég alltof þreytt til að fara út í allt of mikla umræðu um þetta mál núna. En endilega kynnið ykkur málið og fræðið mig svo því ég sá bara brot og brot úr þættinum áðan.
Um helgina er svo planið að fara á markaðinn sem er alltaf gaman og versla einhvað skemmtilegt.

Guð blessi ykkur
Kveðja Fjóla Dögg

6 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ..já þetta er sko stórskrýtið!!!

Heyrðu, ég er að fara núna á eftir upp á flugvöll, þannig að þú mátt alveg hringja í mig þar sem ég verð ábyggilega ekki í skype tölvusambandi þegar þú vaknar...hlakka til að heyra í þér

bæjó
-Davíð

Anonymous said...

Jú þetta er mjög skrítið
Ég sendi þér mail ;) Hlakka til að fá svar frá þér...

Kristín og voff voff

Fjóla Dögg said...

ég er búin að senda þér póst líka. Er líka búin að tala við Davíð en sendi þér annan póst um það seinna í dag en ég er 99% viss eins og er.

Anonymous said...

Frábært er búin að svara þér til baka =)

Kristín, Sóldís og Aris

Riss! said...

ewwwwwww! that guy! he is not a man! i told my mom about "him" and she was like "ok, so basically he is a woman who cut off her tits and took some hormones."

haha

Fjóla Dögg said...

Yes Riss I agree with you a 100% that this "MAN" is infackt a woman.