Elsku fjölskylda og vinir, við hérna viljum óksa ykkur öllum gleðilegra páska og biðjum þess að við meigum muna hvað Jesús gekk í gegnum fyrir okkur þessa páska daga.
Við erum komin með páska lambið í ofninn en davíð vaknaði snemma til að skella því í ofninn, í gær földum við Davíð og Benjamín 5 lítil egg sem við ætlum að leita af þegar allir eru vaknaðir og svo er að hefjast handa á að baka gulrótaköku, gera aspassúpu og klára matargerðina.
Planið er að taka því rólega í dag, huksanlega kíkja í kirkju og svo bara njóta þess að borða PÁSKAEGG :D en ég er ekki orðin lítið spennt fyrir því :D.
Annars segi ég bara Guð veri með ykkur og gefi ykkur frábæra páska.
Fjóla, Davíð og co
No comments:
Post a Comment