Af algjörri tilviljun (ja eða það er það sem við höldum) ákváðum við í morgun að byrja að horfa aftur á Prison Brake seríu 1 og komst ég þá að mjög skemmtilegum hlut. Í fyrsta þættinum er Michael að ræna banka sem verður að ástæðunni afhverju hann fer í fangelsi. En það sem er skemmtilegt við það að banka byggingin sem er notuð í þættinum er banki sem ég labba framhjá nánast daglega þegar ég fer út með Mola að labba :D. Mér finnst þetta alveg hrillilega fyndið og skrítið á sama tíma en eins og aðdáendur vita þá á þátturinn að gerast í Chicago ekki N.Y. hvað þá Queens ;D.
Við erum hér með tvær myndir önnur er úr þættinum og hin er frá googlemaps :D.
Þessi mynd er úr þættinum
og þessi er frá googlemaps. Ef þið skoðið vel sjáið þið vel að þetta er nákvæmlega sama húsið.
Ég á svo öruglega eftir að fara út fljótlega og taka mynd af þessu sjálf til að sýna ykkur þannig að bíðið bara spennt þangað til ;D.
knúsar Fjóla
2 comments:
Sniðugt :)
Kristín
Cool :)
Knúsar
A7
Post a Comment