Thursday, August 12, 2010

Fréttir

Þá fer að síga á seinni hlutann á ferð Hlynsa og Dísu. Við eigum bara eftir einn dag hérna í Virginiu öll saman en svo á laugardaginn leggjum við afstað til New York þar sem við eigum ca þrjá daga saman.
Davíð minn ætlar að vera svo frábar ða koma seint á föstudaginn til að keyra með okkur til N.Y og fara í Amish þorpið á leiðinni langað :D. Við leggjum snemma afstað á laugardeginum og komum líklega í kringum kvöldmatarleitið til Queens. Ég held að hlynsi og Dísa hafi skemmt sér bara vel hérna allavegana vona ég að þau séu að njóta frísins hér alveg jafn mikið og þau myndu gera á Flórída. Við erum allavegana búin að vera alveg hrillilega dugleg að labba um í D.C tvo daga og svo heilan dag í malli á þriðjudaginn þannig að við höfum verið MJÖG dugleg að labba.
Annars erum við Davíð á erfiðum stað núna varðandi frammhaldið þar sem við vitum ekkert hvað tekur við í lok árs nema það að Davíð klárar vinnuna sína hjá UN, við missum íbúðina... and that is about it :S. Við værum alveg hrillilega þakklát ef þið mynduð biðja með okkur fyrir þessu ástandi og biðja Guð um að hjálpa okkur að treysta honum og biðja hann um að opna fyrir okkur leiðir svo við getum haldið áfram að vera hér í USA því okkur finnst tíminn okkar ekki vera búinn hér.
Annars sendi ég bara knúsa og ég lofa að setja inn myndir fljótlega en ég er alveg að verða vitlaus á þessu myndaleysi hjá mér.

Knúsar Fjóla og co

No comments: