Tuesday, August 31, 2010

Davíð veikur :S

Uss uss uss elsku litli kallinn minn er veikur :S. Hann kom heim í gær úr vinnunni sjóðandi heitur og leit ekkert sérstaklega vel út. Hann borðaði nánast ekki neit í vinnunni, sagðist ekki hafa neina list, nema eitt epli og svo nokkrar brauðsneiðar þegar hann kom heim. Hann er með niðurgang en þó sem betur fer ekki upp gang :S. Núna erum við hérna uppi í rúmi að bíða eftir því að vinnan hans opni svo hann geti hringt sig inn veikan enda er kallinn með 38,5 stiga hita sem er ekki gott.
Við vitum ekki hvaðan þessi veikindi koma því ég er al frísk og höfum við verið að borða það sama enda myndi hitinn ekki útskýrast ef þetta var eitthvað sem hann borðaði eða hvað?
Allavegana ég fæ þá að hafa Davíð heima í dag þrátt fyrir að það væri nú skemmtilegra ef hann væri heill :S.

Knúsar og biðjið endilega fyrir Davíð mínum


Friday, August 27, 2010

Föstudagur...

... sem þýðir að Davíð er að komast í helgarfrí :D.
Ég og Moli tókum okkur smá skoðunar hring um hverfið okkar í dag. annars hef ég ekki afkastað miklu í dag þannig séð. Ég reyndi að fara með ferðatöskur niður í geymsluna okkar en gat ekki með neinu móti opnað hurðina :S. Ég er búin að ganga frá öllu núna þannig að allri skápar, allar skúffur og annað er fult af drasli, ég ereinnig búin að riksuga, þurka af og skúra þannig að allt ætti að vera eins gott og það verður hér :D.
Núna erum við Moli bara að bíða eftir að Davíð komi heim, en í kvöld held ég að ég hafi bara súpu og brauð þar sem við ætlum að vera góð við okkur og hafa köku í eftirrétt þar sem það er að koma helgi :D.
Annars hef ég nákvæmlega ekkert merkilegt að segja ykkur gott fólk en ég bið bara alveg hrillilega vel að heilsa ykkur og Guð veri með ykkur.

Fjóla og Moli

Thursday, August 26, 2010

Mynd tekin í dag

Jæja við Moli fórum út að skokka í morgun og ákvað ég að taka með myndavélina og fara framhjá bankanum fræga. Ég er ekki akkúrat á réttum stað sé ég en ég vona að þetta sleppi :D.

Fjóla

Tilviljun... held ekki

Af algjörri tilviljun (ja eða það er það sem við höldum) ákváðum við í morgun að byrja að horfa aftur á Prison Brake seríu 1 og komst ég þá að mjög skemmtilegum hlut. Í fyrsta þættinum er Michael að ræna banka sem verður að ástæðunni afhverju hann fer í fangelsi. En það sem er skemmtilegt við það að banka byggingin sem er notuð í þættinum er banki sem ég labba framhjá nánast daglega þegar ég fer út með Mola að labba :D. Mér finnst þetta alveg hrillilega fyndið og skrítið á sama tíma en eins og aðdáendur vita þá á þátturinn að gerast í Chicago ekki N.Y. hvað þá Queens ;D.
Við erum hér með tvær myndir önnur er úr þættinum og hin er frá googlemaps :D.

Þessi mynd er úr þættinum

og þessi er frá googlemaps. Ef þið skoðið vel sjáið þið vel að þetta er nákvæmlega sama húsið.

Ég á svo öruglega eftir að fara út fljótlega og taka mynd af þessu sjálf til að sýna ykkur þannig að bíðið bara spennt þangað til ;D.

knúsar Fjóla

Wednesday, August 25, 2010

Blogg nr 2 ferðalag Hlynsa og Dísu

Jæja fleyri myndir frá fríinu mínu :D.

Dísa og Hlynsi voru sett í mandatory Boxing tíma eins og allir sem heimsækja okkur þurfa ða gera ;D

og það var sko lifað sig inn í leikinn ;9

Davíð heimtaði box á móti mér og ég gaf eftir

Hlynsi flottur í múvunum ;D

Koma svo ;D

Pabbi og bróssi að prófa nýja leikin okkar en þarna eru þeir að dansa :D

Dísa einbeitt ;D

við Dísa að dansa

Þá var komið að safnadagi í D.C. en við byrjuðum á American History museum
labbi labbi

Komin til Risaeðlanna

Svo var það Air and space museum Davíð lenti framaná flugvél

Dísa og Hlynsi snertu tunglið :D


Medieval Times Baby :D

Mamma flott með kórónuna

Svo sæt tilbúin að sjá sýninguna

Parið flotta

Skál, strákarnir komnir með bjór

Öll flott og tilbúin :D

Komin inn, stuð á manskapnum


Sýningin byrjuð

Þá erum við komin til N.Y og á vinnustaðnum hans Davíðs

Davíð með Mola sinn á skrifstofunni sinni

Fyrir utan sameinuðu þjóða bygginguna

Grand Central station
Fott ljósið bara úr miðju glugganum og svo ljósið af glugganum á móti sem fellur á Hlynsa :D

Markaður í Manhattan

Smá markaðs nasl

Pabbi og mamma að bíða eftir grænu ljósi

Fjölskyldan :D

Broadway baby

Time Square



Feðgarnir sætir

MogM búðin

og hún var á þremur hæðum

Radio City

Moli að fá að súpa vatn hjá afa

NBC merkið úr mogm

A cup of Obama

Rockefeller center
STÓÓÓR legókall

Kirkja í Manhattan


Tromp Tower

Central park

Í Subway á leiðinni heim en Hlynsa var nú ekki alveg sama um þennan, mikil læti og hossingur ;D

Sendi annars bara knúsa heim eins og alltaf

Fjóla og Moli