Wednesday, March 31, 2010

Nokkrar frá deginum í dag :D

Í dag skutlaði ég Davíð í skólann og fór svo í leikfimi. Sveinbjörn, Linda og Guðlaug sváfu bara á meðan en þegar ég kom heim úr fimini voru þau komin á stjá. Þau skelltu sér í Potomac Mills og versluðu nokkra poka meðan að við Moli vorum heima og fórum í labbitúr. Seinni partinn fórum við svo öll að ná í Davíð í skólan og notuðu Linda og Guðlaug tækifærið og skoðuðu skólann þar sem þær náðu aldrei að gera það síðast þegar þær voru hér.
Við skelltum okkur svo á Todai japanska buffettinn og átum öll yfir okkur. Við kíktum svo í Family Christian books store sem er í mallinu þar sem Todai er og versluðum ekkert smá mikið en ég var að klára stimpilkortið mitt þar sem þýddi að ég fékk 25% off shopping spree og gátum við látið Lindu og Sveinbjörn fá það en við græddum ekki lítið á því vegna þess að við fengum Biblíuna á mp3 diskum lesið af fult af leikurum og með bakgrunnshljóði gegjað flott og svo fengum við ógeðslega flotta mynd á vegg sem ég sýni ykkur seina :D.
En hér koma nokkrar myndir frá deginum í dag.

Tréin eru farin að blómstra vel

Svo fallegt en hábunkturinn á að v era í lok þessarar viku :D

Blómstra :D


Lítil tré






Komin á Todai en það vantar sko ekki hrogna fjölbreitnina í réttina hjá þeim ;D

ummm...

Tengdó í skýjunum að fá japanskan mat :D

eitt lítið hrogn

eftirrétturinn ummm svo gott

Knúsar á ykkur heima Kv Fjóla

p.s. Kristín ég fékk mailið frá þér og ég held að sunnudagurinn sé ágætur en það er soldið erfitt að segja þar sem við erum með gesti núna :D. En vonandi gengur þetta upp :D.

Sunday, March 28, 2010

Operan í gær

Elsku bestasti Davíð minn kom mér heldur betur á óvart í gær og bauð mér á Operuna Porkey and Bess en það er fyrsta ópera sem ég hef séð það sem eru bara svertingjar að syngja :D. Operan er eftir George Gershwin og er samin í kringum 1935 að ég held. Það tók okkur bæði soldið langan tíma að komast inn í hana enda er hún sungin á ensku og er svona í nýrri kantinum. En operan var sýnd í The Washington National Opera en operustjórinn þar er engin annar en Placido Domingo og verður hann sjálfur að syngja í Madama Butterfly á næsta ári það væri nú ekki leiðinlegt að fara og sjá þá sýningu :D.
Annars hefur dagurinn verið rólegur en ég hef verið að taka til og undirbúa komu gestana okkar sem koma á morgun þannig að það var sett í nokkrar vélar, tekið til og þryfið. Davíð fór út með Mola að skokka áðan og ég fór og gerði upper body í leikfiminni minni. Ég spjallaði við hana Helgu mína og þarf nauðsynlega að komast í sambandi við Kristínu mína sem fyrst en ég veit ekki hvernig tíminn minn verður núna þegar við erum að fá gesti.
En nóg um það við höfum ekki enþá fartið til D.C til að taka þátt í Cherri blossom festivalinu en við gerum það áður en því lýkur en málið er að það er spáð rigningu eitthvað alla daga fram á miðvikudag þannig að við sjáum til henar við förum.

En ég sendi bara knúsa á ykkur

kveðja Fjóla og co

Saturday, March 27, 2010

Jessup

Við Davíð fórum á fimmtudagskvöldið á Jessup ball. Við hittum íslenska liðið og hengum með þeim nánast allt kvöldið :D.
Í dag aftur á móti er planið að kíkja til D.C en í dag byrjar Cherry blossom festival :D. Það eru alskonar uppákomur og skemmtilegt núna alla til 11 apríl. Tréin eru farin að blómstra vel en það er talið að þau nái hápunkti sínum undir lok næstu viku :D. í kvöld er svo einhver hittingur í Georgetown sem við Davíð förum á en það á víst að vera voða gaman :D.
En nóg um það hér koma nokkrar myndir frá fimmtudags kvöldinu :D.

Ég og Ingunn en hún er hluti af íslenska liðinu

Danska og íslenska liðið en okkur fanst ekki alveg viðeigandi að Danirnir voru með Víkingahjálma HALLÓ!!!!

Öll saman í myndatöku ;D

Davíð minn sæti

Ég og Ásta

og hérna er svo smá smjörþefur af því sem koma skal af Cherry blossom myndum frá mér ;D

hlakka svo til að sleppa mér í myndunum

Knúsar héðan Fjóla og co

Ísland árið 1926



Fundum þessa klippu á netinu, rosa gaman að sjá hana. Takið eftir manninum á hestinum með regnhlífina, hann er svalur.

Wednesday, March 24, 2010

Plokkfiskur

Í dag hef ég setið heima og gert mjög lítið af viti. Davíð er í skólanum og kemur líklega ekki heim fyrr en ég er farin í háttinn :S. Í gær kvöldi fékk ég þá allra verstu túrverki lífs míns sem voru stanslausir í að nálgast 4 klukkutíma. Ég var með upp og niður gang og kastaði upp öllu því sem var í maganum og hafði mikla verki. Eftir að hafa veltst um með óstjórnandi skjálfta og ekki getað setið, staðið eða legið í 4 tíma fór mig að svima mikið og á endanum sofnaði ég eingöngu vegna þess að ég bara var gjörsamlega uppgefin og gat ekki meir.
Ég hef aldrei verið svona rosalega slæm og ég veit ekki afhverju þetta var svona rosalega slæmt í gær. Ég er enþá svona soldið slöpp er svona með hálfgerðan svima en verkirnir eru farnir þrátt fyrir að ég hafði vaknað í morgun með smá verki.
En það er fátt annað að frétta af mér. Ég fór út með Mola í smá labb áðan og er svona að velta fyrir mér að fara með hann aftur á eftir áður en ég bý til kvöldmat handa mér en þar sem ég er ein heima og er þá bara að elda ofaní sjálfa mig, ætla ég að gera plokkfisk, eitt af uppáhaldinu mínu, en það er aldrei gert á þessu heimili vegna þess að Davíð fílar ekki plokkfisk.
En hér er veðrið gott, smá gjóla áðan og hitinn er 20°C+. Tengdó, Benjamín og Guðlaug María koma svo til okkar á mánudaginn (Benjamín kemur nokkrum dögum seinna) og hlökkum við mikið til þess.
En meira seinna ;D.

knúsar Fjóla og Moli

Tuesday, March 23, 2010

Hleðslutækið er komið :D!!!!!!!!!

Loksins, loksins er ég komin í samband við umheiminn :D. Ég var að fá hleðslutækið mitt fyrir svona hálftíma síðan og hvað er það fyrsta sem ég geri jú auðvita að blogga :D.
Í þessari vikur er Jessup þannig að Davíð er að dæma allavegana þrjá daga vikunar. Hann var í burtu frá morgni til 11:30 pm ég var reyndar með honum eitthvað þannig að við fórum samferða heim. Moli kom líka með og fékk að hanga með dómurunum en allir voru farnir að segja ða hann væri nýja lukkudýrið fyrir Jessup ;D.
En í dag fór Davíð líka snemma í morgun og ég næ í hann seint og á moegun verður hann í burtu allan daginn með bílinn :S. En ég er samt alveg ágæt því ég get verið í tölvunni loksins :D.
En ég hef ekkert merkilegra að segja þannig að ég læt myndirnar um rest ;D.

Hér er allt farið að blómstra enda eru cherry blossoms á næsta leiti :D

ég er samt farin að finna að ég þarf að byrja að taka pústið og nefspreyjið aftur út af gróður ofnæminu mínu en hálsin var farin að vera slæmur og soldið farin að sjúga upp í nefið en strax og ég tók hvoru tveggja varð ég betri :D.




Svo fallegt


vatnið sem við Moli löbbum alltaf framhjá þegar við tökum labbitúrinn okkar :D



á Super pet expoinu var margt um mann og hund en þú gast t.d. keyft þér tarantúllur, snáka, eðlur og froska :D

fult af flottum ólum :D

Vá hvað ég verð að eignast þetta dýr :D en við erum búin að átta okkur á því að það þarf að bíða í einhvern tíma þer sem bara litla dýrið sjálfst kostar í dag $250 :S

Moli að heylsa :D

Við hjónin :D




Mig labgaði svo í þessa regnhlíf :D

Knúsar og ég er komin aftur ;D

Fjóla og Moli

Thursday, March 18, 2010

Í tölvunni hans Davíðs

Jæja ég fékk aðeins að komast í tölvuna hans Davíðs og varð að henda inn nokkrum línum. Í dag fórum við Moli í labbitúr og það má sko alveg segja að náttúran sé að blómstra enda eru Cherry blossoms á næsta leiti :D. Hitinn fór up í 24°C þannig að Moli másaði létt og naut blíðunnar :D. Ég tók nokkrar myndir sem ég set inn þegar ég fæ mína eigin tölvu aftur ;D.
í kvöld ætlum við að steikja fisk en við fórum í Cosco og fumdum ferska íslenska ýsu ummmm þannig að það er bara algjör nammi matur í kvöld :D. Við versluðum þó meira en fiskinn en við eiginlega töpuðum okkur smá í þetta skiptið ;D. Ég vildi prófa nýja súkkulaði Cherriosið sem er merkilega ekki óholt, svo keyftum við tvær aðrar gerðir af morgunmat, meira þurkað manga, súpur bæði organic og venjulegar, organic appelsínusafa o.s.fv :D.
En nóg með það ég næ kanski að fá tölvuna hans Davíðs lánaða annað kastið um helgina en á meðan segi ég bara Guð blessi ykkur og KNÚS :D.

Kv Fjóla

Tuesday, March 16, 2010

Hleðslutækið mitt...

...bilað :S. Tölvu hleðslutækið mitt hleður ekki og bíbar bara endalaust :S. Ég get því ekki verið í tölvunni minni þar til ég fæ nýtt hleðslutæki og er því að láta ykkur hér með vita af því.
Vonandi fæ ég annað hleðslutæki sem fyrst en þetta er mjög pirrandi :S.

Knúsar Fjóla

p.s. ég er að drepast mig langar svo mikið að fara í nokkra daga í apríl til íslands að hitta Kristínu vinkonu og sjá hvolpana hjá henni að það er rosalegt :S.

Monday, March 15, 2010

Jæja í gær fórum við Davíð í sinhvort partýið vegna þess að okkur var boðið til Pelt fjölskyldunnar í Pi partý en Jason heldur þetta partí á hverju ári alltaf á sama deginum eða 3.14 sem eru fyrstu tölurnar í pe formúluni þannig að allir eiga að mæta í einhverskonar pe búning :D. Ég fór aftur á móti í íslensku partý þar sem við borðuðum góðan mat t.d. heimatilbúið rúgbrauð, harðfisk, pönnukökur, snúða, íslenskan lax, hjónabandssælu o.s.fv. Við horfðum svo á fangavaktina og og heimildarmynd um virkjanir á Íslandi (eða tæknilega séð skiptist hópurinn í tvent og ég var í fangavakta hópnum ;D)
En í dag er bara það sama og venjulega fara í leikfimi og reyna að lostna við eitthvað af þessu spiki sem neitar að fara :S, út með Mola í labbitúr en það er víst alveg komin tími á það hjá honum en hann hefur ekki fengið neinn labbitúr í tvo daga :S og svo næ ég í Davíð um 4-5 leitið.
Um helgina erum við Moli að fara á Super pet expo sem er svona gæludýra paradís með öllu sem þér dettur í hug til sölu fyrir gæludýrið þitt ásamt því að það verða hundar í leit að heimili og einhverjar sýningar o.s.fv þannig að ég er alveg ógeðslega spennt að fara og sjá það :D. Huksanlega fáum við Veroniku, Gary, Ben og Níu í mat á sunnudaginn en ég á eftir að heyra frá Veroniku í sambandi við það :D.
Á miðvikudaginn er svo St. Patrick´s day en ég veit ekki hvort að það verði gert neitt sérstakt líklega ekki vegna þess að þessi dagur er lengsti skóladagurinn hans Davíðs en það gæti verið að ég kíki í heimsókn til Veroniku í staðinn :D.
En nóg með það hef ekkert meira merkilegt að segja :D

Knúsar Fjóla og Moli

Friday, March 12, 2010

Smá blogg

Við Davíð fórum í stutta göngu í morgun með Mola og skelltum okkur svo í Whole Foods til aðversla í súkkulaði skyr köku sem ég ætla að búa til á morgun fyrir íslendinga hitting á sunnudagskvöldið :D. Ég er ekkert smá spennt að smakka þá köku en uppskriptin er í Af bestu list 3 sem er svona hollustu, gott fyrir hjartað matreiðslubók :D. En það kom okkur mikið á óvart þegar við vorum komin á kassan og mér er litið til hliðar og hvað blasir við mér annað en þetta hérna

Nóa Siríus páskaegg :D. Við bara urðum að kaupa það en þau voru líka með svona kassa með 6 litlum eggjum frá Nóa :D. Mér finnst þetta svo mikil snild alltaf gaman að kaupa íslenskt í útlöndum maður fær bara ekki leið á því :D.
En á leiðinni í Whole Foods sáum við Tropical Smoothie café uppáhaldstaðinn min síðan við bjuggum í St. Pete og urðum við ekkert smá spennt og ætluðum að fara en þegar við vorum komin upp að húsinu var ekkert þar inni bara skiltið fyrir ofan hurðina :S. Þetta var versti Tíser sem ég hef lent í :S. En við komum heim og viti menn Davíð þóttist ætla að fara út að kaupa eitthvað fyrir skólan en neeeeiii kemur hann ekki með Kiwi quencher uppághalds smoothisinn minn og VÁ hvað ég var glöð. Davíð fann s.s stað hérna rétt hjá okkur og þið megið alveg hafa það á hreinu að núna verður farið þangða einu sinni í viku Lámark :D.
En í kvöld er bara rólegt kvöld, ég var að koma úr zumba kikbox leikfimi tíma sem var bara rosalega fínn. Á morgun er svo nammi dagur þannig að það verður góður morgunmatur og svo Tropical Smoothie í hádeginu :D og á sunnudaginn verður líka smá nammi kvöld þar sem við förum í þennan íslensku hitting hjá Wagner hjónunum sem bjuggu um tíma á Íslandi :D.
Annars sendi ég bar knúsa heim.

Fjóla :D

Thursday, March 11, 2010

Up

Við Davíð leigðum Up hjá Netflix og vorum að horfa á hana í dag og vá hvað hún er æðisleg ég grét nánast allan tíman. Hún er alveg rosalega falleg og hjartnæm og fyrir þá sem eru ekki búin að sjá hana þá verðið þið að gera það sem fyrst.
Annars dagurinn í dag bara búinn að vera rólegur ég fór bara í leikfimi eins og alltaf en annað merkilegt var það nú ekki :S.
Davíð er búin að læra í allan dag með hléum en við erum svona að velta fyrir okkur að fara í göngu á morgun á einhverjum góðum stað sérstaklega þar sem veðrið hérna er búið að vera alveg æðsilegt síðastliðna daga en hitinn fór í dag upp í 20°C ekki slæmt ;D. Davíð panntaði hitamæli í gær og við fengum hann núna áðan þannig að hann er kominn upp og núna vitum við hitastigið bæði inni og úti sem er náttúrulega rosa gott að vita :D.
Ég er alveg veik að fara heim til Íslands og sjá hvolpana hjá Kristínu vinkonu en það er ekki ódýrt :S. En ég fæ þá bara að fylgjast með á netinu og sjá myndir en hún er sem betur fer dugleg að taka myndir :D.

Annars sendi ég bara hlýjar kveðjur heim

Fjóla og co

Tuesday, March 09, 2010

Þriðjudagur 9. mars

Þá erum við alveg vel komin á gott skrið inn í mars. Það eru 20 dagar í að Linda, Sveinbjörn, Guðlaug og Benjamín koma til okkar sem þýðir að ég þarf að standa mig extra vel þessa 20 daga og koma mér í pikiní form en ég veit nefnilega að ég á von á páskaeggi og ekki grennist ég mikið á þeim tíma sem ég er að háma það í mig og kemst öruglega ekki eins oft í leikfimi og ég myndi vilja.
En í gær fór ég á svona konu hitting þar sem konurnar í kirkjunni hittust heima hjá Veroniku og boðuðu saman og það er alltaf ein sem er með vitnisburð og var það bara gaman.
Í kvöld erum við Davíð svo að fara á íslensku læru hópinn en pabbi minn og mamma eru búin að vera svo yndsleg að versla fyrir mig fyrir Matthew fult af dvd myndum sem Linda og Sveinbjörn geta vonandi tekið með út til okkar.
Annars er voðalega lítið að frétta af mér en er það ekki bara gott?

Ég segi bara over and out

Fjóla

Monday, March 08, 2010

Var að klára skrappbók nr 7

Jæja þá er ég búin að klára öll 10 plöstin í skrappbók nr 7 en ég ætla að bæta við svona ca 3-4 í viðbót en ég þarf bara að fara út í búð og kaupa plöst :D

Aðfangadagur jóla í Virginiu, fyrstu jólin mín í útlöndum og burtu frá fjölskyldu og vinum. Við áttum alveg æðisleg jól með fult af gjöfum og góðum mat :D. Moli fékk meira að segja sína eigin jólasteik :D

Þá var komið að því að opna pakka en það var sko nóg af þeim :D

Ein morguninn þegar ég vaknaði til að fara út með mola að pissa blasti við mér þessi gullfallega sjón en ég náði að festa hana á mynd til að geta sett í skrapp bókina mína :D.

Jæja ætla út með Mola að labba :D

Sunday, March 07, 2010

Ganga, Chihuahua hittingur og Oskarinn í kvöld :D

Við Davíð vöknuðum snemma í morgun eða hálf 7 til að gera okkur til fyrir göngu í Alexandríu. Við löbbuðum um í tvo tíma í góðu veðri, við sáum t.d. skalla örn og vorum við heppin aðvera með myndavélarnar á okkur :D.
Eftir gönguna kíktum við á chihuahua hitting á stað sem þú getur farið með hundinn þinn í pössun og þeir eru ekki í búrum heldur fá bara að leika sér inni með öðrum hundum. Við hottum alveg þó nokkra tjúa og hafði Moli gaman af en var orðinn soldið þreyttur eftir gönguna þannig að við stoppuðum bara í klukkutíma sem var alveg nóg fyrir okkur öll.
Í kvöld er svo Oskarinn og ætlum við að hafa það huggó heima og pannta pízzu svona einu sinni. En ég hef ekkert meira að segja í bili ætla bara að leifa myndunum að tala :D.

Vinir

Ég og Moli

Moli byrjaði daginn í peysu en ég varð fljótlega að taka hann úr henni þar sem hitinn fór upp í 14 gráður í dag :D.

Fá smá nammi :D

Litli sæti kall

Falleg morgun sólin

Já við sáum Skalla örn en fyrir þá fáu sem ekki vita þá er það fugl Bandaríkjana. Þarna situr hann í trénu en svo var litla vélin tekin upp og þá var súmmað.

Þessi er reyndar úr stóru vélinni með litlu linsunni

en þessi er svo úr litlu vélinni en þið sáuð hvað hann var langt í burtu ;D

Flottur

Rosalega tyggnarlegur fugl

sólin að speiglast í vatninu

já þetta skilti segir allt sem segja þarf ;9

Verið að heylsa upp á Mola en hann varð strax hrifin af þessum sýðhærða tjúa strák

þetta litla gimp er 10 mánaða og vegur 2 lbs eða 900 g þannig að helda ég myndi ekki vera neitt of áhyggjufull með Emmu ;D

Hundarnir og eigendurnir

Knúsar frá okkur