Í dag skutlaði ég Davíð í skólann og fór svo í leikfimi. Sveinbjörn, Linda og Guðlaug sváfu bara á meðan en þegar ég kom heim úr fimini voru þau komin á stjá. Þau skelltu sér í Potomac Mills og versluðu nokkra poka meðan að við Moli vorum heima og fórum í labbitúr. Seinni partinn fórum við svo öll að ná í Davíð í skólan og notuðu Linda og Guðlaug tækifærið og skoðuðu skólann þar sem þær náðu aldrei að gera það síðast þegar þær voru hér.
Við skelltum okkur svo á Todai japanska buffettinn og átum öll yfir okkur. Við kíktum svo í Family Christian books store sem er í mallinu þar sem Todai er og versluðum ekkert smá mikið en ég var að klára stimpilkortið mitt þar sem þýddi að ég fékk 25% off shopping spree og gátum við látið Lindu og Sveinbjörn fá það en við græddum ekki lítið á því vegna þess að við fengum Biblíuna á mp3 diskum lesið af fult af leikurum og með bakgrunnshljóði gegjað flott og svo fengum við ógeðslega flotta mynd á vegg sem ég sýni ykkur seina :D.
En hér koma nokkrar myndir frá deginum í dag.
Tréin eru farin að blómstra vel
Svo fallegt en hábunkturinn á að v era í lok þessarar viku :D
Blómstra :D
Lítil tré
Komin á Todai en það vantar sko ekki hrogna fjölbreitnina í réttina hjá þeim ;D
ummm...
Tengdó í skýjunum að fá japanskan mat :D
eitt lítið hrogn
eftirrétturinn ummm svo gott
Knúsar á ykkur heima Kv Fjóla
p.s. Kristín ég fékk mailið frá þér og ég held að sunnudagurinn sé ágætur en það er soldið erfitt að segja þar sem við erum með gesti núna :D. En vonandi gengur þetta upp :D.