Við fjölskyldan skelltum okkur í morgun á horfa á hundafimikeppni í skólanum þar sem við Moli erum að læra. Það var mjög gaman að fylgjast með sérstaklega að sjá hvað við hefðum rúllað þessu liði upp og leikið okkur að því ;). Við fórum samt aðalega til að sjá Sam og Simon keppa og það var mjög gaman að gera það. Við erum samt alveg búin að sjá það að við ætlum að keppa næst og vonandi verður það áður en við flytjum frá Flórída.
Við gerðum fátt annað í dag en að kúra og horfa á mynd, lúlla smá og svo erum við núna södd og sæl eftir alveg ljómandi góðan kjúkklingarétt sé ég bjó til ásamt brauði sem ég bjó líka til :D. Núna erum við aðeins að leika okkur í Wii og svo ætlum við að horfa á bíómynd í kvöld en ætli við gefu ekki Mola smá kvöld rölt áður en við gerum það vegna þess að hann hefur ekki fengið neinn labbi túr í dag greyið litla.
En hér koma myndirnar fyrir ykkur heima.
knúsar frá okkur öllum
Þarna erum við Moli að horfa en hann fór í flotta hlírabolnum sínum og fékk mikla athyggli út á það ;)
Þarna er svo Sam og Simon í brautinni