Tuesday, March 17, 2009

Undurbúningur fyrir Washingson og new York ferð

Jæja ég er byrjuð að pakka niður fyrir ferðina sem við förum í á morgun. Við leggjum væntanlega í hann upp úr kvöldmat held ég annars er það ekki alveg ákveðið en ekki hefur gefist mikill tími til að ræða það vegna þess að Davíð er á miljón að skrifa ritgerðina sína. Við Moli fórum í stuttan labbitúr hérna í kverfinu okkar en það er alskýað og svona hálfgerð úða rigning sem haði engin áhrif á okkur. Ég ætla að passa að vera búin að hreifa Mola vel á morgun svo hann sofi bara helst sem mest alla leiðina, þannig að hann fær hlaup með hjólinu og væntanlega strandarferð með stórum labb hring á morgun.
En eins og ég var að reyna að byrja á að segja í byrun bloggs þá er ég byrjuð að pakka niður fyrir ferðina þo aðalega fötum. Moli fær að taka með sér flotta vestið sem ég kefti á hann í janúar eða febrúar og vonumst við svona næstum því eftir því að hann hafi tækifæri á aðnota það ;). Ég er bara að taka með mér langerma peysur og langskálma ;) buxur þar sem ég er ekki að reikna með miklum hita. Ég þarf einnig að taka með mér spariföt þar sem mér skilst að það verði eitthvað flott Jessup boð sem við förum í. Ég er líka aðeins búin að pakka fyrir Davíð en verkinu verður lokið á morgun ;9.
Þar sem þetta er hvorki meira né minna en 16-18 tíma keyrsla þarf að hafa eitthvað fyrir stafni og verður því trivial spilið tekið með, vel valdir geysladiskar, eitthvað gott að narta í (alveg nauðsynlegt), orkudrykkir, dvd spilara, bíómyndir og svo væntanlega kodda og teppi til að halla sér aðeins svona á inn á milli ;).
En nóg í bili vil bara láta ykkur vita að ég veit ekki hvernig netsambandið verður fyrir okkur þarna en áætlaður heimkomutími er alsekki seinni en 30. mars líklegast 26-27 mars.
Bless í bili gott fólk og hafið það gott
Kveðja Fjóla, Davíð og Moli

2 comments:

Helga said...

Hljómar rosalega spennandi :) Ég vona að allt gangi vel og bið að þetta auðveldi ákvörðunina. Líst á að þið séuð líka að fara í aðeins heilbrigðara loftslag :D
Knús og kveðjur frá mér og Fróða

Anonymous said...

spennó ævintýri :D
held það sé mjög gaman að keyra þarna upp eftir.
góða ferð og gangi ykkur vel
kv sólveig saumó