Sunday, March 15, 2009

Letidagur hjá mér og Mola

Ég var ekki að nenna að afreka neitt í dag. Davíð er búin að vera duglur að læra samviskusamlega og ég er eiginlega búin að eiða öllum deginum með Cesari mínum með Mola liggjandi hjá mér stein rotaðan. Ég reyndar fór og setti í tvær vélar en komst svo að því að peningurinn á þvotta kortinu okkar var ekki nægur til að setja í þurkaran líka og skrifstofan er lokuð vegna þess að það er sunnudagur þannig að við Davíð urðum að dreifa fötunum út um alla íbúð til að reyna að þerra þau. Ég er samt ekki að kvarta að eiða tímanum í að glápa á Cesar það er ekki leiðinlegt en eftir hvern þátt sem ég horfi á þá verð ég altaf veikari og veikari að fara og fá mér annan hund. Ég ætla nú samt að fara eitthcað með Mola út í dag en er bara ekki alveg að nenna að koma mér í þann gír að fara að gera eitthvað. Þetta er bara ein af þessum dögum.
Nú fer að styttast í að pabbi og mamma fari heim en það er á þriðjudaginn. Við leggjum svo afstað á miðvikudagsnóttina líklega til Washington D.C og gistum eina nótt á hóteli en svo erum við svo heppin að fá að vera hjá vinum okkar allar hinar næturnar.
Eins og þið vitið væntanlega ef þið hafið lesið Davíðs blogg þá fórum við hjólandi á hhundaströndina okkar góðu í gær og fengum ekkert smá mikinn lit. Davíð varð alveg eldrauður í framan með hvót sólgleraugnafar en ég varð alveg dökk brún og er ég ekkert smá ánægð með hvað ég er fljót að fá lit ;). Moli fékk engan lit því miður fyrir hann en hann fann samt vel fyrir hitanum. En að lokum ætla ég að deila nokkrum myndum frá ströndinni með ykkur.
God bless ;)

Moli myndarlegi að sleikja sólina

Eins og sjá má á þessari mynd var mjög heitt og vatnið sem við tókum með varð eins og hitavitu vatn á nokkrum mínútum

Þessi Dashund var ekkert smá hrifinn af okkur og kom margoft að heilsa upp á Mola alveg rosalega kurteins hundur ef það er hækt að orða það þannig ;)

Þarna erum við svo að fara að leggja í hann aftur heim á leið

Davíð sæti og Moli sinn alveg að kafna úr hita

5 comments:

Anonymous said...

Good blog.
Portugal

Davíð Örn said...

Eins og glöggir lesendur taka eftir...að þá er ég orðinn skegglaus!!! langaði bara að benda á það ;) ha ha ha

Helga said...

Haha, það hefur orðið of heitt fyrir þig að vera með skeggið, greinilega :D
En annars æðislegar myndir, ég var einmitt að kafna úr hita þegar við Fróði óðum snjóinn í gær, með sólina í augunum :þ
Knús frá mér og Fróðamús

Anonymous said...

ótrúlega gaman að sjá þessar myndir og vá hvað ég væri til í að sleikja sólina þarna með ykkur ;)

kv Frænkulíus

Anonymous said...

haha já það er líka snjór hér en samt ágætlega heitt alla vega ekki frost :)
Flottar myndir langar endilega að fara á þessa hundaströnd :D

Kristín